Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 351

Haldinn í fjarfundi,
10.06.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2021
Fyrir bæjarráði lá rekstraryfirlit A hluta og samstæðu Sveitarfélagsins Ölfuss jan-apr.

Í yfirlitinu kemur fram að útsvar hækkar verulega þegar bornir eru saman fyrstu 4 mánuðir áranna 2020 og 2021 eða um 21%. Heildar greiðslur fara úr 666 milljónum í 750 milljónir. Fasteignaskattar hækka litlu minna eða um 11% og lóðarleiga um 16%. Útgjöld vegna félagsþjónustu vaxa um 16%, fræðslumál um 25% og æskulýðs og íþróttamál um 15%.

Bæjarráð þakkar yfirlitið og telur það til benda til þess að vöxtur í tekjum hafi burði til að standa undir þeirri þjónustuaukningu sem fylgir hröðum vexti og fjölgun íbúa.
2. 1912038 - Lóðaúthlutanir til Þróunarfélagsins Lands ehf.
Fyrir bæjarráði lá minnisblað frá LEX, lögmannsstofu vegna réttarstöðu Ölfuss vegna krafna Þorláksverks ehf.

Fyrir liggur að félagið Þorláksverk ehf. hefur stefnt sveitarfélaginu til greiðslu krafna upp á um 50 milljónir króna vegna innkallana á lóðum á árunum 2008 til 2012.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta áfram hagsmuna sveitarfélagsins í málinu í anda minnisblaðs lögmanns þess.
3. 2106021 - Beiðni um aukinn kennslukvóta.
Í erindinu kemur fram að biðlistar séu að byrja að myndast hvað varðar tónlistarnám og eru nú 26 nöfn á listanum. Óskað er eftir tæplega 9 milljónum í viðbótarframlög til að bregðast við stöðunni.

Bæjarráð kallar eftir viðbótarupplýsingum vegna málsins og felur sviðsstjóra að vinna minnisblað vegna þess þar sem m.a. kemur fram aldur þeirra sem eru á biðlista, eðli náms, hvort um sé að ræða nýskráningar í nám og annað sem skiptir máli til að ráðið geti tekið upplýsta ákvörðun.
4. 2106020 - Umsögn vegna kaupa á Götu 1 Selvogi.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
5. 2106016 - Orlof húsmæðra 2021.
Kostnaður Sveitarfélagsins Ölfuss vegna olofs húsmæðra fyrir árið 2021 er kr.285.488. Gert er ráð fyrir kostnaðinum í fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð samþykkir að greiða umrædda fjárhæði í samræmi við lög um orlof húsmæðra. Bæjarráð minnir þó á að umrædd lög, sem eru frá árinu 1972, þarfnast endurskoðunar enda eru þau barn síns tíma og endurspegla ekki tíðaranda dagsins í dag.

6. 1909018 - Vitaleið-ferðamannaleið
Fyrir bæjarráði lá erindi vegna svokallaðrar Vitaleiðar sem nær frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri.

Vitaleiðin verður opnuð laugardaginn 12. júni kl. 13:00.

Bæjarráð fagnar framtakinu og þakkar þeim sem komu að vinnu við verkefnið. Einnig hvetur bæjarráð bæjarbúa og gesti til að taka þátt í opnunarhátíðinni.
7. 2106002 - Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022
Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.
8. 2106017 - Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr.81 2004
Erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28. maí, þar sem fram komu upplýsingar um helstu breytingar á jarðalögum nr. 81/2004. Breytingarnar taka gildi 1. júlí nk.

Lagt fram til kynningar.
Mál til kynningar
9. 2106018 - VIRK Atvinnutenging
Samstarfsyfirlýsing milli VIRK starfsendurhæfingar og Sveitarfélagsins Ölfuss um verkefnið VIRK atvinnutenging til kynningar.

Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsinguna fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?