Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 28

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
14.02.2019 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir áheyrnarfulltrúi,
Ásta Kristín Ástráðsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ágústa Ragnarsdóttir varamaður,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901038 - Ytra mat á Grunnskóla Þorlákshafnar
Skólastjóri kynnti ítarlega fyrir nefndarmönnum skýrslu Menntamálastofnunar vegna ytra mats grunnskóla á Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Eins og við var að búast voru niðurstöður skýrslunnar á þá leið að marga mjög jákvæða þætti mætti greina í starfi skólans, en jafnframt að svigrúm væri til úrbóta á tilteknum sviðum, enda alltaf hægt að gera betur í öllu starfi.

Að lokinni kynningu og umræðu um skýrsluna fór skólastjóri jafnframt yfir fyrstu drög að úrbótaáætlun sem er gerð til þriggja ára.

Þakkar fræðslunefnd kynninguna og fagnar því jafnframt að fyrir liggi nú nákvæmt tæki til greiningar á styrkleikum og veikleikum skólans. Mikilvægt er að margir þeir þættir sem hvað erfiðast er að eiga við, eru mjög jákvæðir í skólanum hér. Flesta þá þætti sem bæta þarf úr, verður unnt að lagfæra með tilfæringum og úrbótum á tiltölulega skömmum tíma, t.d. varðar margar ábendingar atriði sem eru í góðu lagi við skólann en skjala þarf betur. Þá eru margir þættir sem þarfnast úrbóta mjög langt komnir í því ferli að bæta úr þeim. Leggur nefndin áherslu á að mögulega kunni breytingar á stundaskrám að vera nokkuð umfangsmikill þáttur í umbótastarfinu og gæti mögulega kallað á einhverjar breytingar á starfsmannahópnum.

Þá er það fyrirséð að tilteknum atriðum verður illa mætt vegna aðstæðna, s.s. áhrifa af því að íþróttatímar liggja í vissum tilvikum fast að öðrum tímum. Þrátt fyrir góða íþróttaaðstöðu sem fyrirséð er að batni á komandi árum er vandséð að unnt verði að haga stundaskrám þannig að allir nemendur stundi íþróttir á þeim tímum sem liggja að frímínútum.

Nefndin þakkar kynninguna sérstaklega og leggur áherslu á að drög að úrbótaáætlun sé bæði raunhæf og mæti vel þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?