Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 140

Haldinn í ráðhúsi,
10.10.2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Rakel Sveinsdóttir varaformaður,
Stefán Magnússon aðalmaður,
 aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir 1. varamaður,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi
Byrjað var á því að undirrita fundargerð frá síðasta fundi.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1810014 - Menningarmál - 1. desember og tendrun jólatrés
Laugardaginn 1. desember kl. 18:00 verða ljósin á jólatrénu við ráðhúsið tendruð. Samhliða því verður handverksmarkaður í ráðhúsinu og nefndin hvetur fyrirtæki í bænum að vera með opið og/eða tilboð í tilefni dagsins.
2. 1810017 - Markaðsmál - Bæklingur
JS Island, fyrirtæki í Danmörku, kom á fund með markaðs- og menningarfulltrúa og kynnti möguleikann á að útbúa bækling fyrir sveitarfélagið því að kostnaðarlausu. Bæklingurinn verði kostaður með auglýsingum frá birgjum sveitarfélagsins og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
Nefndin samþykkir samhljóða að hafna tilboðinu þar sem ekki er búið að klára nýja stefnumörkun sveitarfélagsins í markaðsmálum.
3. 1810016 - Menningarmál - listaverk við Óseyrarbraut
Við Óseyrarbraut stendur upplýst upplýsingaskilti sem þjónar litlum tilgangi í dag þar sem aðalinnkeyrsla í bæinn er á öðrum stað. Á síðasta fundi kom upp sú hugmynd að setja upp listaverk á skiltið. Á fundinum kom upp sú umræða að fá nemendur í grunnskólanum og/eða leikskólanum til þess að hanna verk sem yrði sett þar upp. Þetta yrði svo áframhaldandi samvinnuverkefni þar sem nýtt verk yrði sett upp á hverju ári.
Nefndin felur markaðs- og menningarfulltrúa að ræða við bæði grunnskólann og leikskólann varðandi möguleikann á þessu samstarfi.
4. 1810015 - Menningarmál - Landsbyggðin og leikhús
Erindi kom frá Jóel Sæmundsson leikara þar sem hann hefur áhuga á setja upp sýningar á landsbyggðini, þar á meðal í Þorlákshöfn. Hann leitar eftir því að fá styrk að upphæð 150.000 kr - 225.000 kr til þess að geta sett upp verkin og haft miðaverð í lágmarki fyrir hverja sýningu.
Nefndin hvetur til þess að aðilar sendi inn umsóknir í lista- og menningarsjóð Ölfuss þar sem styrkumsóknir þurfa að fara þar í gegn.
5. 1810018 - Markaðsmál - Samstarfssamningur
Bodia Ferðir ehf komu á fund með markaðs- og menningarfulltrúa og sýndu áhuga á því að gera samstarfssamning varðandi þekkingarheimsóknir frá Kína.
Nefndin samþykkir samhljóða að hafna erindinu þar sem ekki er talin þörf á skuldbinandi samning að svo stöddu.
6. 1809013 - Breyting á markaðs- og menningarnefnd
Áframhaldandi stefnumótun varðandi breytingu á markaðs- og menningarnefndinni var rædd. Drög að erindisbréfi fyrir nýja nefnd verður lagt fyrir á næsta fundi og stefnumótunarvinna heldur áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?