Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 50

Haldinn í fjarfundi,
13.01.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, Bjarney Björnsdóttir leikskólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri greindi frá því hvernig skólastarfið hefur litast af sóttvarnarráðstöfunum í desember og janúar, m.a. þegar skólastarf var takmarkað síðustu dagana fyrir jól vegna smita í þorpinu á þeim tíma. Fallið var frá því að halda svokallaðan kertadag 20. desember en boðið upp á frístund allan daginn þess í stað. Þá hafa takmarkanir í janúar aðeins verið hertar og nú mega aðeins 50 nemendur vera í matsal á hverjum tíma. Þrátt fyrir þetta hefur verið hægt að halda úti hefðbundinni stundatöflu. Tvær bekkjadeildir hafa þurft að fara í sóttkví vegna smita hjá starfsfólki og nemendum og um 15 starfsmenn hafa verið í sóttkví eða einangrun. Vegna þessa voru nemendur í 6. -10. bekk í fjarnámi mánudaginn 10. jan.og þriðjudaginn 11. jan. Ástandið er metið dag frá degi en allt kapp lagt á að skólastarf geti verið sem mest skv. stundaskrá fyrir nemendur miðað við ástandið. Starfsfólk skólans hefur verið lausnamiðað og aðlagað sitt starf eftir breytingum hverju sinni. Jafnframt greindi skólastjóri frá því að upplýsingatækniverkefnið er að fara vel af stað og er m.a. verið að setja upp tvo skjái sem tengjast því verkefni og jafnframt er verið í frekari innkaupum vegna þess verkefnis.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar og eiga bæði starfsmenn og nemendur hrós skilið fyrir að ná að halda úti sem eðlilegustu skólastarfi við þessar aðstæður.
2. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri greindi frá starfi á leikskólanum frá síðasta fundi en eins og í skólanum hefur starfið orðið fyrir miklum áhrifum af sóttvarnarráðstöfunum, smitrakningu og viðbrögðum við covid. Mánudaginn 13. des. og þriðjudaginn 14. des. var leikskólanum lokað vegna smita á tveimur kjörnum. Það voru þrír kennarar sem smituðust og fjögur börn. Út frá þessu komu fleiri smit hjá börnum en það voru aðallega systkini þeirra sem upphaflega smituðust og höfðu þau smit ekki frekari áhrif í skólann. Í samráði við bæjaryfirvöld var svo óskað eftir því að hefðu foreldrar tök á því að hafa börnin heima út vikuna þá fengju þau niðurfellingu á gjöldum. Það voru margir foreldrar sem nýttu sér þetta og voru fá börn í skólanum þá vikuna. Margir foreldrar héldu börnunum heima fram að jólum og milli jóla og nýárs.
Þá greindi leikskólastjóri frá því að nokkrir starfsmenn fengu smit milli jóla og nýárs en voru ekki búin að vera í vinnu og hafði það því ekki áhrif á fleiri innan skólans. Þar sem smitum fjölgaði gríðarlega mikið var aftur í samráði við bæjaryfirvöld óskað eftir því að hefðu foreldrar tök á því að hafa börnin heima fyrstu vikuna í janúar þá fengju þau niðurfellingu á gjöldum þá viku. Margir foreldrar héldu börnunum heima þá viku. Vegna allra þessara covid smita var starfið á Bergheimum í rólegri kantinum í desember og féll jólasöngfundurinn meðal annars niður.
Upplýsti leikskólastjóri um að staðan í skólanum núna er nokkuð góð en mikið er um smit í Þorlákshöfn og greinilegt er að margir eru smeykir við þetta.
Greindi leikskólastjóri frá því að í lok janúar sé von á aukastofunni og er vinna í garðinum á fullu og vonumst við til að ekki komi til seinkunar þar sem það eru börn komin á biðlistann.
Þá upplýsti leikskólastjóri um að í byrjun janúar hafi verið ráðnir inn tveir nýir kennarar en jafnframt mun einn kennari hætta störfum um næstu mánaðarmót. Því er núna verið að auglýsa eftir kennurum þar sem kennara mun vanta þegar aukastofan verður tekin í gagnið.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar og eiga bæði starfsmenn og foreldrar hrós skilið fyrir að hafa með samstilltu átaki náð að halda uppi sem eðlilegustu skólastarfi við þessar aðstæður.
3. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
Til stóð að skipa á fundinum í starfshóp vegna endurskoðunar á skólastefnu sveitarfélagsins. Formaður leggur til að frestað verði skipun í starfshóp um endurskoðun á skólastefnu þar sem enn eigi eftir að fá til þátttöku fulltrúa aðila sem æskilegt væri að tækju sæti í hópnum. Lagt er til að skipað verði í starfshópinn á næsta fundi og óskar formaður sérstaklega eftir tilnefningum fulltrúa í hópinn frá stjórnendum beggja skólanna, úr hópi starfsmanna beggja skóla, og frá fulltrúum foreldrafélaga skólanna.

Samþykkt að fresta skipan í starfshópinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:44 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?