Fundargerðir

Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 32

Haldinn Fundarsalur íþróttamiðstöðvar,
06.10.2021 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður,
Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Sigþrúður Harðardóttir aðalmaður,
Valur Rafn Halldórsson aðalmaður,
Ragnar M. Sigurðsson íþrótta- og æskulýsðsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110010 - Tillaga að ungmennaráði 2021-2022
Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að ungmennaráði 2021 til 2022.
Aðalfulltrúar
Skipuð af íþrótta- og tómstundanefnd.
Haukur Castaldo Jóhannesson
Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir
Situr tvö ár og kemur úr nemendaráði 2020 - 2021.
Ingunn Guðnadóttir
Úr nemendaráði grunnskólans.
Eva Rán Ottósdóttir
Elmar Yngvi Matthíasson
Úr unglingaráði félagsmiðstöðvarinnar.
Amelía Björk Sigurjónsdóttir

Varafulltrúar.
Skipuð af íþrótta- og tómstundanefnd.
Emma Hrönn Hákonardóttir
Einar Dan Róbertsson
Úr nemendaráði grunnskólans.
Díana Dan Jónsdóttir
Sóley Dögg Eiríksdóttir
Úr unglingaráði félagsmiðstöðvarinnar.
Kjartan Ægir Þorsteinsson

Samþykkt samhljóða.




2. 2110023 - Tillögur til bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar 2022
Tillögur frá Íþrótta- og tómstundanefnd vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur fram eftirfarandi tillögur til skoðunar fyrir fjárhagsáætlunarvinnu 2022.
Að reglum um frístundastyrki verði breytt þannig að öll börn frá 0 - 18 ára eigi rétt á frístundastyrk. Í núverandi reglum eru það einungis börn á aldrinum 6 - 18 ára sem eiga rétt á þessum styrk en nefndin telur það hagsmunamál fyrir fjölskyldur í sveitarfélaginu að börn yngri en 6 ára öðlist einnig þennan rétt.

Einnig er nauðsynlegt að endurnýja eldri rennibrautina við sundlaugina, þar sem hún er orðin gömul og úr sér gengin.

Að stúkur í íþróttahúsinu verði endurnýjaðar en þær sem eru í notkun í dag eru frá árinu 1991 og má segja að þær séu barn síns tíma.

Að sett verði fjármagn í að endurnýja gervigrasið. Það gras sem er nú á vellinum er orðið 13 ára gamalt og úr sér gengið.

Þá telja fulltrúar í íþrótta- og tómstundanefnd mikilvægt að vestari gaflinn á íþróttahúsinu verði endurnýjaður. Klæðningin þar er mjög illa farin og stingur útlitið á gaflinum mjög í stúf við annars glæsilegt íþróttamannvirki. Nefndin telur algjört forgangsmál að gengið verði í endurnýjun á klæðningu og gluggum á gaflinum sem er það fyrsta sem þú sérð þegar þú kemur að mannvirkinu.
3. 2104034 - Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss.
Styrkveitingar úr afreks- og styrktarsjóði.

Í ljósi þess að úthlutanir hafa ekki verið með hefðbundnum hætti sl. ár vegan covid-19 hefur fjármagn sjóðsins ekki verið nýtt að fullu til ferðalaga og mótaþátttöku afreksfólks. Nefndin ákvað því að úthluta útr sjóðnum vegna afreka í hópíþróttum á árinu.

Samþykkt að greiða Körfuknattleiksdeild Umf. Þórs kr. 600.000,-
Vegna frábærs árangurs á árinu og tveggja íslandsmeistaratitla.
Íslandsmeistaratitill meistaraflokks karla í úrvalsdeild og einnig íslandsmeistaratitill í 10. flokki stúlkna en þar varð sameiginlegt lið Umf. Þórs og Hamars íslandsmeistari.

Samþykkt að greiða Knattspyrnufélaginu Ægi kr. 300.000,-
Vegna frábærs árangurs á árinu en þar hafnaði meistaraflokkur karla í öðru sæti í þriðju deild og vann sér þar með rétt til að leika í annarri deild á næsta keppnistímabili. Einnig varð sameiginlegt lið Ægis, Hamars og Selfoss bikarmeistari í 3. flokki drengja.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?