Fundargerðir

Til bakaPrenta
Markaðs- og menningarnefnd - 142

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.12.2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Rakel Sveinsdóttir varaformaður,
Stefán Magnússon aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir Markaðs- og menningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, Markaðs- og menningarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1811021 - Menningarmál - Samstarfssamningar 2018-2019
Farið var yfir samstarfssamninga fyrir næsta starfsár. Það eru sex félagasamtök sem eru með samstarfssamning en þau eru:
Kyrjukórinn - 155.000 kr.
Leikfélag Ölfuss - 220.000 kr.
Lúðrasveit Þorlákshafnar - 515.000 kr.
Norræna Félagið í Ölfusi - 105.000 kr.
Söngfélag Þorlákshafnar - 155.000 kr.
Tónar og Trix - 150.000 kr.
Ákveðið var að gera fastan samstarfsamning við Kvenfélagið Bergþóru að upphæð 35.000 kr. en þær hafa fengið styrk árlega úr lista- og menningarsjóð fyrir jólaball sitt. Innifalið í samningnum er einnig greiðsla á fasteignagjöldum kvenfélagsins fyrir fasteign þeirra í Ölfusi.
Þá var einnig ákveðið að gera samstarfssamning við Kiwanisklúbbinn Ölver að upphæð 90.000 kr. en þeir hafa sett upp og tekið niður flögg fyrir fjölskylduhátíðina Hafnardaga. Innifalið í samningnum er einnig greiðsla á fasteignagjöldum fyrir fasteign þeirra í Þorlákshöfn.
2. 1812001 - Menningarmál - Gjaldskrá Versala og Bæjarbókasafns Ölfuss 2019
Farið var yfir gjaldskrá Versala og Bæjarbókasafns Ölfuss.
Gjaldskrá bókasafnsins verður með svipuðu sniði en hækkar skv. vísitölu.
Markaðs- og menningarnefnd vill auka nýtingu í Versölum og gefa formlegum félagasamtökum kost á að halda fundi þar einu sinni í mánuði þeim að kostnaðarlausu. Það mun aðeins eiga við um fundi félagasamtakanna en ekki fjáraflanir, tónleika eða aðra viðburði.
Nefndin samþykkir báðar gjaldskrárnar og felur bæjarstjórn að staðfesta þær. Í framhaldi af því verða báðar gjaldskrárnar birtar á heimasíðu Ölfuss.
3. 1812002 - Markaðsmál - Fjölnotapokar
Sveitarfélagið Ölfus leggur mikla áherslu á umhverfisvitund og endurvinnslu og hafa íbúar Ölfuss tekið virkan þátt í að gera sveitarfélagið enn grænna með flokkun á sorpi. Markaðs- og menningarnefnd vill halda áfram að gera vel með því að senda fjölnotapoka á hvert heimili í sveitarfélaginu til að minnka plastnotkun enn frekar.
Vinna við verkefnið hefst á nýju ári og búast má við því að pokinn verði kominn á öll heimili í febrúar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?