Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 37

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
16.06.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Hjörtur S. Ragnarsson aðalmaður,
Ágústa Ragnarsdóttir aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir áheyrnarfulltrúi,
Vigdís Lea Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi,
Hallfríður Snorradóttir áheyrnarfulltrúi,
Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, formaður fræðslunefndar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Leikskólastjóri fór yfir helstu þætti skólastarfsins frá síðasta fundi, s.s. fasta liði í starfinu eins og vorskóla, útskriftarhádegisverð elstu barna og útskrift þeirra og vinnu sumarstarfsmanna úr vinnuskólanum. Þá greindi leikskólastjóri frá því að skólinn hefði fengið afhentan þriðja grænfánan fyrir átthagaverkefni skólans, en þeim áfanga var formlega náð 10. júní síðastliðinn. Þann sama dag var árlegur hjóla- og grilldagur á leikskólanum sem gekk vel fyrir sig. Þá er aðlögun í fullum gangni í skólanum og stöðugar breytingar með aðlögun nýrra barna og aðlögun innan skólans. Þá liggur fyirr að búið er að bjóða börnum pláss í ágúst sem verða 18 mánaða í október. Jafnframt fór leikskólastjóri vel yfir breytingar í starfsmannahaldi, og aðsókn starfsmanna í nám. Að loknum kynnti leikskólastjóri Símenntunaráætlun leikskólans fyrir veturinn 2020-2021.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Skólastjóri greindi frá helstu þáttum í starfi skólans frá síðasta fundi, m.a. frá því hvernig nám gekk eftir að skólastarf hófst að nýju mánudaginn 4. maí. Til viðbótar við hefðbunda kennslu hefur vorið einkennst af auka kennslu í sundi fyrir yngstu nemendur, skólaferðalögum og námsmati eftir flókinn vetur. Þá lauk hefðbundnu skólastarfi í ár á Fjölgreindaleikunum, nýju verkefni við skólann sem miðar að því að vinna að góðum skólabrag. Þar vinna nemendur á ólíkum aldri að lausn fjölbreyttra verkefna sem reyna á allar greindir mannsins, á samvinnu og á félagsanda. Gengu leikarnir vel fyirr sig og lauk þeim með hátíðahöldum í skólanum. Skólaslit fóru síðan fram í þrennu lagi þann 3. júní vegna sóttvarnarráðstafana, en gengu skólaslit vel fyrir sig. Þá urðu nokkrar breytingar á fyrirhugðum starfsdögum þessa árs vegna aðstæðna en voru dagarnir vel nýttir í lok skólaársins, og kynnti starfsmannahópurinn sér m.a. útinám í Bláskógaskóla á Laugarvatni og skólabúðir UMFÍ sem þar eru staðsettar. Þá var á starfsdögum farið yfir sjálfsmat vetrarins og mun sjálfsmatsnefnd vinna áfram með niðurstöðurnar og skila sjálfsmatsskýrslu í kjölfarið.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2006023 - Grúnnskólinn í Þorlákshöfn. Skólapúlsinn niðurstöður.
Skólastjóri kynnti helstu niðurstöður Skólapúlsins, þ.e. annars vegar niðurstöður nemenda skipt eftir aldri þeirra, og hins vegar niðurstöður þess hluta sem lagður var fyrir kennara skólans. Margir þættir skólastarfsins komu marktækt betur út en hjá samræmilegum skólum. Þannig má nefna að hjá nemendum 1.-5. bekkjar var ánægja af lestri, ánægja með skólann og vellíðan í skólanum marktækt betri en hjá samanburðarskólum Hjá nemendum 6.-10. Bekkjar voru ánægja af náttúrufræði, samband nemenda við kennara, virk þátttaka nemenda í tímum og tíðni leiðsagnarmats atriði sem mældust marktækt betri hér en hjá samanburðarskólum. Þeir þættir sem helst mældust lakari voru yngri bekkjunum aðeins vellíðan í skóla hjá öðrum bekk. Hjá eldri nemendum mátti sjá að tíðni hreyfingar tvisvar í viku eða oftar og hollt mataræði voru þeir þættir sem betur má vinna með við skólann. Í könnun meðal starfsmanna mátti sjá m.a. að ágreiningur um hlutverk starfsfólk, skörun vinnu og einkalífs, stuðningur frá samstarfsfólki, ræktun mannauðs, tíðni starfsmannasamtala, stuðningur við kennara vegna nemenda með námserfiðleika og hegðunarörðugleika og faglegur stuðningur skólastjóra við kennara mældist marktækt betri en hjá samanburðarskólum. Þá var jafnframt mun algengara að kennarar undirbyggju kennslu aðallega eða eingöngu í skólanum. Í örfáum þáttum var svigrúm til bætinga, s.s. varðandi starfsanda innan skólans, mismunun, samráð um kennslu og það að starfsmenn hafi orðið vitni að einelti.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar niðurstöðunum og hvetur skólastjórendur jafnframt til að leita leiða til úrbóta á þeim afmörkuðu sviðum sem mældust marktækt undir meðaltali í könnuninni.Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?