Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 98

Haldinn í ráðhúsi,
27.11.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:  formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Hildur María H. Jónsdóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson embættismaður, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1811004 - Umsókn um lóð
Þorvaldur S. Kristjánsson fyrir hönd Víkurbæjar ehf. sækir um lóðina Sambyggð 20 til byggingar fjölbýlishúss.
Bókun: nefndin samþykkir að úthluta lóð.
Fyrirtæki skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.

Gildistími lóðarúthlutunar
Hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi á lóðinni á tilskilinn hátt, sbr. kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, innan 6 mánaða frá dagsetningu lóðarúthlutunnar fellur úthlutunin úr gildi að undangengnum 15 daga fyrirvara og er lóðin þar með laus til úthlutunar að nýju.
2. 1811005 - Umsókn um lóð
Þorvaldur S. Kristjánsson fyrir hönd Víkurbæjar ehf. sækir um lóðina Sambyggð 18 til byggingar fjölbýlishúss.
Bókun: nefndin samþykkir að úthluta lóð.
Fyrirtæki skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.

Gildistími lóðarúthlutunar
Hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi á lóðinni á tilskilinn hátt, sbr. kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, innan 6 mánaða frá dagsetningu lóðarúthlutunnar fellur úthlutunin úr gildi að undangengnum 15 daga fyrirvara og er lóðin þar með laus til úthlutunar að nýju.
3. 1811049 - Umsókn um lóð Víkurbraut 7 og 9
Sveinn Jónsson fyrir hönd Síld og fisks ehf. sækir um lóðirnar Víkurbraut 7 og 9 til byggingar iðnaðarhúsa.
Bókun nefndar:
SBU Samþykkir úthlutun á lóðum við Víkurbraut 7 og 9. SBU samþykkir að kannaðar verði forsendur þess að á landbúnaðarsvæði sem nú er í skipulagsferli við hlið iðnaðarsvæðis verði lögbýli. Meðal forsenda sem skal kanna eru upplýsingar um umfang starfseminnar, almennir hagsmunir sveitarfélagsins, áhrif breytingarinnar á tekjur sveitarfélagsins og fl.
4. 1807007 - Byggingarleyfi Núpar 5 Samherji fiskeldi ehf
Sótt er um leyfi á stækkun eldishúss að Núpi. Samkv, teikningum frá AVH ehf. dags.17.10.2018
Bókun: nefndin samþykkir byggingaráformin, byggingarleyfið verður gefið út þegar tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

5. 1705010 - Brimbrettaaðstaða
Sótt er um að bæta við 1 40" gám við hliðina á núverandi gám til geymslu á búnaði.
Nefndin synjar erindinu en felur skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með umsækjanda m.t.t annarra lausna.
6. 1811031 - Fyrirspurn Gámar til útleigu
Hanne Oustad Smidesang óskar eftir umsögn nefndar um mögulegri staðsettningu (lóð)fyrir reksturs gámastöðva til útleigu.
Nefndin bendir umsækjanda á að verið sé að deiliskipuleggja svæði sem henti undir svona starfsemi.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða umsækjanda.
7. 1811009 - Beiðni um varanlegt stöðuleyfi fyrir 20 feta gám
Sótt er um varanlegt stöðuleyfi fyrir 20" gám til hýsingar á ljósavél ásamt geymsluplássi.
Bókun nefndar: erindinu synjað. Nefndin tekur jákvætt í að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi sem sýnir þá afmarkaðan reit fyrir smáhýsi.
8. 1806024 - Nesbraut 5, B.M. Vallá hf endurnýjun á lóðarsamningi
Lárus d. Pálsson fyrir hönd BM Vallá óskar eftir framlengingu á lóðarleigusamning fyrir Nesbraut 5.
Bókun nefndar:
Samþykkt framlenging til eins árs og lóðarhafi skal gæta þess að taka tillit til nálægðar við íbúðarbyggð s,s varðandi hljóðmengun og hefta fok. Staðsetning starfseminnar verður skoðuð í endurskoðun aðalskipulags.
9. 1811042 - Gatnagerð Hraunshverfis
Fyrir liggur tillaga að áfangaskiptingu ásamt kostnaðaráætlun vegna Gatnagerð í Hraunshverfi.
Bókun nefndar:
Lagt er til að 1.áfangi verði um Kötluhraun og götur sunnan þess og að yfirborðsfrágangi 1.áfanga verði frestað og tekið samhliða 2, áfanga
10. 1811043 - Gatnagerð Hafnarsandi
Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna Gatnagerð á Hafnarsandi.
Bókun nefndar:
Lagt fram
11. 1811007 - Ferðamál - Upplýsingakort
Ný Þjónustu-og afþreyingakort lögð fram til samþykktar.
Bókun nefndar: Nefndin gerir ábendingu um að kort skulu samræmast aðalskipulagi

