Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 21

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
09.01.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Axel Örn Sæmundsson aðalmaður,
Valur Rafn Halldórsson aðalmaður,
Guðni - OneSystems ,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2001007 - Íþróttamaður Ölfus 2019.
Að þessu sinni eru átta íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns Ölfuss fyrir árið 2019. Auk þess eru íþróttamönnum sem valdir hafa verið í landslið og einnig þá sem unnið hafa íslands- og bikarmeistaratitla veittar sérstakar viðurkenningar. Eftir að hafa farið yfir tilnefningar og umsagnir var gengið til atkvæðagreiðslu um hver hljóti titilinn Íþróttamaður Ölfuss 2019. Verðlaunaafhending fer svo fram við hátíðlega athöfn sunnudaginn 26. janúar kl. 16:00 í Versölum
2. 2001008 - Stefnumótun í Íþrótta- tómstunda og æskulýðsmálum.
Íþrótta- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Ölfuss leggur til við bæjarstjórn að stofnaður verði vinnuhópur sem vinna muni tillögur að stefnumótun í Íþrótta- tómstunda og æskulýðsmálum.
Vinnuhópurinn skal kalla til samstarfs fulltrúa frá félögum, félagasamtökum og einstaklingum sem koma að þessum málaflokki auk stofnana sveitarfélagsins eins og grunnskólans, leikskólans og fl.
3. 2001009 - Endurnýju samstarfssamninga.
Sveitarfélagið Ölfus hefur gert fjölda samstarfs- og þjónustusamninga við íþrótta- og æskulýðsfélög í gegnum tíðina. Um næstu áramót renna út samningar við Ungmennafélagið Þór, Körfuknattleiksdeild Þórs, Knattspyrnufélagið Ægi, Hestamannafélagið Háfeta, Hestamannafélagið Ljúf, Golfklúbb Þorlákshafnar og Björgunarsveitina Mannbjörgu, unglingadeild. Mikilvægt er að hafin verði vinna við endurskoðun samninganna sem fyrst með það að markmiði að nýir samningar séu tilbúnir þegar vinna við fjárhagsáætlun 2021 hefst.
4. 1906015 - Erindisbréf nefnda.
Drög að erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?