Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 93

Haldinn í ráðhúsi,
17.05.2018 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Anna Björg Níelsdóttir formaður,
Grétar Geir Halldórsson varaformaður,
Ágúst Örn Grétarsson aðalmaður,
Þór Emilsson aðalmaður,
Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri, Davíð Halldórsson umhverfisstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1805014 - Umsókn um Finnsbúð 14
Umsókn um Finnsbúð 14
Guðbjartur Ægir Ágústsson, kt. 180788-2399, Kvíslartunga 106, Mosfellsbæ, sækir um Finnsbúð 14.
Fleiri sóttu um lóðina Finnsbúð 14 og var dregið úr umsóknum.
Afgreiðsla: Guðbjartur Ægir Ágústsson fær lóðina.
2. 1805017 - Umsókn um Finnsbúð 14
Umsókn um lóðina Finnsbúð 14
Silja Haraldsdóttir, kt. 271089-2019, Kvíslartungu 106, Mosfellsbær, sækir um Finnsbúð 14. Þessi umsókn fellur undir liður 3.05. Umsókn hjóna/sambýlisfólks skal vera sameiginleg.
Umsóknin er því sameigninleg með umsókn Guðbjartar Ægis Ágústssonar.
3. 1805018 - Umsókn um Finnsbúð 14
Umsókn um lóðina Finnsbúð 14
Ásgeir Örn Ásgeirsson kt. 060690-2869, Kvíslartungu 106, Mosfellsbæ, sækir um lóðina Finnsbúð 14.
Fleiri sóttu um lóðina Finnsbúð 14 og var dregið úr umsóknum.
Afgreiðsla: Guðbjartur Ægir Ágústsson fær lóðina.
4. 1805001 - Lóðarumsókn Finnsbúð 14, Guðjón Þór Jónsson, kt. 1010724959
Umsókn um lóð, Finnsbúð 14
Guðjón Þór Jónsson, kt. 101072-4959 sækir um Finnsbúð 14.
Fleiri sóttu um lóðina Finnsbúð 14 og var dregið úr umsóknum.
Afgreiðsla: Guðbjartur Ægir Ágústsson fær lóðina.
5. 1805015 - Umsókn um lóð; Pálsbúð 8
Umsókn um Pálsbúð 8 eða til vara Pálsbúð 6
Sindri Már Guðbjörnsson, kt. 010788-2509 sækir um Pálsbúð 8 og til vara Pálsbúð 6.
Afgreiðsla:Erindið samþykkt
6. 1805009 - Byggingarleyfi Kalkotsmói 3
Umsókn um byggingarleyfi, Kalkotsmói lóð 3
Hulda Svandís Hjaltadóttir lagði inn byggingarnefdnarteikningar til samþykktar á lóðina nr. 3, innan lands Kalkotsmóa. Staðsetning á húsinu er innan byggingarreits. Samþykkt liggur fyrir um yfirkeyrslurétt inn á landið yfir land Gerðakots.
7. 1805016 - Fornleifaskráning
Fornleifaskráning
Samningur við Fornleifastofnun Íslands um skráningar fornleifa í Ölfusi.Samningurinn var gerður 2012 og var til ársloka 2017.
Inn á fundinn komu fulltrúar frá Forleifastofnun Íslands, Ragnheiður Gló og Birna Lárusdóttir og gerðu grein fyrir skráningunni frá 2012. Einnig sátu fundinn skipulagsráðgjafar frá Eflu Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson sem eru að vinna rammaskipulag fyrir Selvoginn.
8. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Hafnarskipulag. Aðal- og deiliskipulag.
Skipulagslýsing hefur verið í kynningu fyrir hafnarskipulagið. Fundað hefur verið með Vegagerðinni um vegtengingu, nýjan þjóðveg að hafnarsvæðinu. Hönnuður vinnur úr ábendingum frá Vegagerðinni um vegtenginguna.
9. 1804039 - Byggingarmál: Lóðir. Ósk um afnot af lóð við Hraunbakka
Fyrirtækið Trésmíðar Heimis ehf hefur haft afnot af Vesturbakka 2, iðnaðarlóð sem er 2345,2 m2, til að reisa á frístundahús til flutnings. Skilyrðin í leyfinu var að verði lóðinni úthlutað fari fyrirtækið af lóðinni innan ákveðinna mánaða.
