Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 2

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.12.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varamaður,
Þór Emilsson formaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
 aðalmaður,
Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Kristinn Pálsson, Verkefnastjóri skipulagsmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1912003 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - Fannborgarreitur - Skipulagslýsing
Kópavogsbær leggur inn til kynningar lýsingu á skipulagsverkefni, breytinga á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur.
Skipulagið felur í sér mikla uppbyggingu íbúða ásamt verslunar- og þjónustu.
Gögn voru samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 26. nóvember 2019.

Afgreiðsla: Lagt fram og kynnt. Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við erindið.
2. 1909050 - Metanframleiðsla á Hellisheiði - Power to Gas
Aðilar frá Norður Power og Mannvit kynna tillögu að matsáætlun á umhverfisáhrifum, sem send hefur verið sveitarfélaginu, vegna framleiðslu vetnis og metans úr koldvíoxíði frá Hellsiheiðarvirkjun.
Gögn eru unnin af Mannvit í nóvember 2019.

Sveitarfélaginu Ölfus barst þann 28. nóvember 2019 tölvupóstur þar sem Mannvit, fyrir hönd Nordur Renewables
Iceland ehf, óskaði eftir umsögn um drög að tillögu að matsáætlun vegna áforma um framleiðslu vetnis og metans
í verksmiðju við Hellisheiðarvirkjun.
Í gildi fyrir svæðið er samþykkt aðal- og deiliskipulag um jarðhitagarð frá 2018 og fellur framkvæmdin vel að þeim
markmiðum sem þar eru sett fram. Deiliskipulagið tekur jafnframt á ýmsum þáttum er munu hafa áhrif á
verksmiðjuna, t.d. frágang og útlit mannvirkja, veitur, lýsingu, frágang lóða, vatnsvernd, loftgæði o.fl.
Í drögum að tillögu að matsáætlun er greint frá því að metin verða umhverfisáhrif á alls sjö umhverfisþætti, það
eru:
- Landslag og ásýnd
- Loftgæði
- Hljóðvist
- Vatn
- Gróður og vistgerðir
- Menningarminjar
- Samfélag
Sveitarfélagið gerir ekki athugasemd og telur fullnægjandi að gerð sé grein fyrir fyrrnefndum umhverfisþáttum. Að
því sögðu vill sveitarfélagið árétta að það telji mikilvægt að eftirfarandi atriði komi fram í frummatsskýrslu:
- Ítarleg umfjöllun um frárennsli og fráveitu og möguleg áhrif á grunnvatn.
- Ítarleg umfjöllun um mengunarhættu. Hverjar eru farleiðir efna komi upp leki? Er hætta á að lofttegundir
safnist saman í lokuðu rými með tilheyrandi hættu fyrir þá sem fara þar inn? Er sprengihætta við slíkar
aðstæður? Hver eru möguleg áhrif mengunarslyss við flutning (t.d. við árekstur á mikilli ferð).
 
Gestir
Auður Andrésdóttir - 08:30
Guðmundur Pétursson - 08:30
3. 1908034 - Deiliskipulag skíðasvæði Bláfjöllum
Lögð er fyrir tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar á skíðasvæði Bláfjalla.
Breyting á aðalskipulagi fellst í því að um 100 ha svæði í Sveitarfélaginu Ölfusi verður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota í stað þess að vera óbyggð svæði.
Innan deiliskipulagsins verða nýjar stólalyftur sem að mestu eru innan Kópavogsbæjar, en diskalyfta í Ölfusi. Nýjar skíðaleiðir innan Ölfuss í austurhlíðum Bláfjalla. Þá liggur hluti núverandi gönguskíðahrings skíðasvæðisins innan skipulagssvæðisins í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Gögnin vann Landslag, dagsett 4.12.2019.

Afgreiðsla: Samþykkt að senda aðal- og deiliskipulagstillögu í auglýsingarferli skv. skipulagslögum 123/2010.
4. 1912007 - Framkvæmdaleyfi - Borhola HE-61 á HE 21
Orka Náttúrunnuar óskar eftir að endurnýja framkvæmdaleyfi frá 2017 þar sem ein hola af þremur úr upphaflegu leyfi var ekki boruð.
Holan er HE-61 á borsævði í Hverahlíð á borsvæði við holu HE-21.
Meðfylgjandi er upphaflegt erindi ON.

Afgreiðsla: Samþykkt
5. 1912004 - Framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu í Hverahlíð HE-66
Orka Náttúrunnar sækir eftir framkvæmdaleyfi, í erindi dagsettu 09.12.2019, fyrir borun vinnsluhlu í Hverahlíð til gufuöflunar fyrir Hellisheiðarvirkjun. HE-66 verður staðsett á núverandi borstæði við holu HE-21.
HE-66 verður stefnuboruð í suður niður á um 2500-3000m dýpi.
Framkvæmdaleyfi byggir á stækkun borteigs, lagningar jarðstrengs ofanjarðar og borun holunnar.

Samþykkt: Samþykkt
6. 1912005 - Framkvæmdaleyfi - Gufuskilja í Hverahlíð
Orka Náttúrunnar sækir um framkvæmdaleyfi til þess að setja upp gufuskilju við skiljustöð í Hverahlíð, í samræmi við innsend gögn.
Mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram.

Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?