Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 304

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
08.11.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Gestur Þór Kristjánsson 2. varamaður,
Jón Páll Kristófersson 2. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1808019 - Fjármál Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2023
Fyrir bæjarráði lágu drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 til 2022 sem verða munu grunnurinn að fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Þar er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði 177.157.000 krónur fyrir samstæðu og veltufé frá rekstri 434.853.000 krónur. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði 2.604.170.000 Inn í áætlun vantar enn fjárfestingar og óreglulega liði og því ljóst að áætlunin mun sem taka breytingum á milli fyrri og seinni umræðu.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019 til 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2. 1811010 - Héraðsskjalasafn Árnesinga.
Bæjarráð ræddi húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga en fyrir liggur að verið er að skoða mögulega flutninga á safninu.
Í nýjustu ársskýrslu héraðsskjalasafnsins kemur ma. fram að rýmisáætlun fyrir nýtt húsnæði hafi verið unnin og send stjórn og héraðsnefndarmönnum.
Í áætluninni er gert ráð fyrir 800 m2 húsnæði þar sem skjalageymslur eru alls 400 m2 auk móttöku skjala, skráningarrýmis, skrifstofu- og fundarrými, eldhúsi, snyrtingu, tæknirými o.fl.
Í rýmisáætlun var einnig lögð áhersla á að geta í fyrirsjáanlegri framtíð stækkað skjalageymslur.

Bæjarráð Ölfuss samþykkir samhljóða að bjóða Héraðsskjalasafni Árnesinga endurgjaldslausa lóð miðsvæðis í Þorlákshöfn.


3. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um grunnstöðu sveitarfélagsins.
Þá var einnig lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins miðað við 30. september s.l. ásamt yfirliti yfir stöðu framkvæmada ársins.
Þá kom ma. fram að íbúum hefur fjölgað 68 á einu ári eða 3,24%.
Mest er fjölgunin á seinustu 3 mánuðum.
Þá kom einnig fram að lausafjárstaðan væri nú 54 mkr. og skuldastaða A-hluta 1.322 mkr.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.

4. 1811001 - Bjarg íbúðafélag. Umsókn um stofnstyrk.
Fyrir bæjarráði lá afrit af umsókn Bjargs til Íbúðalánasjóðs vegna íbúða við Sambyggð í Þorlákshöfn ásamt fylgigögnum.
Eins og þekkt er var fyrir skömmu undirrituð viljayfirlýsing milli Bjargs íbúðafélags og Sveitarfélagsins Ölfuss um byggingu 11 íbúða fjölbýlishúss í Þorlákshöfn.
Húsið mun rísa við Sambyggð.
Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem er rekin án hagnaðarmarkmiða.
Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum og einstaklingum aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Í fyrirliggjandi umsókn kemur ma. fram að stofnframlag Sveitarfélagsins Ölfuss verði 41.423.927 kr. en ekki 37.225.734 eins og áður var gert ráð fyrir.
Mismunurinn er 4.198.193 kr. og er hækkunin tilkomin vegna reglugerðabreytinga en þann 30. janúar 2018 var gefin út reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir, nr. 555/2016. Breytingin er tilkomin vegna hækkunar á byggingakostnaði og tekur til allra verkefna Bjargs.

Bæjarráð samþykkir samhljóða tilgreinda hækkun upp á 4.198.193 kr. og þar með að framlag sveitarfélagsins verði 41.423.927.
Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun 2019 og 2020.
5. 1811006 - Viðbótarsamningur um fornleifaskráningu í Ölfusi
Fyrir bæjarráði lá viðbótarsamningur um fornleifaskráningu í Ölfusi.
Samningurinn er samhljóða eldri samningi sem fjallar um aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu.
Í samningnum kemur fram að að einingargjald á fornleif er sem fyrr 5.600 kr.
Áætlaður heildarkostnaður er áætlaður 875.000 kr.

Samþykkt samhljóða.

6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn
Fyrir bæjarráði lá tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við að hvergi sé minnst á úrbætur á Þrengslavegi né heldur á Þorlákshafnarvegi í fyrirliggjandi samgönguáætlun til næstu 14 ára.
Þorlákshafnarvegurinn er mjög slitinn og skorinn þannig að að vatn safnast í hjólrásir og veldur mikilli hættu.
Öllum má einnig ljóst vera að Þrengslavegur er hvergi í takt við kröfur nútímans og þá allra síst eftir að fraktflutningar hófust frá Þorlákshöfn til meginlands Evrópu. Slíkt kallar eðli málsins samkvæmt á verulega aukna þungaflutninga um veginn enda fer um hann verulegur hluti af bæði inn- og útflutningi þjóðarinnar.