Samþykkt
12. 1811045 - Stofnun lóðar
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar úr landi jarðarinnar Árbær 4. landnr. 171662 og úr óskiptu landi sem tilheyrir jörðunum Árbær 4. landnr. 171662 og Árbær 5. landnr. 171663 Eignarhlutur hvorrar jarðar í óskiptu landi er 50%
Bókun nefndar: Samþykkt
13. 1711024 - Deiliskipulag Sambyggð fjölbýli
Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir fjölbýlishúsalóðir við Sambyggð. Deiliskipulags svæðið er stækkað. Lóðin fyrir Sambyggð 14a er feld út og bílastæðum við Sambyggð 14 og 14 b eru færð alfarið innan lóða. Gerð er breyting á lóðarstærð 14b vegna fyrirhugaðs hringtorgs.
Einnig eru gerðar breytingar á bílastæðum við sambyggð 18 og 20.
Innakstur frá Ölfusbraut er feldur út og vegtenging er gerð við Sambyggð 2 og 4.
Lóð sambyggðar 2 og 4 eru stækkuð og bílastæði eru færð innan lóðar.

Bókun nefndar:

Samþykkt að fara með breytingu á deiliskipulagi í lögboðið ferli. Nefndin leggur til að heiti lóða verði Sambyggð 14a og 14b.
14. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón
Deiliskipulag, skipulagslýsing fyrir Fiskalón.
Skipulagslýsingin lýsir deiliskipulagi fyrir seiðaeldisstöðina að Fiskalóni. Landið er skráð í aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, I8 sem fyrir fiskeldi með athafnasvæði beggja vegna við Þorlákshafnarveg.

Bókun nefndar:
Samþykkt að deiliskipulagið fari í lögboðin feril.sbr. 2 mgr. 40 gr. Skipulagslaga
15. 1811044 - Deiliskipulag Lambhaga
Fyrir hönd eigenda jarðarinnar Lambhaga, í Sveitarfélaginu Ölfusi, óskar undirrituð eftir því að meðfylgjandi deiliskipulagstillaga verði tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar.
Skipulagssvæði tillögunnar er staðsett vestan Hvammsvegar. Þar stendur til að byggja 4 alifuglahús og skemmu auk nýs íbúðarhúss og möguleg stækkun á því íbúðarhúsi sem fyrir er á jörðinni. Markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að bæta aðstöðu fugla og efla starfsemi búsins sem rekið hefur verið að Lambhaga um árabil.
Samkvæmt aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss liggur jörðin Lambhagi á skilgreindu landbúnaðarsvæði. Í aðalskipulaginu er tilgreint að á landbúnaðarsvæðum sé einkum gert ráð fyrir byggingum og starfsemi sem tengist búrekstri á jörðunum.
Fyrirhuguð staðsetning alifuglahúsa og skemmu innan viðkomandi byggingareits (tillaga að staðsetningu) hefur verið merkt inn á uppdráttinn.

Bókun nefndar:

Samþykkt að deiliskipulagið fari í lögboðin feril.
16. 1811041 - Breytingar á landi Gljúfurárholtis, land 10
Á aðalskipulagsuppdrætti er fellt út frístundasvæðið F11 Gljúfurárholt. Sett er inn stofnanasvæði S9,
en að öðru leyti verður landið skilgreint sem landbúnaðarland.
Í greinargerð verður bætt við nýju stofnanassvæði og eftirfarandi umfjöllun um það.
?S9 Gljúfurárholt. Gert verður ráð fyrir heimili/stofnun fyrir allt að 50 fatlaða (aldraða) einstaklinga.
Heimilið verður samsett úr þjónustukjarna og heimili með íbúðum og/eða stökum húsum, samtals allt
að 1500 m². Uppbygging og öryggisaðstaða tekur mið af gildandi reglugerðum og lögum. Heimilt
verður að reisa allt að 4 starfsmannaíbúðir/hús sem tengjast rekstri heimilisins. Heildarstærð slíkra
mannvirkja verður allt að 600 m². Mannvirki verða að jafnaði á einni hæð en íbúðarhús geta verið á 1-
2 hæðum. Heimiluð er minniháttar skógrækt og gerð göngustíga um svæðið. Stærð svæðisins er um 2
ha?.

