Fundargerðir

Til bakaPrenta
Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 37

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
03.07.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Kristín Magnúsdóttir formaður,
Þorvaldur Þór Garðarsson varaformaður,
Sveinn Jónsson aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson 1. varamaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri,  .
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Skipulags - og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1907001 - Samningur við Smávélar ehf
Samningur við Smávélar ehf. vegna landtökuramps lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla: Lagt fram
2. 1906011 - Hafnarframkvæmdir Þorlákshöfn
Afgreiðsla: Hafnarstjórn þakkar kynninguna og hvetur ríki og sveitarfélag eindregið til þess að sem fyrst verði ráðist í rannsóknir og framkvæmdir í þeim anda sem frumdrög benda til.
3. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.
Rekstraryfirlit fyrir maí 2019 lagt fram. Nefndin þakkar upplýsingarnar.
Afgreiðsla: Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu 5 mánuði ársins. Tekjur hafa aukist um 18% milli ára. Hlutdeild hafnarinnar vegna dýpkunar er gjaldfærð á tímabilinu um 12 milljónir kr. Þá er launakostnaður 17% hærri en árið áður.
Hagnaður af rekstri er um 55 milljónir kr. á tímabilinu samanborið við 54 milljónir kr. árið áður þrátt fyrir hærri tekjur, aðallega vegna fyrrgreinds dýpkunarkostnaðar.
4. 1907002 - Efnistaka úr fjöru
Hafnarstjórn ræðir mögulega efnistöku sands úr fjöru.
Afgreiðsla: Hafnarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir á næsta fundi.
5. 1907004 - Leyfi til að breyta fenderum vegna nýja Herjólfs
Kjartan Elíasson f/H Vegagerðarinnar óskar eftir leyfi hafnarstjórnar Þorlákshafnar að breyta fenderum við ferjubryggjuna.

Hugmyndin er að setja upp 85 cm djúpa A fendera, 5 stk.
Þar sem fender listiskipsins nær yfir bryggjuna á háum sjávarstöðum þarf að steypa klossa á bryggjuna til að halda við A fenderana.
Klossarnir yrðu um 1,5 m á hæð og 1,2 m á kant.

Afgreiðsla: Lagt fram, Hafnarnefnd óskar eftir frekari gögnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?