Bæjarráð minnir sérstaklega á að Alþingi hefur ítrekað rætt möguleika Þorlákshafnar til vaxtar og er þess skemmst að minnast þegar flutt var þingsályktunartillaga um innviðauppbyggingu og markaðssetningu hafnarinnar á yfirstandandi löggjafarþingi. Forsenda vaxtar bæði hvað varðar atvinnulíf og íbúabyggðar er þó ekki hvað síst að samgöngur verði ekki flöskuháls á jákvæða þróun.

Bæjarráð er vel meðvitað um að þörfin fyrir vegaúrbætur er víðar en í Ölfusinu. Í raun er síst ofmælt að þörf sé á þjóðarátaki hvað varðar vegaúrbætur. Þess vegna hvetur ráðið Alþingi mjög eindregið til þess að leita allra leiða til stíga fastar fram og tryggja nauðsynlegar vegabætur í Ölfusinu og víðar.
7. 1810026 - Reykjadalur - samningur
Fyrir bæjarráði lá samningur um landvörslu og eftirlit í Reykjadal milli annarsvegar Sveitarfélagsins Ölfus, Hveragerðisbæjar og Landbúnaðarháskóla Íslands og hinsvegar Hjálparsveitar skáta Hveragerði. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi um landvörslu og eftirlit í Reykjadal.

Fram kemur að greiddar verði 30.000 kr. fyrir hverja ferð sem farin verður inn í dalinn á umsömdu tímabili. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins árið 2018 var 600 þúsund kr. og má gera ráð fyrir að kostnaður fyrir árið 2019 verði sambærilegur.
Samningurinn gildir eingöngu til 31. maí 2019 og er að auki gert ráð fyrir því að komi til þess að Reykjadalur verði friðlýstur á samningstímanum falli samningur þessi sjálfkrafa úr gildi.

Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.
8. 1810027 - Endurnýjun samnings um götulýsingar
Fyrir bæjarráði lágu útboðsgögn og upplýsingar sem lúta að endunýjun gatnalýsingar. Fram kom að áætlaður heildarkostnaður verði hátt í 40 milljónir.
Fyrir lágu ennfremur upplýsingar um að orka til götulýsingar hjá sveitarfélaginu sé um 390.000 kWh/ári sem jafngildir notkun 97 meðalstórum heimilum eða 130 rafbíla sem keyra 15.000 km/ári.
Raforkukostnaður Sveitarfélagsins Ölfuss vegna götulýsingar er 6 miljónir króna á ári (með VSK) eða 8.902 krónur á lampa.
Nú liggur fyrir áætlun um að setja upp LED lampa og má gera ráð fyrir að orkusparnaður á uppsettu afli með tilkomu þeirra verði um 70% og með stýringum má gera ráð fyrir að hann verði um 90%.
Orkusparnaðurinn þegar allir lampar hafa verið endurnýjaðir jafngildir því 4,2 miljónum króna á ári sem jafngildir notkun 75 meðalstórra heimila og 100 rafbíla.
Í þeim tilgangi að stilla af útgjöld hafa starfsmenn sveitarfélagsins í samstarfi við lýsingahönnuð unnið áætlun um innleiðingu endurnýjunar lampanna.
Sú áætlun gerir ráð fyrir að heppilegast sé að byrja á svokölluðum Bergum.


Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að bjóða út tilgreint verk og vísar málinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
9. 1810053 - Úrbætur vegna vatnsveitumála í Ölfusi.
Fyrir bæjarráði lá beiðni frá umhverfisstjóra Ölfuss um heimild til að fjárfesta í dælu og búnaði fyrir Vatnsveitu Ölfuss.
Fram kemur að mikil óánægja sé í Gljúfurárholtshverfinu vegna of lítils þrýstings á kalda vatninu sem kemur frá Berglindi en þrýstingur hefur farið minnkandi þar sem fleiri notendur hafa bæst við að undanförnu.
Ætlunin er að leggja nýjar lagnir (sverari) samhliða vegaframkvæmdum við nýjan Suðurlandsveg þegar þar að kemur.
Fyrir liggur að ekki er hægt að bíða með úrbætur þar til að lagningu nýs Suðurlandsvegar kemur og því nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst.
Kostnaður við úrbætur er talinn vera allt að 3 milljónir.
Inní því er efni og vinna.

