Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 35

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.01.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Vigdís Lea Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hallfríður Snorradóttir áheyrnarfulltrúi,
Guðni - OneSystems ,
Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri fór yfir helstu fréttir af starfi skólans frá síðasta fundi. Greindi skólastjóri einnig frá viðburðum sem framundan eru í starfinu, s.s. pólskukennslu fyrir nemendur af pólskum uppruna sem hefst nú í vikunni og morgunfundum foreldrafélags í samvinnu við stjórnendur og kennara sem hafa farið vel af stað. Jafnframt greindi skólastjóri frá fyrirhuguðum forvarnardegi sem er samvinnuverkefni félagsmiðstöðvar og skóla með metnaðarfullri dagskrá fyrir nemendur og foreldra.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar sérstaklega nýtilkominni pólskukennslu á báðum skólastigum.
2. 1905039 - Frístundastykir ungmenna.
Eins og fram kom í skýrslu skólastjóra hafa undanfarið farið fram morgunfundir innan bekkja á vegum foreldrafélags skólans. Formaður foreldrafélags kom í framhaldinu fram ábendingum vegna fundanna við skólastjóra. Við þau tilefni hefur það komið í ljós að talsvert er um að m.a. foreldrar barna af erlendum uppruna hafi ekki þekkingu á fyrirkomulagi frístundastyrkja í bæjarfélaginu og séu ekki að nýta þá styrki.
Í ljósi þessara upplýsinga leggur formaður til að fjölskyldu- og fræðslunefnd vísi málinu til meðferðar hjá íþrótta- og tómstundanefnd, og leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess fyrir félagsþroska, hreyfiþroska og menntun, m.a. barna af erlendum uppruna að þau eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi í íslensku málumhverfi.

Nefndin tekur undir tillögu formanns og vísar málinu til umfjöllunar hjá íþrótta- og tómstundanefnd.
4. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri greindi frá helstu þáttum í starfi skólans frá síðasta fundi, m.a. frá uppbroti í starfinu s.s. jólaballi, kirkjuferð og gestum sem heimsótt hafa skólann.
Jafnframt greindi leikskólastjóri frá pólskukennslu fyrir pólskumælandi börn, sem hafin er í leikskólanum.
Um er að ræða nýtt verkefni sem fer vel af stað og nýtur verkefnið stuðnings m.a. pólska sendiherrans hér á landi.
Þá greindi leikskólastjóri frá starfsmannahaldi við leikskólann frá síðasta fundi.
Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar sérstaklega nýtilkominni pólskukennslu á báðum skólastigum.

5. 1711035 - Leikskólinn Bergheimar: Verklagsreglur
Leikskólastjóri lagði fram til staðfestingar verklagsreglur leikskólans 2019-2020.
Nefndin samþykkir framlagðar verklagsreglur.

6. 1906015 - Erindisbréf nefnda.
Drög að erindisbréfi Fjölskyldu- og fræðslunefndar
Unnið er að breytingu á erindisbréfum nefnda sveitarfélagsins. Í kynningarskyni fylgdu breytt erindisbréf annarrar nefndar. Formaður kallaði sérstaklega eftir tillögum fundarmanna varðandi erindisbréf nefndarinnar og er fyrirhugað að leggja fram drög að erindisbréfi fyrir sumarleyfi nefndarinnar.

Nefndin þakkar veittar upplýsingar.
Mál til kynningar
3. 2001031 - Daggæsla og leikskólaþjónusta
Á fund nefndarinnar kom Elliði Vignisson bæjarstjóri til að kynna aðgerðaráætlun Ölfuss hvað varðar daggæslu og leikskólaþjónustu árið 2020. Í máli hans kom fram að heilt yfir væri staðan nokkuð góð og biðlistar mun styttri en í nágrannabyggðunum. Vegna fjölgunar íbúa og breyttra þarfa foreldra er þó þörf á endurskoðun þjónustustigs. Í minnisblaði sem lagt var fram er lagt til að fimm þættir verði sérstaklega skoðaðir.

1. Úttekt á þjónustu leikskóla. Eins og komið hefur fram hefur verið kallað eftir úttekt skóla- og velferðarþjónustu á leikskólaþjónustu í Ölfusi. Tilgangurinn er að greina styrkleika og veikleika með það að leiðarljósi styrkja þjónustunetið. Vinnan er þegar hafin og niðurstöðu að vænta fljótlega. Úttektin verður veganesti að frekari eflingu þjónustu leikskóla.

2. Dagforeldrar. Dagforeldrakerfið er sveitarfélaginu og íbúum þar gríðarlega mikilvægt. Mikilvægt er að finna leiðir til að styrkja það. Það þarf sérstaklega að skoða þann möguleika að sveitarfélagið beiti öflugu hvatakerfi fyrir dagforeldra og tryggi þannig mikilvæga þjónustuþátt. Lagt er til að:
A. Niðurgreiðsla verður hækkuð um 30%. Niðurgreiðsla fyrir mánaðarklukkustund fari úr 4.000 í 5.200, niðurgreiðsla fyrir 8 tíma þjónustu fari úr 32.000 í 41.600 kr.
B. Veittur verði húsnæðisstyrkur til dagforeldra sem nemur einni mán. klst. fyrir hvert barn sem er þjónustað.
C. Veittur verður stuðningur til leikfangakaupa og aðstöðubóta upp á 10.000 kr. per barn sem er þjónustað (gegn framvísun nótu)
D. Opið er fyrir umsóknir um styrk til stærri aðstöðubóta svo sem kaupa á fjölburavögnum, leiksvæði utandyra o.fl.

3. Stækkun leikskóla. Allt útlit er fyrir frekari fjölgun barna. Bæjarstjórn hefur þegar varið 20 milljónum á árinu 2020 til hönnunar og 150 milljónum til framkvæmda á árinu 2021. Vonir standa til að hægt verði að fjölga leikskólaplássum verulega snemma árs 2022.

4. 5 ára deild við leikskóla. Skoðað verði hvort það sé fýsilegur kostur að opna á ný svokallaða 5 ára deild við leikskólann í húsnæði grunnskólans til bráðabirgða.

5. Heimagreiðslur. Skoðað verði kostir og gallar þess að taka upp heimagreiðslur fyrir þá foreldra sem heldur kjósa þá leið fremur en þjónustu dagforeldra.


Nefndin þakkar upplýsingarnar og samþykkir fyrir sitt leyti frekari útfærslu þessara hugmynda en leggur áherslu á að góð samvinna verði við skólastjórnendur varðandi 4. tl. Samþykkt er að 2. tl. áætlunar varðandi dagforeldra fari til umföllunar í bæjarstjórn og samþykkir nefndin alla liði þeirrar tillögu.
 
Gestir
Elliði Vignisson - 08:05
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?