Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 337

Haldinn í fjarfundi,
15.10.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2007002 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2021-2024.
Fyrir bæjarráði lá minnisblað um forsendur fjárhagsáætlunar.

Þær helstu eru sem hér segir:

Tekjur

1.Útsvar :
Útsvar fyrir árið 2021 verði 14,52 %

2.Verðlag :
Verðbólguspár gera ráð fyrir 2,6 % -3,6% verðbólgu á árinu 2021 en samkvæmt lífskjarasamningnum er ekki gert ráð fyrir meiri hækkunum en 2,5% og munu gjaldskrár hækka samkvæmt því.

3.Fasteignagjöld :
Fasteignagjöld fyrir árið 2021 verði lögð á í samræmi við þær umræður sem voru á fundinum.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 10 talsins, þeir eru: 1.febrúar, 1.mars, 1.apríl, 1.maí, 1.júní, 1.júlí, 1.ágúst, 1.september. 1. oktober og 1. nóvember. Eindagi er 30 dögum síðar.

Sérstakur afsláttur er veittur af fasteignaskatti samkvæmt reglum um afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega, sjá lið 5 hér að neðan.

b. Lóðarleiga
i. Almenn lóðarleiga í A, B og C flokki verði 0,7% af fasteignamati lóðar.

c. Vatnsgjald
i. Vatnsgjald á íbúðarhúsnæði verði 0,10% af heildar fasteignamati eignar.
ii. Aukavatnsskattur verði lagður á atvinnuhúsnæði samkvæmt mæli og leggst á m³ notkun. Grunnur gjaldsins er 12,1 kr. á m³.

d. Fráveitugjöld
i. Fráveitugjöld fyrir árið 2021 verði lögð á í samræmi við þær umræður sem voru á fundinum.
ii. Gjald fyrir hreinsun rotþróa miðast við framkomna reikninga frá verktaka frá og með 1. janúar 2021

e. Sorðhirðugjöld
i. Íbúðarhúsnæði
Á grundvelli laga nr. 7/1998 er sorphirðugjald lagt á hverja íbúð. Sorphirðugjald fyrir íbúðir skal vera sem hér greinir :

Sorphirðugjald:
Sorphreinsigjald á íbúðarhús á ári kr. 20.910
Sorpeyðingargjald á íbúðarhús á ári kr. 21.960
Tunnuleiga á tunnu á ári kr. 630

Samtals kr. 43.500

Önnur gjöld vegna sorphirðu eru samkvæmt gjaldskrá.

4. Jöfnunarsjóður
Áætlun miðast við framlög yfirstandandi árs og upplýsingar frá sjóðnum.

5. Afslættir
a. Sérstakur afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verður veittur við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um.
b. Veittir verði afslættir til félaga sem starfa að menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarstarfsemi eða vinna að mannúðarstörfum og reka eigið húsnæði eða leigja til lengri tíma en eins árs fyrir starfsemina skv. reglum þar um.

Gjöld
6. Laun
Kjarasamningar eru flestir í höfn og búið er að gera ráð fyrir þeim í launaáætlun sveitarfélagsins.

7. Almenn rekstrarútgjöld
Almennt er ekki gert ráð fyrir hækkunum á almennum rekstrargjöldum.

8. Styrkir
Gert er ráð fyrir að styrkir til félagasamtaka innan sveitarfélagsins hækki almennt um 2,5%.

Bæjarráð samþykkir tilgreindar forsendur eins og þær liggja fyrir og felur starfsmönnum áframhaldandi undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar.
2. 2010004 - Almennar viðmiðunarreglur í starfsmannamálum
Fyrir liggur að Sveitarfélagið Ölfus leggur ríka áherslu á að samræma verkferla í starfsmannamálum meðal hinna ólíku stofnana sveitarfélagsins. Í þeim tilgangi er nú unnið að því að skrá sem flesta verkferla.

Fyrir bæjarráði lágu drög að verkferlum er snúa að vinnulagi vegna afmælisgjafa, kveðjur við andlát og kveðju við starfslok.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að verkferlum og felur starfsmönnum að vinna áfram að samþættingu verkferla í starfsmannamálum.
3. 2010002 - Vinabæjarmót 2021.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Norræna félaginu í Ölfusi. Í erindinu er óskað eftir aðkomu Sveitarfélagsins Ölfuss að áframhaldandi samstarfi við vinabæina Skærbæk, Vimmerby og Rygge (Moss-Rygge nú) og Kauhava.
Bæjarráð færir Norræna félaginu í Ölfusi þakkir fyrir frumkvæði í vinabæjarsamstarfi sem blessunarlega hefur fyrst og fremst verið á forsendum íbúa fremur en á forsendum stjórnsýslu.

Bæjarráð er afar jákvætt fyrir áframhaldandi stuðningi á þeim nótum sem verið hefur og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
4. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands vegna Sigurhæða, úrræðis fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 130.000 kr. á árinu 2021 og vísar því þar með til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
5. 2009055 - Ósk um viðauka
Fyrir bæjarráði lá beiðni frá forstöðumanni íþróttamannvirkja um viðauka fyrir vinnu við að klára hljóðkerfi í íþróttahúsi- fimleikasal.

Efniskostnaður: 393.000.-
Vinnuliður: 605.000.-
Verkfræðiþjónusta: 150.000.-
samtals: 1.423.520.- m.vsk

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
6. 2005003 - Rafíþróttir
Fyrir bæjarráði lá erindi frá forsvarsmönnum verkefnis um rafíþróttir.
Bæjarráð er jákvætt fyrir erindinu og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?