Bæjarráð samþykkir beiðnina samhljóða og felur starfsmönnum að ráðast sem fyrst í tilgreindar framkvæmdir.
10. 1810054 - Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - Ágóðahlutagreiðsla 2018
Fyrir bæjarráði lágu upplýsingar um ágóðahlutagreiðslu EBÍ fyrir 2018.
Fram kemur að stjórn félagsins hafi ákveðið að greiða út 50 milljónir til aðildarsveitarfélaga fyrir árið 2018.
Hlutdeild Ölfuss í Sameignarsjóði EBÍ er 1.585% og greiðsla ársins því 792.500 kr.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
11. 1810021 - Styrkir. Beiðni um rekstrarstyrk 2019.
Fyrir bæjarráði lá umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019 frá Kvennaathvarfinu. Óskað er eftir því að Ölfus leggi athvarfinu til 200.000 kr.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
12. 1811008 - Ósk um fjárstuðning til Stígamóta
Fyrir bæjarráði lá umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2019 frá Stígamótum.

Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
13. 1810059 - Beiðni um stuðning við Aflið.
Fyrir bæjarráði lá styrkbeiðni frá Afli samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem staðsett er á Akureyri.

Bæjarráð getur ekki orðið við beiðninni.
14. 1810057 - Snjómokstur dreifbýli Ölfuss verksamningar.
Fyrir bæjarráði lá afrit af verksamningi um snjómokstur á tengivegum, héraðsvegum og heimreiðum í Sveitarfélaginu Ölfusi, fyrir bæði austur og vestursvæði 2018 til 2021. Samið hefur verið við Sólhesta um austurhlutann og Garpa um vesturhlutann.
Í fyrirliggjandi gögnum koma fram einingaverð tilgreindra tóla og tækja.
Verksamningurinn hefur þegar verið undirritaður af Vegagerðinni og verktökum.

Bæjarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.
15. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá.
Fyrir bæjarráði lá tilkynning Vegagerðarinnar um niðurfellingu hluta Þórustaðavegar og Bakkárholtsvegar af vegaskrá. Sú skýring er gefin að ekki sé lengur fyrir hendi föst búseta að þessum jörðum.

Bæjarráð gerir athugasemdir við þessa ákvörðun Vegagerðarinnar og hvetur til þess að hún verði dreginn til baka.
Búseta á jörðum hefur verið í þróun á síðastliðnum árum. Sveitarfélagið hefur fundið fyrir vaxandi áhuga ungs fólks að taka upp búsetu í dreifbýlinu og stunda þar blöndu af búskap og annarri atvinnu. Í slíkri gerjun gerist það oft tímabundið að ekki verði um fasta búsetu á jörðum. Ákvarðanir Vegagerðarinnar og annarra ríkisstofnanna mega ekki verða til þess að slíkt tímabundið ástand sé nýtt til að skerða möguleika fólks til að setjast þar að.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð
16. 1810009F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 97
Fyrir bæjarráði lá fundargerð skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar nr.97 sem haldinn var 29.10.2018.
Áður hafði bæjarstjórn falið bæjarráði fullnaðarafgreiðslu þessarar fundargerðar á 261. fundi.

Eftirtaldir liðir teknir til sérstakrar umfjöllunar og samþykktar:

1. 1706010 - Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

2. 1806022 - Skipulagsmál: Deiliskipulag. Jarðhitagarður á Hellisheiði - beiðni um umsögn
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

3. 1805020 - Skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulag.
Til kynningar.

4. 1805043 - Rammaskipulag Selvogur.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

5. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

6. 1810030 - Aðalskipulagsbreyting fyrir land úr Breiðabólstað fyrir ferðaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

7. 1810033 - Stofnun á lóðum úr Gljúfurárholti.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.


8. 1810023 - Deiliskipulag. Matfugl Þórustaðir.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

9. 1803007 - Umhverfismál: Jarðgerð í Þorláksskógum á Hafnarsandi.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

10. 1810039 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9 og land 8.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fresta málinu og vísar því til skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar.

11. 1810068 - Alifuglabú að Læk.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða og þar með að þá stefnu sveitarfélagsins að fjarlægð að mannabústöðum á næstu jörðum þar sem setja á niður alifuglabú verði 50 m fyrir bú upp að 85.000 stæðum fyrir kjúklinga og 60.000 stæðum fyrir hænur. Bú sem eru þá með færri en 40.000 stæði alifugla skulu vera í minnst 50 m fjarlægð frá mannabústöðum á næstu jörðum.

12. 1810066 - Aðalskipulag, landbúnaðarland.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

13. 1810032 - Skipulag á landi úr Gljúfurárholti land nr. 10.
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

14. 1810046 - Aðal- og deiliskipulag Ingólfshvoll
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

15. 1605026 - Vatnsveita: Berglind forðaöflun
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

16. 1802019 - Aðalskipulag: Síld og fiskur ehf. - fyrirhuguð uppbygging á svínabúi
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.

17. 1709006 - Aðalskipulagsbreyting Saurbær: Tálkni ehf
Bæjarráð samþykkir liðinn samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?