Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 25

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.10.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Gunnlaugur Jónasson .
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að 4 mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 1 og 2 sem fjalla um deiliskipulag fyrir Árbæ 3 og nafn á eignina. Einnig mál númer 3 sem fjallar um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Grindavík. Ennfremur mál númer 28 sem fjallar um staðfestingu á fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109033 - DSK Árbær 3 lnr 171652
Efla fyrir hönd landeiganda leggur fram deiliskipulagstillögu sem heimilar að byggt verði allt að 360 fermetra parhús á lóðinni á einni til tveim hæðum.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
2. 2110039 - Nafnabreyting. Árbær 3 land 171652 verður Skál
Landeigandi óskar eftir að lóð sín í Árbænun lnr 171652, Árbær 3 land, heiti eftirleiðis Skál.
Afgreiðsla: Samþykkt.
3. 2110037 - Ljósleiðari að Götu úr vestri - framkvæmdaleyfi
Gagnaveita Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara frá Grindavík að Götu í Selvogi. Um er að ræða tvær hugsanlegar leiðir sem ekki er búið að velja endanlega á milli og koma fram á mynd í viðhengi en sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir báðum leiðunum.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við umsókn.
4. 2110033 - DSK Akurgerði ferðaþjónustuhús
Efla leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Akurgerði við Hvammsveg sem gerir ma. ráð fyrir 4 nýjum smáhýsum fyrir gistingu og íbúðarhúsi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2110028 - DSK Fiskeldi á Bakka 1
EFLA fyrir hönd eiganda laxeldisstöðvarinnar að Bakka 1, leggur fram deiliskipulag fyrir lóðina sem mótar umgjörð utan um núverandi starfsemi og framtíðaruppbyggingu á lóðinni. Leyfð eru mannvirki allt að 12 m há, á einni til tveimur hæðum. Leitast verður við að mannvirki falli sem best að svipmóti lands.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
6. 2110029 - DSK Árbær 4 - breyting á deiliskipulagi
Efla leggur fram breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ 4. Helstu breytingar eru:
Að afmarkaðar verða lóðir um húsin á deiliskipulagssvæðinu (annarri lóðinni breytt, hin er ný).
Byggingarmagn er aukið á reit B2 þannig að hægt verði að reisa heilsárshús/íbúðarhús í stað frístundahúss.
Sett er inn skjólmön og skipulagsmörk breytast lítillega, því önnur lóðin fer aðeins út fyrir mörkin eins og þau eru fyrir.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
7. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð
Skipulagið kemur nú til umfjöllunar eftir auglýsingu. Skipulagsstofnun benti á nokkur atriði sem þarf að lagfæra í aðalskipulagsbreytingunni. Það hefur verið gert og eru uppfærð gögn í viðhengi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 30. greinar og 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
8. 2102020 - DSK Akurholt II
Minjastofnun gerði athugasemd við deiliskipulagið og bað um að hesthúsatóft á svæðinu væri færð inn á uppdráttinn. Vegagerðin bað um að eldri vegtengingu á móts við heimreið að Kotströnd yrði lokað og að þess yrði gætt að ný vegtenging væri hornrétt á þjóðveg a.m.k. 20 metra inn á lóðina. Komið hefur verið til móts við þetta í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
9. 2110013 - Stækkun matshluta 32 í Ölfusborgum
Albína Thordarson fyrir hönd eiganda, sækir um að stækka matshluta 32 í Ölfusborgum. Um er að ræða um það bil 5,7 fermetra stækkun á sumarhúsi sem var 57,2 fermetrar fyrir breytingu. Í 3. málsgrein 43. grein skipulagslaga segir:

"Við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."

