Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 29

Haldinn í ráðhúsi,
16.04.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sveinn Samúel Steinarsson formaður,
Jón Páll Kristófersson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Þórarinn F. Gylfason aðalmaður,
Gestur Þór Kristjánsson aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1703031 - Þorlákshöfn: Tollverndar- og geymslusvæði
Opnuð tilboð í girðingu utanum nýtt tollgeymslusvæði.

Tilboð bárust frá fimm aðilum: Hagvís ehf., Járnkarlinum ehf., Hýsi-Merkúr hf., Yabimo og Öryggisgirðingum hf.

Samþykkt samhljóða að taka tilboði Öryggisgirðinga að fjárhæð kr. 17.647.669,- m./vsk.

Rætt um framkvæmd við nýtt töllvöruplan og hafnarstjórnarmenn sammála um að óska eftir því við bæjarstjórn að fá stækkun á því svæði sem þegar hefur verið samið um, sem nemur um 1,45 ha. Svæðið er ekki hugsað sem tollgeymslusvæði.

Samþykkt samhljóða að fá Suðurverk til að stækka fyllingu suður af tollgeymslusvæðinu sem nú er í framkvæmd með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Framvkvæmdin er unnin á sömu einingaverðum og tollgeymslusvæðið og er ætlaður kostnaður um 16 m.kr. án vsk.
2. 1804028 - Þorlákshöfn. Tilboð í innsiglingarljós
Lagt fram tilboð í innsiglingarljós fyrir höfnina frá fyrirtækinu Sealite United Kingdom Ltd. að fjárhæð EUR 14.800,-

Kaupandi er Vegagerðin.

Hafnarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða fyrir sitt leyti.
3. 1804029 - Þorlákshöfn: Erindi vegna hafnaraðstöðu
Björgunarsveitin Mannbjörg óskar eftir því við hafnarstjórn að aðstaða til að sjósetja björgunarbáta verði bætt. Slík aðstaða gæti einnig nýst ferðaþjónustuaðilum og eigendum smærri báta.

Samþykkt að fela hafnarstjóra að kanna kostnað við gerð ramps og uppsetningu öflugri krana á höfnina. Stefnt að því að upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi hafnarstjórnar sem áformaður er að viku liðinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?