Tónleikaröðin Englar og menn í Strandarkirkju

Kæru tónlistargestir,

Verið hjartanlega velkomin á tónlistarhátíðina Englar og menn sem verður haldin í sjöunda sinn í Strandarkirkju í Selvogi í sumar og stendur yfir frá 1. júlí til 12. ágúst. Hátíðin í ár verður glæsileg sönghátíð líkt og á undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt ungum og upprennandi söngvurum.

Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, trú og saga þar sem þjóðlög, einsöngslög og dúettar, ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum perlum hljóma.

Tónleikarnir eru á sunnudögum kl. 14 og erum um 50 mínútna langir. 
Aðgangseyrir er kr. 2.900.

Að tónleikum loknum er svo upplagt að fá sér hressingu hjá heimamönnum í kaffihúsinu T-bæ eða í Pylsuvagninum.

Hlakka til að sjá ykkur í Strandarkirkju!

Björg Þórhallsdóttir
Listrænn stjórnandi

1. júlí ,,Í DROTTINS ÁST OG FRIÐI”

Björg Þórhallsdóttir sópran

Elmar Gilbertsson tenór

Elísabet Waage harpa

Guðni Franzson klarinett

Hilmar Örn Agnarsson harmóníum

8. JÚLÍ ,,LÖG UNGA FÓLKSINS"

Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór
Bjarni Frímann Bjarnason píanó / orgel

15. JÚLÍ ,,HIMNAMÓÐIRIN BJARTA”

Sólrún Bragadóttir sópran

Ágúst Ólafsson baritón

Jón Sigurðsson píanó /orgel

 

22. JÚLÍ ,,HEYR MÍNA BÆN”

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran

Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran

Ástvaldur Traustason orgel / harmonikka

 

29. JÚLÍ ,,SUNNAN YFIR SÆINN BREIÐA”

Vigdís Vala Valgeirsdóttir söngur og gítar

Valgeir Guðjónsson söngur og gítar
Hilmar Örn Agnarsson harmóníum

 

5. ÁGÚST ,,KILJAN Í KIRKJUNNI”

Hildigunnur Einarsdóttir alt

Jón Svavar Jósefsson baritón

Guðrún Dalía Salómonsdóttir orgel

 

12. ÁGÚST ,,MARÍUMESSA OG LOKATÓNLEIKAR”

Prestur sr. Baldur Kristjánsson

Björg Þórhallsdóttir sópran

Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran

Elísabet Waage harpa

Hilmar Örn Agnarsson harmóníum

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?