Afgreiðsla: Samþykkt að sækja megi um stækkun í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010
10. 2110034 - DSK Hafnarskeið 22 - stækkun á lóð og byggingarreit
Smyril Line Cargo óska eftir að stækka bæði lóð og byggingarreit á lóð sinni Hafnarskeið 22 í samræmi við greinargerð frá arkitekt og uppdrátt í viðhengi.
Afgreiðsla: Stækkun á lóð og byggingarreit samþykkt með skilyrði um að aðkoma að aðliggjandi lóðum verði leyst á viðunandi hátt. Vinna þarf breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis af stækkuninni.
11. 2110025 - Reykir Axelshús leiðrétting á lóðarstærð
Ríkiseignir óska eftir að leiðrétta stærð lóðar sem Axelshús við Reyki stendur á. Ríkið er eigandi beggja lóðanna.
Afgreiðsla: Breyting á lóðastærð samþykkt.
12. 2109054 - Bakkárholt - stofnun vegsvæðis
Vegagerðin óskar eftir að fá stofnaða lóð fyrir vegsvæði um landið Bakkárholt vegna lagningar nýs Suðurlandsvegar
Afgreiðsla: Stofnun lóðar samþykkt
13. 2109056 - Mói - viðbótarskilmálar vegna reits C1 og C2
Lagðir eru fram viðbótarskilmálar við deiliskipulagi Móa - miðbæjarkjarna í Þorlákshöfn vegna tveggja fjölbýlishúsa á reit C1 og C2 við Hnjúkamóa. Breytingin er gerð til að tryggja að sérstaklega verði vandað til útlits og frágangs húsanna sem eru við aðkomuna inn í bæinn. Lóðin eru í eigu sveitarfélagsins og hefur verið auglýst.
Afgreiðsla: Viðbótarskilmálar samþykktir.
14. 2109047 - Umsögn um breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði
Hveragerðisbær óskar eftir umsögn sveitarfélagsins Ölfuss um breytingu á deiliskipulagi Kambalands í Hveragerði.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við tillögu um breytingar á deiliskipulagi Kambalands eins og hún er kynnt í gögnum frá Skipulagsfulltrúa Hveragerðis.
15. 2109053 - Hlíðartunga land - breyting nafns í Sólbakki
Landeigandi óskar eftir að land hans sem heitir hjá Þjóðskrá Hlíðartunga land, heiti eftirleiðis Sólbakki. Ekki verður séð að örnefnið Sólbakki sé til í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla: nafnabreyting samþykkt
16. 2110014 - Ísþór - framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitulögn - samningar um lagnir
Ísþór óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir því að bæta við hitaveitulögn sem liggur frá enda Hafnarbergs og að lóða fyrirtækisins. Einnig óska þeir eftir að gerður verði formlegur samningur um legu lagnarinnar og annarrar lagnar sem liggur frá þeim að hafnarsvæðinu og er notuð til að dæla seiðum/afurðum í skip.
Afgreiðsla: Veit er framkvæmdaleyfi fyrir nýrri lögn með og við eldri hitaveitulögn. Þess skal gætt við framkvæmdina að halda jarðraski í lámarki. Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að gera samning um umræddar lagnir þar sem meðal annars komi fram að lagnirnar séu víkjandi gagnvart skipulagi og frekari gatnagerð á svæðinu ef til þess kemur í framtíðinni.
17. 2110012 - Tillaga um sparkvöll við Gljúfurárholt
Komið hefur tillaga um staðsetningu sparkvallar fyrir neðan Kettagljúfur í tengslum við opið svæði í eigu sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.
18. 2110015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landtöku sæstrengs frá Írlandi
Farice hafa hug á að taka nýjan sæstreng á land Hafnarvík rétt vestan við landamörk Þorlákshafnarjarðarinnar. Strengur verður svo lagður í jörð frá landtökustaðnum að tengihúsi sem sett verður upp á nýrri lóð sem verið er að skipuleggja. Erindið verður einnig tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarnefndar. Einnig óskar Farice eftir að fá að framkvæmdaleyfi fyrir að grafa niður tengibrunn við landtökustaðinn sem er merktur BMH á loftmynd í viðhengi.
Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi samþykkt í samræmi við bókun hafnarnefndar um malið á 20. fundi þann 18.10.21.
19. 2110016 - Lóð fyrir spennistöð við Hnjúkamóa í Móa
Rarik óskar eftir að stofna lóð fyrir spennistöð við Hnjúkamóa í Móa í samræmi við lóðarblað í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt að heimila stofnun lóðarinnar.
20. 2110020 - Ljósleiðari frá Írlandi - umsögn um matsspurningu
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins um matsspurningu vegna fyrirhugaðs ljósleiðarastrengs milli Íslands og Írlands.

