Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 265

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.02.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902002 - Áfangastaðaáætlanir
Á fund bæjarstjórnar komu fulltrúar frá Markaðsstofu Suðurlands þær Laufey Guðmundsdóttir og Dagný Jóhannsdóttir og kynntu "Áfangastaðaáætlun Suðurlands 2018-2021".
Í máli þeirra kom ma. fram að með áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland væri unnið að heildrænni stefnu sem lýtur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, sveitarfélögum, íbúum, umhverfi sem og samfélaginu í heild sinni.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna.
2. 1812018 - Þorláksskógar.
Á fund bæjarstjórnar komu fulltrúar Verkefnastjórnar Þorláksskóga þau Aðalsteinn Sigurgeirsson, Davíð Halldórsson, Garðar Þorfinnsson, Hreinn Óskarsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
Í máli þeirra kom m.a. fram að fyrirhugað skógræktarsvæði er um 4.620 ha. svæði á Hafnarsandi við þéttbýlið í Þorlákshöfn.
Meginmarkmið verkefnisins er að vinna að stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið en með skóginum er fyrirhugað að binda 1,7 milljón tonna á fyrstu 50 árunum eftir að skógræktin hefst.
Þá er með skóginum ráðist í uppgræðslu á foklandi og þar ræktaður skógur til að verjast náttúruvá, vernda byggð og auka nýtingarmöguleika svæðisins s.s. til útivistar.

Bæjarstjórn þakkar kynninguna og lýsir yfir einlægum áhuga á verkefninu.
3. 1902051 - Fjölbýli við Ölfusbraut í miðbæ
Próhús ehf. Jón Valur Smárason sækir um vilyrði fyrir þremur fjölbýlishúsalóðum í miðbæ Þorlákshafnar við Ölfusbraut.
Skv. auglýsingu á heimasíðu Ölfuss voru auglýstar til umsóknar þrjár lóðir saman til uppbyggingar í miðbæ.
Einn umsækjandi sendi tilskilin gögn.
Óskar hann eftir vilyrði til 4 mánaða fyrir lóðum skv. 8. gr. úthlutunarreglna hjá sveitarfélaginu.
"Bæjarstjórn er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum án auglýsingar".

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Próhús ehf. vilyrði fyrir tilgreindum lóðum sem verið hafa á skipulagi síðan 2008 til 4 mánaða.

Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
4. 1902044 - Tilefning fulltrúa við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá SASS þar sem óskað var eftir því að Sveitarfélagið Ölfus tilnefni fjóra fulltrúa á samráðsvettvang vegna Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 - 2024 sem verður haldinn á Hótel Selfossi 4. apríl 2019.
Skuli amk. tveir þeirra vera kjörnir fulltrúar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Steinar Lúðvíksson, Rakel Sveinsdóttur, Þrúði Sigurðardóttir og Ágústu Ragnarsdóttur sem fulltrúa sína á fundinum.
5. 1902054 - Herdísarvík
Bæjarstjórn ræddi ömurlegt ástand hins sögulega staðar Herdísarvíkur.

Herdísarvík var áður stórbýli í Selvogi en nú komið í eyði.
Herdísarvík stendur við samnefnda breiða og opna vík.
Fyrir ofan bæinn er Herdísarvíkurfjall (329 m). Herdísarvík var fyrrum kunn verstöð með fjölda sjóbúða og sér enn fyrir rústum margra þeirra.
Sömuleiðis sér grjótgarða í hrauninu þar sem fiskurinn var þurrkaður. Þessar minjar voru allar friðlýstar árið 1973 og Herdísarvík var lýst friðland árið 1988.
Bæjarstjórn átelur íslenska ríkið fyrir vinnubrögð hvað Herdísarvík varðar og telur þau hvorki til marks um virðingu fyrir staðnum sem friðlýstu svæði né fyrir honum sem einstökum stað í sögu þjóðarinnar en þar bjó þjóðskáldið Einar Benediktsson sem ánafnaði íslenska ríkinu og Háskóla Íslands jörðinni og húsum.
Nú er svo komið að íbúðarhúsið sem Einar Benediktsson og Hlín Johnson sambýliskona hans byggðu liggur undir miklum skemmdum.
Jafnvel svo mjög að verði ekkert að gert mun húsið fljótt grotna niður og verða ónothæft.
Þá er jafnvel enn alvarlegra það mikla landbrot sem þar á sér stað þar sem grjótvörn hefur sópast í sjó fram.
Bæjarstjórn er þess fullviss að verði ekkert að gert muni aðstæður í Herdísarvík og bær sá er var heimili þjóðaskáldsins verða fyrir óafturkræfum skaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

"Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að boða tafarlaust til fundar með vörslumönnum hússins og jarðarinnar og leggja fram þá kröfu sveitarfélagsins að jörðin öll ásamt húsnæði verði afhent Sveitarfélaginu Ölfusi til varðveislu.
Í framhaldi af því muni sveitarfélagið ganga til þarfra verka í samstarfi við ríkið og aðra hagsmunaaðila".

Samþykkt samhljóða.
6. 1809022 - Stjórnsýsluúttekt Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjarstjórn lág minnisblað frá RR ráðgjöf ehf. dagsett 25. febrúar 2018. Í minnisblaðinu kemur ma. fram að starfsumhverfi og umgjörð sveitarfélaga hafi tekið miklum breytingum undanfarin áratug, ekki síst í skipulags-og byggingarmálum og hvað varðar miðlæga stjórnsýslu. Kröfur um málsmeðferðarhraða, fagmennsku og samráð hafa aukist mikið bæði af hálfu löggjafans og íbúa. Hugmyndir og áherslur í umhverfismálum, skipulagi og við hönnun og byggingu mannvirkja hefur þróast og það leitt til þess að ákvarðanataka verður flóknari og hagsmunirnir meiri en áður var. Með endurskoðun á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Ölfus er stefnt að því að efla viðbrögð sveitarfélagsins, auka formfestu og vanda enn frekar til verka í stjórnsýslu og umsýslu sveitarfélagsins. Þá er á sama hátt brýnt að tryggja faglega og lögmæta málsmeðferð.

Í minnisblaðinu er fjallað um núverandi stjórnskipulag sveitarfélagsins og æskileg næstu skref til áframhaldandi úrbóta.

Bæjarstjórn hefur yfirfarið minnisblaðið og þær tillögur sem þar koma fram. Minnisblaðið er ítarlegt og tillögur margar. Niðurstaða bæjarstjórnar er að horfa fyrst og fremst til breytinga á þeim hluta stjórnsýslunnar sem snýr að störfum nefnda og ráða, auk breytinga á þeim hluta skipuritsins sem snýr að yfirstjórnendum.

Bæjarstjórn samþykkir því að gerðar verði eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins frá og með 02. maí nk.:

Starfsemi sveitarfélagsins verði skipt í þrjú svið. Það er að segja: Fjármála og stjórnsýslusvið, Umhverfis- og framkvæmdasvið og Fjölskyldu- og fræðslusvið. Samhliða verða ráðnir sviðsstjórar yfir hverju sviði fyrir sig þó þannig að þar sem flest verkefni á Fjölskyldu- og fræðslusviði eru í dag innan byggðasamlaga verði þar rekstrarstjóri en framkvæmdastjóri Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings veiti þeim stofnunum/verkefnum sem undir það falla áfram faglega forystu.

Bæjarstjórn samþykkir að um verði að ræða nýráðningu í stöðu sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs og skal staðan auglýst svo fljótt sem verða má. Stöðu sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs verði sinnt af byggingafulltrúa og þær stöður því sameinaðar. Þá skal stöðu bæjarritara breytt í stöðu aðalbókara sem jafnframt gegni stöðu rekstrarstjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins verði skipuð bæjarstjóra, sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs, sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs og aðalbókara sem jafnframt gegnir stöðu rekstrarstjóra Fjölskyldu- og fræðslusviðs.

Bæjarstjórn samþykkir að Fjármála- og stjórnsýslusvið hafi ma. á hendi miðlæga þjónustu á sviði fjármála- og stjórnsýslu. Meginverkefni verði fjárstýring, skjalastjórnun, persónuverndarmál, þjónusta við kjörna fulltrúa sem og nefndir og ráð, mannauðsmál, starfsþróun, launavinnsla, reikningshald, fjárreiður, gæðamál og ferlar, árangursmælingar, ráðgjöf við stefnumótun og verkefnastjórn, markaðs-og menningarmál og almannatengsl, upplýsingatækni, samfélagsmiðlar, verkefna- og viðburðastjórnun, vinabæjartengsl, jafnréttismál, samstarf sveitarfélaga og ytri aðila, atvinnuþróun, markaðsmál, samskipti við fjölmiðla, málefni erlendra íbúa, samráð og lýðræði, þjónustuver, rafræn stjórnsýsla og sjálfsþjónusta, Fjármála- og stjórnsýslusvið starfi með fjallskilanefnd, kjörstjórn, bæjarráði og bæjarstjórn.

