Ganga á vegum Ferðamálafélags Ölfuss. Tindar - Grændalur.

Ferðamálafélag Ölfuss stendur fyrir göngu mánudaginn 11. júní kl: 19.00 frá Tindum niður í Grændal. 

Svæðislýsing: Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu. Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna (http://eldri.ust.is/media/skyrslur2003/Graendalur.pdf).

Göngustjóri er Jóhanna M. Hjartardóttir.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?