Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 253

Haldinn í ráðhúsi,
22.03.2018 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson forseti bæjarstjórnar,
Anna Björg Níelsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Ágústa Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Ármann Einarsson bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1802056 - Uppgræðslusjóður Ölfuss: Umsóknir 2018.
Lagðar fram niðurstöður úthlutunar úr Uppgræðslusjóði Ölfuss sem samþykktar voru á fundi skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar 14. mars s.l.
Alls var úthlutað úr sjóðnum um 3.7 miljónum króna til níu verkefna.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða úthlutun nefndarinnar fyrir árið 2018.
2. 1803010 - Skipulag, uppskipti á landi Litla og Stóra Saurbæjar og Þúfu
Fyrir liggur afgreiðsla skipulags- byggingar- og umhverfisnefndar frá 15. mars 2018 varðandi uppskipti á landi Litla-Saurbæjar, Stóra-Saurbæjar og Þúfu.

Bókun skipulags- byggingar- og umhverfisnefndar um landskiptin samþykkt samhljóða.
3. 1803019 - Orka náttúrunnar, leyfi fyrir niðurrennsli
Orka náttúrunnar fyrirhugar framkvæmdir í tilraunaskyni til að kanna nýja möguleika fyrir niðurrennsli á affallsvatni úr Hellisheiðarvirkjun.
Málið kynnt og farið yfir helstu fleti þess.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins fram yfir fyrirhugaðan fund bæjarstjórnar með skipulagsráðgjöfum sveitarfélagsins í byrjun apríl.
4. 1710012 - Fasteignir: Nýir heitir pottar við íþróttamiðstöðina
Í fjárhagsáætlun ársins 2018 var ákveðið að útbúnir yrðu tveir nýjir heitir pottar í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar og að þeir yrðu tilbúnir fyrir sumarið 2018.
Ákveðið var að bjóða verkið út í nóvember og var tiboðsfrestur til 15. desember.
Engin tilboð bárust og var í framhaldinu leitað til verktaka um framkvæmd verksins.
Fyrir liggja samningsdrög við Garpa ehf. um jarðvinnu og uppsteypu verksins og allan yfirborðsfrágang.
Samið hefur verið við JÓ lagnir um lagnavinnu og tengingu búnaðar. Búnaður er keyptur hjá Á. Óskarssyni.
Verið er að klára útfærslu á yfirborðsfrágangi potta og samið verður fljótlega við múrarameistara og málarameistara vegna þess.
Áætlaður framkvæmdakostnaður í fjárhagsáætlun var 25 m.kr. fyrir utan búnað sem er áætlaður um 5.3 m.kr.
Áætlað er að heildarkostnaður fyrir utan búnað verði um 30 m.kr. og verður gerður viðauki við fjárhagsáætlun þegar heildarkostnaður liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða að halda áfram með verkið og stefnt að verklokum fyrir 17. júní 2018.
5. 1702004 - Fasteignir: Viðbygging íþróttahúss
Lögð fram útboðsgögn vegna útboðs/verðsamnings á viðbyggingu við íþróttahúsið sem fyrirhuguð er undir fimleikaaðstöðu.
Verkfræðistofan M2 ehf. sá um aðalhönnun, verkfræðistofan Efla hf. um hönnun burðarvirkis sökkla og lagna, Límtré/Vírnet ehf. um hönnun ofan á sökkla/veggi og ÞH blikk ehf. um hönnun loftræstikerfis.

Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna áfram að málinu.
6. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð Vesturbakka.
Lögð fram greinargerð bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa með svörum við innkomnum athugasemdum og óverulegri breytingu vegna tillögu að deiliskipulagi atvinnusvæða við Vesturbakka og Unubakka sem m.a. inniheldur fyrirhugaða móttöku- og flokkunarstöð.

Ármann Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þessi greinargerð er mjög gildishlaðin. Tala um það að það varði almannahagsmuni að setja flokkunarstöð á Vesturbakkann er mjög sérstakt.
Það er verið að tuddast á eigendum fasteigna á Vesturbakka og Unubakka með því að halda þessari staðsetningu til streitu.
Það er ekkert mál að finna annan stað fyrir flokkunarstöð ef áhugi væri fyrir hendi.
Væri staðsetningin á horninu við nýja planið sem höfnin er að láta gera ákjósanleg"

Eftirfarandi tillaga síðan lögð fram:

"Bæjarstjórn samþykkir að senda Skipulagsstofnun árituð gögn með ósk um samþykki fyrir því að auglýsa tillöguna í B-deild Stjórnartíðinda".

Tillagan samþykkt með sex atkvæðum. Ármann Einarsson á móti.
7. 1703013 - Leikskólinn Bergheimar: Fyrirkomulag sumarleyfa.
Lögð fram greinargerð leikskólastjóra Bergheima og bæjarritara varðandi tillögu Ólafs Hannessonar um breytingar á fyrirkomulagi sumarleyfa við leikskólann Bergheima sem þeim var falið að vinna á fundi bæjarstjórnar þann 25.janúar s.l.

Lögð fram tillaga um að gera könnun á óskum foreldra til sumarleyfa á leikskólanum, bæði barna sem eru á leikskólanum og verða áfram og eins foreldra barna sem koma inn á skólann á næsta skólaári.
Skólaþjónusta Árnesþings verði fengin í samstarf við gerð könnunarinnar og niðurstöður hennar verði síðan lagðar fyrir bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
8. 1803032 - Fjármál: Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss 2017.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss A- og B-hluti fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrarhagnaður samstæðunnar á árinu nam tæpum 152 milljónum kr.
Farið yfir helstu liði og niðurstöður ársreikningsins.

Síðan samþykkt samhljóða að vísa honum til síðari umræðu sem fram fer á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar.
Fundargerð
9. 1803001F - Bæjarráð Ölfuss - 297
Fundargerð bæjarráðs Ölfuss frá 8. mars s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
10. 1803003F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 91
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 15. mars s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
11. 1803002F - Markaðs- og menningarnefnd - 136
Fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 13. mars s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
12. 1803004F - Fræðslunefnd - 21
Fundargerð fræðslunefndar frá 14. mars s.l lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
13. 1803006F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 28
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. mars s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

Þá samþykkir bæjarstjórn samhljóða að sækja um skammtímafjármögnun hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins að upphæð 40 miljónir króna vegna framkvæmda við höfnina.

Fundargerðir til kynningar
14. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 2. mars s.l. lögð fram.
Einnig lokaútgáfa af orkunýtingarstefnu SASS sem unnið hefur verið að á síðustu mánuðum.

Til kynningar.
15. 1607014 - Skóla og velferðarmál: Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 6. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
16. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 6. mars s.l. lögð fram.

Til kynningar.
17. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
18. 1701032 - Fræðslumál: Fundagerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga frá 27. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
19. 1710019 - Markaðsmál: Samstarf við fasteignasala um sölu lóðaréttinda
Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Húseignar-fasteignamiðlunar en helsta markmið hans er að skapa grundvöll fyrir samvinnu sveitarfélagsins og Húseignar við sölu á iðnaðarlóðum í og við Þorlákshöfn.
Gildistími samningsins er í sex mánuði frá undirritun hans.

Samningurinn samþykktur með sex atkvæðum.
Ármann Einarsson sat hjá.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?