Undir sviðið falli störf aðalbókara, launafulltrúa og forstöðumanns þjónustuvers. Seinasta staðan verði til í stað forstöðumanns bókasafns. Undir þá stöðu falli menningarmál sveitarfélagsins í víðum skilningi þess orðs og þar með rekstur menningarverkefna og bóksafns. Þá sjái bókasafnið um alla skjalavörslu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn samþykkir að Umhverfis- og framkvæmdasvið ma. hafi á hendi umhverfis- og framkvæmdamál auk skipulagsmála og málefna hafnarinnar. Meginverkefni Umhverfis- og framkvæmdasviðs eru skipulags- og byggingarmál, umhverfismál, umferða- og samgöngumál, hafnamál, hreinlætismál, brunavarnir/slökkvilið, veitumál, landbúnaðarmál, eignasjóður, félagslegar íbúðir, nýframkvæmdir og vinnuskóli. Umhverfis og framkvæmdasvið starfar með skipulagsnefnd og hafna- og framkvæmdanefnd.

Undir sviðið falli störf skipulagsfulltrúa, umhverfisfulltrúa og hafnarstjóra. Þá verði einnig um að ræða stöðu verkefnastjóra á sviðinu.

Bæjarstjórn samþykkir að Fjölskyldu- og fræðslusvið fari ma. með öll skólamál (grunn-, leik- og tónlistarskóla), frístundaver (lengd viðvera eftir skóla), daggæslumál, félagsþjónustu, barnavernd, málefni aldraðra (þar með talið öldungaráð), málefni fatlaðra, húsnæðismál, jafnréttismál, málefni innflytjenda, forvarnir, sérfræðiþjónustu skóla, æskulýðs- og tómstundamál (þar með talið ungmennaráð) og íþróttamál. Hlutverk Fjölskyldu- og fræðslusviðs er að miklu leyti skilgreint í lögum. Þar ber helst að nefna lög um grunnskóla, lög um leikskóla, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlög, lög um húsnæðismál, lög um málefni aldraðra, lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sveitarstjórnarlög, lög um jafnan rétt kvenna og karla ásamt ýmsum öðrum lögum og reglum.

Undir sviðið falli störf skólastjóra Grunnskóla Þorlákshafnar, leikskólastjóra leikskólans Bergheima, íþrótta og æskulýðsfulltrúa sem jafnframt er forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og félagsmiðstöðvar, deildarstjóra í málefnum aldraðra, forstöðumaður Viss, forstöðumaður Selvogsbrautar, og félagsráðgjafi.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að auglýsa stöðu sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs. Þá er bæjarstjóra falið að kynna skipuritið sérstaklega fyrir þeim starfsmönnum sem gegna þeim starfsheitum sem hér hefur verið tekið til. Í þeim samtölum skal starfsmönnum boðið að halda áfram í þeim stöðum sem þeir nú gegna eða eftir atvikum í þeim stöðum sem verða til út úr þeim stöðum sem þeir hafa gegnt. Bæjarstjórn samþykkir enn fremur að fela bæjarstjóra að semja að nýju við þá starfsmenn sem þar um ræðir.

Bæjarstjórn samþykkir enn fremur að fela bæjarstjóra að hefja svo fljótt sem verða má vinnu við eftirfarandi verkefni:

*Endurskoða samþykkt um stjórn og fundarsköp
*Endurskoða erindisbréf nefnda
*Endurskoða starfslýsingar
*Auka áherslu á greiningu gagna fyrir kjörna fulltrúa
*Setja innkaupareglur
*Allir kjörnir fulltrúar í nefndum fái aðgengi að fundargátt
*Samræma skráningu fundargerða og afgreiðslna
*Bæta móttöku, skráningu og svörun erinda. Þar undir fellur að nýta betur málaskráarkerfið og gæðakerfi byggingafulltrúa
*Gera leigusamninga fyrir Eignasjóð
*Skipuleggja námskeið fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn nefnda um stjórnsýslu sveitarfélaga

Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum.

