Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 286

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.03.2017 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Jón Páll Kristófersson formaður,
Anna Björg Níelsdóttir varaformaður,
Þrúður Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1703001 - Starfsmannamál: Trúnaðarlæknisþjónusta og fjarvistarskráning
Lagt fram tilboð frá Vinnuvernd ehf. í vinnu við fjarvistarskráningu vegna veikinda, ráðgjöf um heilsufar og lífsstíl svo og trúnaðarlæknisþjónustu vegna starfsmanna sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Vinnuvernd ehf. á grundvelli tilboðsins.
2. 1703004 - Félagslegt húsnæði: Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Lagt fram minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf dags. 2. mars s.l. um vinnu og aðferðarfræði við gerð húsnæðisáætlana fyrir sveitarfélög.

Lagt fram til kynningar.
3. 1703005 - Viðhald gatna: Tilboð í malbiksframkvæmdir
Lögð fram eftirfarandi tilboð í gatnagerð við Vesturbakka.

Etirfarandi tilboð bárust.

Hlaðbær-Colas hf. 12.448.640. Allir verkhlutar innifaldir.
Malbikunarstöðin Höfði 10.057.500. Aðeins malbikun.
Malbik og Völtun ehf. 10.648.000. Allir verkhlutar innifaldir.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 11.740.000.

Samþykkt samhljóða að taka tilboði Malbikunar og Völtunar ehf. í verkið.
4. 1702040 - Íþrótta- og tómstundastyrkir: Kynning á Hvata og Nóra umsýslukerfi.
Lagt fram minnisblað frá Greiðslumiðlun ehf. varðandi þrjú tölvukerfi sem eru í rekstri hjá félaginu og bjóðast sveitarfélaginu til leigu.

Hvati- frístundakerfi sem heldur utan um stöðu og afgreiðslu frístundastyrkja.
Stund - mannvirkja og stundatöflukerfi sem heldur utan um mannvirki sveitarfélaga með rafrænum hætti.
Nóri- vefskráningar og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, námskeið, skóla og líkamsræktarstöðvar.
Innifalið í verðunum er tenging við íbúagátt sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við félagið um kaup á Hvata og Nóra.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
5. 1702006 - Umhverfismál: Beiðni/boð um samning um verndun og varðveislu hraunhella í sveitarfélaginu
Verndunarnefnd Hellarannsóknafélags Íslands óskar eftir því við sveitarfélagið að gerður verði samstarfssamningur milli aðila um verndun og varðveislu hraunhella í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Samþykkt samhljóða að fela formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
6. 1612024 - Menningarmál: Beiðni um styrk til uppsetningar upplýsingaskilta í Arnarbæli
Páll Steinþórsson sækir um styrk til sveitarfélagins til þess að setja upp fræðsluskilti í Arnarbæli Ölfusi

Samþykkt samhljóða að fela formanni markaðs- og menningarnefndar og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna áfram að málinu.
7. 1703006 - Málefni fatlaðra: Almennt efni um málefni fatlaðra. Leigusamningur Óseyrarbraut 4
Lagður fram leigusamningur um leigu á austurenda Óseyrarbrautar 4 Þorlákshöfn undir rekstur VISS-vinnustofu fatlaðra í Þorlákshöfn.

Leigusalar: Friðrik Guðmundsson og Sigurður Bjarnason:
Leigutaki: Sveitarfélagið Ölfus.
Leigutími: 1. mars. 2017 - 28. febrúar 2024.

Samnningurinn samþykktur samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
8. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. frá 20. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
9. 1601020 - Hreinlætismál: Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 15. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
10. 1602036 - Æskulýðsmál: Fundargerðir landsmótsnefndar v/ unglingalandsmóts 2018
Fundargerð framkvæmdanefndar Unglinglandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn 2018 frá 21. febrúar s.l. lögð fram.

Til kynningar.
11. 1506123 - Skóla- og velferðarmál: Fundargerðir NOS 2016
Fundargerð NOS frá 6. mars. s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Mál til kynningar
12. 1602017 - Fjármál: Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2016-2018
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar 2017 og farið yfir helslu liði þess.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?