Bókun nefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu vegna Gljúfurárholts, í samræmi við þegar kynnta lýsingu (dags. 17. maí) vegna breytingarinnar. Frístundasvæði (F11) verður fellt niður en landnotkun breytt í landbúnaðarsvæði og að hluta stofnanasvæði. Ekki verður um frekar breytingar aðalskipulags á Gljúfurárholtsjörðinni að ræða fyrr en unnin hefur verið heildarstefna fyrir svæðið í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sem nú er að hefjast.
17. 1610015 - Aðalskipulagsbreyting, Riftún
F.h. landeiganda, 101 Atvinnuhúsnæðis ehf. kt. 650497-2879, sækir undirrituð um að
aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfus verði breytt er varðar landnotkun á Riftúni og
heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar.
Um er að ræða landnotkun á þremur jörðum í eigu umsækjanda, Riftún (L171796),
Riftún 3 (L204631) og Riftún 4 (L204632). Í gildandi aðalskipulagi eru jarðirnar
skilgreindar á landbúnaðarsvæði. Eitt svæði fyrir þjónustustofnanir er í landi Riftúns
(S4) sem er kirkjustaður í eigu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, skv. greinargerð
aðalskipulagsins. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Sótt er um eftirfarandi:
A. Að 6 ha af landbúnaðarlandi jarðarinnar ofan vegar verði breytt í frístundabyggð með heimild til að reisa allt að 12 frístundahús. Svæðið myndi ná frá 100m fjarlægðarlínu frá þjóðvegi og upp að hjallanum. Um er að ræða jörðina Riftún (L171796) sem er tæplega 30 ha. að stærð.
B. Að settur verði inn landnotkunarreitur fyrir verslunar- og þjónustusvæði neðan vegar þar sem heimilt verður að reisa fjölbreytta ferðaþjónustu og afþreyingu henni tengdri. Um er að ræða gistiþjónustu, veitingasölu, náttúruböð, ylrækt, hestaleigu og aðstöðu til fuglaskoðunar. Um er að ræða jörðina Riftún 3 (L204631) sem er um 9,3 ha að stærð og hluta jarðarinnar Riftún 4 (L204632) sem er .
C. Að settur verði inn landnotkunarreitur fyrir iðnað neðan vegar þar sem heimilt verði að vera með seiðaeldi. Um er að ræða svæði á jörðin Riftúni 3 (L204631) sem er um 9,3 ha að stærð og/eða Riftúni 4 (L204632).
D. Heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við breytt aðalskipulag. Í deiliskipulaginu verður gerð grein fyrir stærð og gerð mannvirkja, aðkomu, veitukerfum, umfangi náttúrubaða, umfangi ylræktar og umfangi og yfirbyggingu fyrir hestaleigu, umfangi og uppbyggingu seiðaeldis, kvaðir og annað það sem krafist er í deiliskipulagi.
E. Framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni ofan vegar sem nýtt verður á frístundasvæðinu.
F. Framkvæmdaleyfi til að bora eftir heitu vatni neðan vegar sem nýtt verður fyrir verslunar- og þjónustusvæðið og seiðaeldið.
G. Svæði fyrir þjónustustofnanir (S4) í landi Riftúns verði fellt niður. Kaþólska kirkjan átti hlut í Riftúni og var svæðið skilgreint á þennan hátt vegna þess. Hlutur kirkjunnar hefur nú verið seldur og því breyttar forsendur.

Bókun nefndar:
Erindi um breytta landnotkun í landi Riftúns þar sem fyrir liggja hugmyndir landeigenda um fjölbreytta nýtingu jarðarinnar. Skipulagsnefnd óskar eftir frekari kynningu og bendir á að gera þurfi betur grein fyrir áformaðri breytingu, m.a. áætlanir hvað varðar stærðir og staðsetningu bygginga, gestafjölda, magn eldisframleiðslu og sérstaklega mögulegar tengingar við þjóðveg.
18. 1811048 - Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
Lögð er fram til samþykktar reglur um samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
Bókun nefndar:
Nefndin samþykkir reglur um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?