7. 1811039 - Sorphreinsun. Útboð á sorphreinsun í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Fimmtudaginn 14.febrúar s.l. voru opnuð tilboð í verkið „Sorphirða í Ölfusi 2019-2024“
Alls bárust 3 tilboð:

Íslenska gámafélagið ehf.: 218.142.520 kr.
Gámaþjónustan ehf.: 223.743.898 kr.
Kubbur ehf.: 167.037.669 kr.

Kostnaðaráætlun Eflu var 176.241.440 kr.

Í þessu felst þar með að Kubbur ehf. var með lægsta tilboðið og er það 5% undir kostnaðaráætlun.
Verðmunur hæsta og lægsta tilboðs var 32% eða tæplega 58 milljónir.
Yfirferð á gögnum tilboðsins og tæknilegum atriðum stendur nú yfir og eru þau leidd af Verkfræðistofunni Eflu.
Þegar þeirri vinnu er lokið mun sveitarfélagið funda með Kubb og ræða sérstaklega tæknileg atriði verksins hvað varðar til að mynda ráðstöfun endurvinnsluefnis sem Kubbur eignast við hirðuna.

"Bæjarstjórn felur bæjarstjóra framgang verkefnisins og að leggja frágenginn og undirritaðan samning til kynningar fyrir bæjarráð þegar forvinnu er lokið".

Samþykkt samhljóða.
8. 1812022 - Framleiðsluaukning og stækkun Samherja fiskeldis á Núpum í Ölfusi
Eftirfarandi bókun lögð fram:

"Bæjarstjórn gerir ekki athugasemd við framleiðsluaukningu og stækkun Samherja fiskeldis á Núpum í Ölfusi".

Samþykkt samhljóða.
9. 1706001 - Árbær IV Skipulag Aðalskipulag. Ósk um breytingu Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar IV og heimild til deiliskipulagsgerðar á grundvelli hennar
Málið var áður tekið til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar 30. ágúst 2018 og aftur 31. janúar 2019 eftir athugasemdir frá Skipulagsstofnun sem bárust með bréfi dagsettu 26. september 2018.
Um er að ræða stækkun á Árbæjarhverfinu til vesturs og hefur erindið verið auglýst á lögboðinn hátt. Brugðist hefur verið við innkomnum athugasemdum.
Aðalskipulagsbreytingin er í fullu samræmi við 5. kafla greinargerðar aðalskipulags þar sem gerð er grein fyrir þéttbýlisþróun Árbæjarhverfisins.
Sú breyting sem hér er til umræðu mun ekki kalla á breytingar á veitukerfum (heitt og kalt vatn) og er gert ráð fyrir að slökkvivatn komi úr kaldavatnsveitu Árbæjarhverfisins og brunaáætlun fyrir Árbæjarhverfið unnin með Brunavörnun Árnessýslu.
Aðalskipulagið gerir ráð fyrir sameiginlegri fráveitu í Árbæjarhverfi og hefur verið haft samráð við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands um fráveitumál á svæðinu.
Við breytingu á skipulagi úr dreifbýli í þéttbýli þarf að taka tillit til ýmissa þátta og gerir bæjarstjórn sér grein fyrir ábyrgð sveitarfélagsins samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 og um lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009.

Breytingin samþykkt samhljóða.
10. 1901040 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna XXXIII. landsþing sambandsins sem verður haldið á Grand hótel í Reykjavík föstudaginn 29. mars 2019.
Landsþingsfulltrúar verða boðaðir til þingsins með sérstöku bréfi í mars með dagskrá landsþingsins og gögnum.

Til kynningar
Fundargerð
11. 1902007F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 101
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 21. febrúar s.l. lögð fram.

Liður 1. Viðhaldsdýpkun og efnislosun á Þorlákshöfn. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 2. Vatnsveita Þorlákshafnar. Reglubundið eftirlit. Lá fyrir til kynningar.
Liður 3. Endurnýjun starfsleyfa Lýsi hf. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 4. Lækur 171773, landskipti. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 5. Stofnun lóða Ásnes og Rauðilækur. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 6. Áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 7. Aðstaða fyrir brimbrettafólk. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 8. Norðan Norðurbyggðar. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 9. Íbúafundur fyrir deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
Liður 10. Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.

