Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 14

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
14.01.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Kristín Magnúsdóttir aðalmaður,
Sveinn Samúel Steinarsson aðalmaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri, Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri, Elliði Vignisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2012013 - Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn
Framkvæmda- og hafnarnefnd ræddi stækkun hafnarinnar og væntan undirbúning. Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu undirbúnings. Í máli hans kom meðal annars fram að verið að væri að leggja lokahönd á rannsóknir sem leggja grunn að endanlegri útfærslu á höfninni. Áherslan í þeim rannsóknum er á að höfninni verði breytt þannig hægt verði að taka inn allt að 180 m löng og 20 m breið skip og um leið verði gæði hafnarinnar með tilliti til hreyfingar innan hafnar aukin og viðlegukönntum fjölgað. Bæjarstjóri gerði einnig grein fyrir því að við framkvæmdina væri mikil áhersla lögð á hagkvæmni og umhverfissjónarmið svo sem hvað varðar hringrásarhagkerfi svæðinu. Í því samhengi kom fram að leiða væri nú leitað til að nýta það grjót sem til fellur vegna framkvæmda Landeldis á lóð til fulleldis á laxi í útjaðri Þorlákshafnar í fyrsta áfanga framkvæmdarinnar. Þar með væri dregið úr umhverfisáhrifum samhliða umtalsverðri fjárhagslegri hagræðingu. Vonir standa til að hægt verði að bjóða út framkvæmdir við höfnina á vordögum.
Afgreiðsla: Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar og felur starfsmönnum að halda markvissum undirbúningi áfram.
2. 2002010 - Viðbygging leikskóla
Framkvæmda- og hafnarnefnd ræddi stækkun leikskólans Bergheima en áform hafa verið uppi um framkvæmdir sem gera mögulegt að veita 20 fleiri börnum þjónustu þar. Ræddar hafa verið hugmyndir að viðbyggingu sem kosta myndi 150.000.000 kr. og hefur þar verið horft til viðbyggingar sunnan við leikskólann. Fyrir liggur að starfsmenn Sveitarfélagsins hafa nú á seinustu vikum unnið með Hjalla, rekstraraðila Leikskólans Bergheima, og Jóni Stefáni arkitekt frá JeES arkitektum að nýrri útfærslu með áherslu á að saman fari hagkvæmni framkvæmda og áhersla á faglega útfærslu og þjónustu við börn og foreldra þeirra. Það hefur nú skilað nýjum hugmyndum sem að stærstu leyti eru betri nýting á starfsmannarýmum. Heildarstækkun leikskólans er nú áætluð um 73m2 en samhliða því verður hagrætt í starfsmannarýmum/sérkennslu um 15% eða úr 9,7 m2 í 8,9 m2 pr. barn (landsmeðaltal er 8m2 pr. barn) og með því gert ráð fyrir að hægt verði að þjónusta 128 börn. Frumkostnaðaráætlun er 61.338.311 kr. Kostnaðaráætlun hefur því lækkað um tæplega 89 milljónir eða um hátt í 60%.
Á fundinn kom Jón Stefán Einarsson og gerði grein fyrir teikningum og hugmyndum.

Afgreiðsla:
Framkvæmda- og hafnarnefnd telur þá niðurstöðu sem nú er komin í framhaldi að samstarfi starfsmanna, hönnuða og rekstraraðila afar jákvæða og spennandi. Sérstaklega ánægjulegt er að kostnaðaráætlun er nú komin niður í 61 í milljón úr 150 milljónum. Skv fyrri áformum. Það er því ljóst að sérfræðiþekking Hjalla í samstarfi við starfsmenn er að skila mikilli hagræðingu.
 
Gestir
Jón Stefán Einarsson - 08:30
3. 2101012 - Framkvæmdaráætlun 2021
Sviðstjóri fór yfir verkefnalista og stöðu á nokkrum verkefnum sem eru á áætlun 2021.

1. Móttöku og flokkunarstöð
2. Viðbygging við íþróttahús/fimleikahús
3. Framkvæmdir við Egilsbraut 9.
4. Viðbygging við Bergheima.
5. Merking á sveitarfélagsmörkum
6. Gatnagerð Nesbraut
7. Gatnagerð Laxabraut
8. Endurnýjun gatna-veitna í Reykja- og Oddabrautar
9. Gatnahönnun Sunnubraut, Vesturbakki og iðnaðarhverfi
10. Hreinsistöð fráveitu
11. Umhverfisframkvæmdir

Afgreiðsla. Nefndin þakkar fyrir kynninguna
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?