Í umsögninni skal m.a. koma fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Ölfus telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Sveitarfélagið Ölfus telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að okkar mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að greinargerð, sem fylgir með fyrirspurn um matsskyldu ljósleiðarastrengsins, geri vel grein fyrir framkvæmdinn. Hún sé ekki til þess fallin að valda varanlegum umhverfisáhrifum, ekki séu atriði sem skýra þurfi frekar eða að framkvæmdin þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarfélagið Ölfus er leyfisveitandi þegar kemur að framkvæmdaleyfi vegna landtöku ljósleiðarans, lagningu jarðstrengs frá landtökustað að tengibyggingu og of gefur út viðeigandi byggingar- og framkvæmdaleyfi fyrir byggingu tengihús.
21. 2110022 - Árbær 3 171661 verður Spítalatún
Landeigandi óskar eftir að land sitt Árbær 3 fái nafnið Spítalatún. Eins og segir í erindi: Þetta nafn á sér ákveðna sögu, einmitt af þessari lóð (túni), og tilvalið að sú saga endurspeglist í nýju nafni lóðarinnar.
Afgreiðsla: Nafnabreyting samþykkt.
22. 2110024 - Stofnun lóðar undir spennistöð vð Sunnubraut
Rarik óskar eftir að stofna lóð undir spennistöð við Sunnubraut í samræmi sið meðfylgjandi lóðarblað.
Afgreiðsla: stofnun lóðar samþykkt
23. 2009012 - ASK og DSK Vesturbyggð
Í viðhengi er búið að setja nafn á einstakar götur í nýskipulögðu hverfi vestan byggðar í samræmi við fyrri samþykkt nefndarinnar. Nú eru nöfnin sem þá voru ákveðin komin á einstakar götur sem sjá má á korti í viðhengi.
Afgreiðsla: Samþykkt.
24. 2110027 - Stofnun lögbýlis á Tannastöðum 1
Beði er um umsögn sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar stofnun lögbýlis á Tannastöðum 1, lnr. 231838.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða stofnun lögbýlis að Tannastöðum 1 í samræmi við erindi.
25. 2110030 - Nafnabreyting - Ferjukot 4, 6 og 8 verða Kirkjuhvoll 1, 3, og 5
Óskað er eftir nafnabreytingu þannig að nýstofnaðar lóðir sem heita Ferjukot 4, 6 og 8 verða eftirleiðis Kirkjuhvoll 1, 3 og 5.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
26. 2109050 - Umsögn um lýsingu vegna endurskoðunar svæðisskipulags Suðurnesja
VSÓ fyrir hönd Skrifstofu svæðisskipulags Suðurnesja óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á skipulaginu sem stendur fyrir dyrum.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að lýsingin geri vel grein fyrir markmiðum skipulagsins og þeim viðfangsefnum sem því er ætlað að taka á, varðandi sameiginlega hagsmuni sveitarfélaga á svæðinu.
Fundargerðir til staðfestingar
28. 2110006F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 31
Fundargerð afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa lögð fram.
Afgreiðsla: Fundargerðin staðfest
28.1. 2110018 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 8
Litlatré ehf. Sækir um lóðina Vesturbakka 8 fyrir iðnaðarhús.
Afgreiðsla: Samþykkt.
28.2. 2110001 - Vesturbakki 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Smári Björnsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir iðnaðar/geymsluhúsi samkv. teikningum dags. september. 2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
28.3. 2110019 - Hafnarskeið 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðalsteinn Snorrason sækir um byggingarleyfi f/h eiganda á breytingum á innra skipulagi samkv. teikningum frá Arkís arkitektum dags. 8.10.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
Mál til kynningar
27. 1706029 - Húsnæðismál Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss
Ráðrík ehf hefur unnið nýja húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Skv. spá um 7% íbúafjölgun sem þar kemur fram að eru leiddar líkur að því að á árunum 2022-2025 þurfi 273 nýjar íbúðir í sveitarfélaginu og árin 2026-2029 þurfi 252 nýjar íbúðir.

Afgreiðsla: Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?