Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 18

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
23.05.2019 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Axel Örn Sæmundsson aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902049 - Erindi til Íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að skipa vinnuhóp sam samanstendur af fulltrúum í nefndinni og einnig fulltrúum frá íþróttafélögunum sem tæki að sér að skoða möguleika á byggingu fjölnota íþróttahúss í Þorlákshöfn. Mun starfshópurinn kalla til þá starfsmenn sveitarfélagsins sem að málinu kynnu að koma til samráðs. Öðrum atriðum í erindi stjórnar Knattspyrnufélagsins Ægis er vísað til endurskoðunar á samstarfssaamningum milli Sveitarfélagsins Ölfuss og íþróttafélaganna en sú vinnu mun væntanlega byrja næsta haust og nýjir samningar munu taka gildi 1. janúar 2001.
2. 1905039 - Frístundastykir 2018
Lagt fram minnisblað um nýtingu frístundastyrks árið 2018 en meginmarkmið styrksins er að tryggja að öll börn og ungmenni í sveitarfélaginu geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi og að foreldrum þeirra og forráðamönnum verði gert auðveldara að standa straum af þeim kostnaði sem af þátttökunni hlýst. Í minnisblaðinu kemur fram að 192 börn og ungmenni nýttu sér styrkinn árið 2018 en það er um 54% nýting. Heildarkostnaður við styrkina var tæplega 3,6 m.kr. en hver styrkur var 20.000 kr. Nýtingin var um 71% hjá börnum 13 ára og yngri en um 30% hjá ungmennum 14 ára og eldri. Í ár hefur styrkupphæðin verið hækkuð um 100% og er því 40.000 kr. á hvert barn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir upplýsingarnar og fagnar því að ákveðið hafi verið að hækka styrkinn um 100% í ár þar sem mikilvægt er að jafna tækifæri allra barna og ungmenna til að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er besta forvörnin og vill nefndin því leggja áherslu á að styrkirnir verði kynntir enn betur og þá sérstaklega fyrir ungmennum 14 ára og eldri.
Mál til kynningar
3. 1905035 - Ársreikningur og starfsskýrsla 2018
Lagt fram til kynningar starfsskýrsla og ársreikningar Ungmennafélagsins Þórs. Íþrótta- og æskulýsðnefnd lýsir yfir ánægju með þróttmikið starf félagsins og góða fjárhagsstöðu þessi.
4. 1905037 - Skýrsla æskulýðs- og fræðslunefndar 2018
Skýrsla æskulýðs- og fræðslunefndar Hestamannafélagsins Ljúfs lögð fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?