Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 367

Haldinn í fjarfundi,
06.01.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2112058 - Endurnýjun samstarfssamnings 2022
Fyrir fundinum liggur ósk frá Markaðsstofu Suðurlands um endurnýjun á samstarfssamningi fyrir árið 2022.
Aðilar frá Markaðsstofunni koma inn á fundinn.

Málinu frestað til næsta fundar að beiðni Markaðsstofu Suðurlands.
2. 2112061 - Úthlutun byggðakvóta 2021-2022
Fyrir bæjarráði lá erindi frá atvinnuvegaráðuneytinu með upplýsingum um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022.

Fram kemur að hlutfall Þorlákshafnar í úthlutuðum byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 1,51% af heildarúthlutun til allra byggðarlaga eða 70 þorskígildistonn. Samdráttur milli fiskveiðiára nemur 88 þorskígilditonnum.

Samhliða lágu fyrir leiðbeiningar um sérreglur og auglýsing um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.

Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð vísar til fyrri andmæla vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á úthlutun byggðakvóta og valda munu skerðingu upp á 88 tonn eða 55,7%.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að úthlutun byggðakvóta fyrir Þorlákshöfn verði með sama hætti og undanfarin ár og þar með að ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, á þann veg að 35% byggðakvóta Þorlákshafnar skal skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar en 65% byggðakvótans í Þorlákshöfn skal skipt hlutfallslega á þau sömu skip, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.
3. 2112059 - Verkfallslisti
Fyrir bæjarráði lá auglýsing um skrá yfir störf hjá Sveitarfélaginu Ölfusi sem eru undanþegin verkfallsheimild með vísan til 6. tl. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að auglýsingu með fyrirvara um athugasemdir frá stéttarfélögunum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?