Lýðheilsuganga FÍ í Ölfusi

LIFUM OG NJÓTUM!

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Sveitarfélagið Ölfus – Þorlákshöfn
05. sept. – Gengið um Hafnarnesið. Göngustjóri Unnur Malmquist
12. sept. – Stígurinn um hverfisverndarsvæðið. Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
19. sept. – Gengið eftir heilsustígnum. Göngustjóri Unnur Malmquist
26. sept. – Gengið út í Hafnarnesvita. Göngustjóri Edda Laufey Pálsdóttir
Upphafsstaður: Allar göngur hefjast v/íþróttamiðstöðina kl. 18:00

Upplýsingar um allar göngur á Suðurlandi má finna hér.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?