Málinu var vísað frá bæjarstjórn til SBU til afgreiðslu.Trésmíðar Heimis ehf óskar eftir langtíma afnota samningi fyrir lóðina.
Afgreiðsla: Samþykkt að bjóða fulltrúa fyrirtækisins til viðræðna um lóðina.
10. 1805019 - Deiliskipulag, skipulagslýsing Gljúfurárholt
Deiliskipulagslýsing Gljúfurárholt land 20 og 22
Skipulagslýsing tekur til lóða innan lands sem merkt er F11 í aðalskipulagi. Unnið er að aðalskipulagsbreytingu á F11 í landbúnaðarland. Í greinargerð með aðalskipulagi segir að heimilt sé á 2-10 ha lóðum að byggja eitt íbúðarhús, eitt frístundahús auk annarra bygginga til m.a. landbúnaðarnota.
Erindinu er vísað til umsagnar hjá skipulagsráðgjöfum við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins.
11. 1805013 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt Örn Karlsson
Deiliskipulag fyrir Gljúfurárholt land 9 og Gljúfurárholt landnr. 171707
Sýnd er tillaga að deiliskipulagi er tekur yfir bæði löndin. Skipulagslýsing skal vera í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Um tvö lönd er að ræða. Tillagan fyrir Gljúfurárholt landnr. 171707 aðgreinir byggingarreiti um þau mannvirki sem eru á landinu. Tillagan fyrir Gljúfurárholt land 9 tekur til þriggja byggingarreita fyrir íbúðarhús, hvert allt að 400 m2 á einni til tveimur hæðum.Einnig er byggingarreitur fyrir gistihús, smáhýsi, F1 fyrir 4 smáhýsi hvert allt að 60 m2. Byggingarreitur fyrir A2 fyrir gistihús allt að 1000 m2. Byggingarreitur gistihús á A1 fyrir hesthús og reiðskemmu, allt að 1800 m2. íbúðabygginga.
Afgreiðsla: Heimilt er að skipulagslýsing fari í lögboðinn feril.
12. 1805020 - Skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulag
Breyting á aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022, skipulags- og matslýsing
Forsendur fyrir breytingu á aðalskipulaginu er að umtalsverð atvinnuuppbygging hefur verið á undanförnum misserum. Hafnarsvæðið hefur stækkað og þar með áætlunarsigling flutningaskipa til og frá Evrópu og skipa upp vörum í Þorlákshöfn. Ferðaþjónusta hefur vaxið og þá ósk um uppbyggingu fyrir gistiþjónustu sem og afþreyingar- og veitingaþjónusta. Ásókn hefur verið í íbúðarhúsalóðir í Þorlákshöfn og dreifbýlinu og er gert ráð fyrir fjölgun lóða s.s. í dreifbýlinu í námunda við Suðurlandsveg. Breytingar verða á landbúnaðarsvæðum þar sem óskað er eftir að byggja íbúðarhús, frístundahús og gistiheimili. Aukning hefur orðið á umsóknum um byggingu eldishúsa, alifugla,loðdýra og svína og og einnig hefur orðið breyting á reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína, nr. 520/2015. Um veitur þá er m.a. lagnaleið með Surðurstrandavegi að iðnaðarsvæði vestan við Þorlákshöfn og ný vatnsveitulögn fyrir vatnsveituna Berglindi. Taka þarf til skoðunar lagnaleiðir vegna nýtingu á borholum sem eru í Ölfusdal og nýta á m.a. fyrir Hveragerði. Iðnaðarsvæðið I20, Sandur I verður tekið til endurskoðunar þar sem setja þarf inn heimildir fyrir starfsmannahús með iðnaðarlóðunum.Við endurskoðunina þarf að fylgja Landsskipulagsstefnunni um skipulagsmál.
Afgreiðsla: Skipulags- og matslýsingin verður tekin fyrir á aukafundi í maí.
13. 1805023 - Umsókn um lóðina Pálsbúð 6
Umsókn um Pálsbúð 6
Tómas Högni Unnsteinsson kt. 190273-3349, Furuhjalla 16 Kópavogi sækir um Pálsbúð 6.
Afgreiðsla: Erindið samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?