Þá var eftirfarandi bókun lögð fram varðandi lið 3 í fundargerðinni "Endurnýjun starfsleyfa Lýsis hf.

"Bæjarstjórn gerir athugasemd við þá niðurstöðu heilbrigðisnefndar að veita Lýsi hf. starfsleyfi vegna starfsemis að Hafnarskeiði 28-30 til 12 ára.
Fyrir lá afstaða Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar um að starfsleyfi fyrir viðkomandi starfsemi yrði eingöngu veitt til eins árs í senn á meðan áhrif lyktarmengunar eru metin í kjölfar flutninga á heitloftsþurrkun Lýsis á Víkursand.
Sveitarfélagið Ölfus hefur átt í góðri samvinnu við fyrirtæki að flytja lyktmengandi starfsemi á til þess gert athafnasvæði á Nessandi og fagnar því að Lýsi hf sé komið með starfsleyfi fyrir fyrirhugaða starfsemi sína þar.
Bæjarstjórn gerir að sama skapi þær kröfur til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að það standi með sveitarfélaginu í baráttunni fyrir bættum loftgæðum en vinni ekki gegn því með því að virða að vettugi tilmæli þess".

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
12. 1902006F - Fræðslunefnd - 28
Fundargerð fræðslunefndar frá 14. febrúar s.l. lögð fram.

Liður 1: Ytra mat á Grunnskóla Þorlákshafnar. Lá fyrir til kynningar og staðfestingar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
13. 1902003F - Bæjarráð Ölfuss - 307
Fundargerð bæjarráðs Ölfuss frá 14. febrúar s.l. lögð fram.

1. 1902015 - Fjármál. Ársreikningur Sveitarfélagins Ölfuss 2018. Lá fyrir til kynningar
2. 1901005 - Starfshópur um endurskoðun kosningalaga. Lá fyrir til kynningar
3. 1902013 - Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Lá fyrir til kynningar
4. 1901022 - Breytingar á afsláttarkjörum til viðskiptavina í heitu og köldu vatni. Lá fyrir til kynningar
5. 1901033 - Beiðni um fjárframlag fyrir rekstrarárið 2019. Lá fyrir til samþykktar Samþykkt samhljóða.
6. 1902014 - Afsetning á sorpi. Lá fyrir til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
7. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Lá fyrir til kynningar
8. 1803036 - Persónuvernd Ráðgjafavinna. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
9. 1902007 - Saga Ljósmæðrafélags Íslands. Lá fyrir til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
10. 1901025 - Jafnlaunavottun Sveitarfélagsins Ölfuss. Lá fyrir til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
11. 1812011 - Dómsmál vegna lóðarúthlutunar Landstólpi ehf. Lá fyrir til kynningar
12. 1902012 - Nordjobb á Íslandi. Lá fyrir til kynningar.
13. 1901035 - Eyjahraun 8. Lá fyrir til kynningar.
14. 1901036 - Vinabæjarmót í Noregi. Lá fyrir til kynningar.
15. 1902002 - Áfangastaðaáætlanir. Lá fyrir til kynningar.
16. 1901014 - Ný reglugerð um Jöfunarsjóð sveitarfélaga. Lá fyrir til kynningar.
17. 1812026 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar. Lá fyrir til staðfestingar. Samþykkt samhljóða.
18. 1901041 - Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin. Lá fyrir til kynningar.
19. 1902016 - Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Lá fyrir til kynningar.
20. 1902031 - Öryggismyndavélakerfi í Sveitarfélaginu Ölfusi. Lá fyrir til kynningar
21. 1902034 - Rammaskipulag. Lá fyrir til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin síðan samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
14. 1701026 - Brunamál: Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 12. nóvember og 31. janúar s.l. lagðar fram.

Til kynningar.
15. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
16. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 11. febrúar s.l. lögð fram.
Í fundargerðinni er meðal annars fjallað um vilja Ölfuss til að hýsa Héraðsskjalasafn Árnesinga.
Bæjarstjórn ítrekar þann vilja sinn og felur fulltrúum sínum í stjórn Héraðsnefndar Árnesinga og Héraðskjalasafni Árnesinga að halda þeim vilja fast að nefndunum sem um málið fjalla.

Til kynningar.
17. 1701032 - Fræðslumál: Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 11. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
18. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 1. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
19. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?