Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 349

Haldinn í fjarfundi,
06.05.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2020.
Fyrir bæjarráði lá 3 mánaða uppgjör sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Skatttekjur námu 561 milljón á tímabilinu og hækka um 14% á milli ára. Þar af munar mestu um útsvarsgreiðslur sem námu 318 milljónum sem er 41 milljón meira en á sama tíma árið 2020. Greiðslur vegna fasteignaskatts skila 11% aukningu, jöfnunarsjóður 16% og lóðarleiga 16%.

Fræðslu- og uppeldismál eru sem fyrr stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins. Til þess málaflokks var varið 307 milljónum á fyrstu 3 mánuðum ársins og nemur hækkunin 24%. Munar þar langmestu að laun hafa hækkað verulega auk þess sem börn hafa aldrei verið fleiri hvorki í leik- né grunnskóla. Kostnaður vegna félagsþjónustu eykst einnig samanborið við fyrra ár og fer úr 79,8 milljónum í 90,1 milljón og hækkar því um 13%.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 2104035 - Yfirlit um innheimtuþjónustu 2020.
Fyrir bæjarráði lá minnisblað sem lagt var fram á stöðufundi sviðsstjóra með Motus.

Fram kemur að innheimta gengur vel, jafnvel svo mjög að sjaldan ef einhvern tímann hefur verið unnið með jafn fá mál og með jafn fáa greiðendur í sveitarfélaginu og árið 2020, þrátt fyrir Covid ástandið.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með stöðu mála hvað innheimtu varðar og telur hana til marks um sterka stöðu atvinnulífsins í sveitarfélaginu, þrátt fyrir augljós áföll einstakra fyrirtækja, og þá sérstaklega í ferðaþjónustu.
3. 2011004 - Viljayfirlýsing-samstarf um útflutning á jarðefnum
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Hornsteini ehf. og Eden ehf. er varðar mögulega frekari námuvinnslu vegna útflutnings á jarðefnum. Með erindinu er óskað eftir eftirfarandi:


1. Að Ölfus greiði fyrir því sem frekast er unnt að starfsleyfi og framkvæmdaleyfi verði veitt vegna námuvinnslu í Litla - Sandfelli.

2. Vegna fyrirhugaðs mats á umhverfisáhrifum, gefi Ölfus út yfirlýsingu um að sveitarfélagið muni ekki leggjast gegn stækkun á námuteig Litla - Sandfells.

3. Að Sveitarfélagið Ölfus gefi út yfirlýsingu um að leggjast ekki gegn stækkun námuleyfis og námuteigs í Lambafelli.


Á fyrri stigum þessa máls lagði bæjarstjórn áherslu á að við kostamat væri fyrst og fremst horft til áframhaldandi nýtingar á þeim svæðum sem þegar hafa verið nýtt til vinnslu jarðefna. Bæjarráð fagnar því að það skuli nú gert.

Bæjarráð ítrekar vilja sinn til að vinna áfram að framgangi þessa verkefnis með forsvarsmönnum Hornsteins ehf. og Eden ehf. í samræmi við lögbundna skipulagsferla sem og að undangengnu umhverfismati.

Með fullum fyrirvara um niðurstöðu umhverfismats og lögbundinna skipulagsferla sér bæjarráð ekki að svo stöddu annmarka á að halda áfram með málið en vísar því að öðru leyti til umfjöllunar bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
668.mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga)
539.mál - Umsögn um tillögu til þingslályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila.
702.mál - Umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.
731.mál - Umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.)
748.mál - Umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði).


Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?