Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 328

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.05.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003012 - Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss vegna COVID19.-hátíðahöld
Á fund bæjarráðs komu Ingibjörg Aðalsteinsdóttir frá fimleikadeildinni og Jóhanna Hjartardóttir frá körfuknattleiksdeildinni til að ræða 17.júní hátíðahöld. Deildirnar munu standa fyrir viðburðum á 17.júní samkvæmt venju en dagurinn verður þó með óhefðbundnu sniði vegna aðstæðna.
Einnig var rætt fyrirkomulag á frekari hátíðahöldum í sveitarfélaginu í sumar og er nú ljóst að ekki verða hátíðahöld á sjómannadaginn.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og fagnar því að 17.júní verði haldinn hátíðlegur í sveitarfélaginu.
Samþykkt að taka frekari hátíðahöld til skoðunar og ræða nánar á næsta fundi bæjarráðs.
2. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023 með viðaukum.
Fyrir bæjarráði lágu fyrstu drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Fyrir liggur að Covid faraldurinn hefur, og mun hafa, veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Sú sviðsmynd sem birtist í drögum að viðauka gerir ráð fyrir að niðurstaða A hluta sveitarsjóðs verði allt að 123 milljónum lakari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en heildaráhrif á samstæðu gætu orðið 82,7 milljónir.




Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum að vinna áfram að fullnaðarfrágangi viðauka.
3. 2002018 - Reglur um stöðuleyfi
Nýjar reglur vegna stöðuleyfa lagðar fram til samþykktar. Gerðar voru smávægilegar breytingar á áður samþykktum reglum.
Bæjarráð samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og þar með reglur um stöðuleyfi.
4. 2005026 - Kynningarþáttur um sveitarfélagið-tilboð
Fyrir bæjarráði lá tilboð frá N4 þar sem Sveitarfélaginu var boðið að kynna sig á vettvangi miðilsins.
Bæjarráð afþakkar boðið þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
5. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?