Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 16

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
28.02.2019 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Axel Örn Sæmundsson aðalmaður,
Hákon Svavarsson 2. varamaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902040 - Árseikningur 01.10.17-31.09.18
Guðbjartur Örn Einarsson formaður Knattspyrnufélagsins Ægis var gestur fundarins og fór hann yfir og skýrði reikninga félagsins og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.Nefndin þakkar Guðbjarti yfirferðina og greinargóð svör.
2. 1902039 - Ársreikningur og ársskýrsla 2018.
Ásreikningur og ársskýrsla Golfklúbbs Þorlákshafnar lagt fram til kynningar. Reikningurinn eru einstaklega vel upp settur og til fyrirmyndar. Einnig kemur vel fram í ársskýrslunni hve öflugt og gott starf fer fram í klúbbnum
3. 1902049 - Erindi til Íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Guðbjartur Örn Einarsson fór yfir þau mál sem stjórn Knattspsyrnufélagsins Ægis vill koma til leiðar á næstu misserum og árum. Lagði hann fram ýmsar upplýsingar þar að lútandi.Nefndin þakkar Guðbjarti fyrir erindið ssem var upplýsandi fyrir nefndarmenn. Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?