Fundargerðir

Til bakaPrenta
Stjórn vatnsveitu - 8

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.11.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Arnar Árnason aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðsstjóri/byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210042 - Beiðni um tengingu við vatnsveituna Berglindi v-Gljúfurárholt 25 og 26
Ari Friðriksson sækir um að tengja lóðir sínar , L227646 við vatnsveituna Berglindi. Samkv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir 2-500 m2 íbúðarhúsum. Fyrir er á lóðinni 136 m2 skemma.
Afgreiðsla. Stjórn vatnsveitu samþykkir beiðnina um tengingu við vatnsveitu Ölfuss. Bent er á að allur kostnaður við lagnir og tengingu við stofnlög greiðist af framkvæmdaraðila. Framkvæmdir skulu vera unnar í samráði við starfsmenn sveitarfélags.
2. 2211031 - Tenging við vatnsveitu Ölfus fyrir Laxabraut 17
Bjarni Már Júlíusson f/h Landeldi óskar eftir tengingu við vatnsveitu Ölfus við Suðurstarandar. Um er að ræða tímabundna tengingu við vatnslögn vegna færanlegrar steypustöðvar sem sett verður upp á lóð Landeldis við Laxabraut.
Steypustöðin þarf 10 l/s af ferskvatni meðan verið er að blanda steypu.
Tillaga af legu lagnar fylgir erindinu.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til að skoðað verði aðrir tengimöguleikar fyrir bráðabyrðartengingu. Skoða verði framtíðartenging við vatnsveitustofn í Laxabraut ásamt nýrri tengingu Laxabrautar við Suðurstrandarveg. Nefndin felur starfsmanni að ræða við forsvarsmenn Landeldis um tengingu vatns.
3. 2211039 - Gjaldskrá vatnsveitu
Lögð er fyrir nefndina gjaldskrá vatnsveitu til endurskoðunar.
Afgreiðsla: Nefndin felur starfsmanni að vinna tillögu að breytingum og leggja fyrir á næsta fundi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?