Þorrablót í Ölfusinu

Þorrinn hefst í Ölfusinu.

Hið árlega Þorrablót verður haldið í Víkingaskálanum Estalandi, í Ölfusi, laugardaginn 20. janúar 2018.

Dagskrá: 
Þorrahlaðborð
Skemmtiatriði að hætti heimamanna, minni Íslendinga, happdrætti, fjöldasöngur og Lovísa og Agnes Erna í Riftúni munu stíga á stokk.
Veislustjóri: Samúel Örn Erlingsson
Hljómsveitin Blek og Byttur mun halda uppi fjörinu fram á nótt.  

Nú er lag að mæta og taka með sér gesti og sýna fólki hvernig menn skemmta sér í sveitinni!

Húsið opnar kl. 19:00, borðhald hefst kl. 20:00
Miðaverð 9000 kr.

Miðapantanir í síma 899-9662 og 698-1221 eða með tölvupósti, olfusblot@gmail.com, eigi síðar en 16. janúar.
Greiða þarf inná reikning 0586-14-602245 kt. 131055-4399.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?