Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 97

Haldinn í ráðhúsi,
29.10.2018 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Sigurður Jónsson embættismaður, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1706010 - Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar
Breytt deiliskipulag lagt fram.
Breyting er gerð á gildandi deiliskipulagi. Atriði sem m.a. var breytt: Þar sem kvaðir eru á aðgengi að baklóðum fjölbýlishúsa eru settir göngustígar. Raðhúsalínunni meðfram Ölfusbraut er skipt upp í fimm raðhús. Mænisstefna á einbýlishúsalóðum er gefin frjáls.
Afgreiðsla: Breytingin á deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð norðan Norðurbyggðar er samþykkt í lögboðin feril.
2. 1806022 - Skipulagsmál: Deiliskipulag. Jarðhitagarður á Hellisheiði - beiðni um umsögn
Fyrir er deiliskipulag fyrir jarðhitagarð við Hellisheiðavirkjun. Óveruleg breyting á kröfum um þakgerð og mænishæð.
Meðfylgjandi er tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar sem fellst í því að breytingar eru gerðar á skilmálum er varða form bygginga í jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. Skilmálum fyrir byggingar innan allra lóða í jarðhitagarðinum er breytt á þann hátt að ef byggingar eru með hallandi þökum skal þakhalli vera á bilinu 7-12 gráður, en í gildandi deiliskipulagi segir að þakhalli skuli að öllu jöfnu vera 10 gráður. Breytingin er gerð til að hafa meira svigrúm við hönnun bygginga en talið er of bindandi að hafa þakhalla bundinn við 10 gráður.
Fyrir utan breytingu þessa eru skipulags- og byggingarskilmálar eru óbreyttir.
Afgreiðsla: Samþykkt er óveruleg breyting á deiliskipulaginu, skilmálum fyrir þakhalla.
3. 1805020 - Skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulag
Skipulags- og matslýsing fyrir aðalskipulag
Heildar endurskoðun aðalskipulags rædd.
4. 1805043 - Rammaskipulag Selvogur
Unnið verður rammaskipulag fyrir Selvoginn sem grundvallað verður á húsakönnun/verndaráætlun og stefnt á að sækja um styrk til Minjastofnunar til að fjármagna verkefnið.
Fyrir liggur að vinna heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Samþykkt hefur verið að gera rammaskipulag fyrir Selvoginn vegna menningarminja sem þar eru. Fyrir liggur verk- og kostnaðaráætlun frá Fornleifastofnun Íslands fyrir fornleifaskráningu og gerð tillagna á verndarsvæði í byggð í Selvogi.
Afgreiðsla: Samþykkt að sækja um styrk í Húsafriðunarsjóð vegna verndarsvæða í byggð. Verkefnið væri unnið á árunum 2019-2020
5. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði
Uppfært aðal- og deiliskipulag lagt fram.
Fyrir liggur aðalskipulagsbreyting er tekur á nýrri aðkomu að hafnarsvæðinu.
Samþykkt er að aðalskipulagsbreytingin fari í lögboðin feril.
Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst breytt deiliskipulag fyrir hluta af hafnarsvæðinu. Tillaga að deiliskipulagi er sýnir nýjar lóðir á norðurhluta hafnarsvæðisins er til afgreiðslu.
Afgreiðsla: Aðalskipulagsbreytingin er samþykkt í lögboðin feril. Deiliskipulagstillagan sem byggir á aðalskipulagsbreytingunni fyrir norðurhluta hafnarsvæðisins er samþykkt til auglýsingar samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
6. 1810030 - Aðalskipulagsbreyting fyrir land úr Breiðabólstað fyrir ferðaþjónustu
Skipulags-og matslýsing fyrir hluta af landi Breiðabólstaðar fyrir uppbyggingu á ferðaþjónustu.
Fyrir liggur skipulags- og matslýsing fyrir nýtt verslunar- og þjónustusvæði á landi úr jörðinni Breiðabólstaður.Þar er áætlað að byggja upp gistingu og afþreyingu með nýtingu á heitu og köldu vatni. Skipulagslýsingin veður kynnt fyrir almenningi og hagsmunaaðilum til að tryggja gott upplýsingaflæði og markvissa skipulagsvinnu til að gefa góða yfirsýn yfir fyrirhugað verkefni. Svæðið er um 5 ha að stærð og liggur vestarlega á jörðinni. Í Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 er gert ráð fyrir að landeigendur geti tryggt betur búsetu á jörðum sínum með t.d. að byggja upp ferðaþjónustu.
Afgreiðsla: Samþykkt að skipulagslýsing fyrir verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Breiðabólstaður fari í lögboðin feril.
7. 1810033 - Stofnun á lóðum úr Gljúfurárholti
Örn Karlsson óskar eftir að stofnaðar verði tvær lóðir aðra úr Gljúfuráholt land-8 og hinsvegar úr Gljúfurárholti.
Landeigendum er heimilt að stofna skika lands úr jörðum sínum. Við stofnunina skal fara eftir ákvæðum frá Þjóðskrá og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Afgreiðsla: Samþykkt er að heimila stofnun á lóðum, aðra úr Gljúfurárholti land 8 og hina úr jörðinni Gljúfurárholt.
8. 1810023 - Deiliskipulag, Matfugl Þórustaðir
Matfugl ehf. sækir um að skipulagður verði byggingareitur vestan við mhl 06 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö hænsnahús ásamt þjónustu- og eggjahúsi fyrir þau og tengigangi við alifuglahúsin (mhl 06 og mhl 07) sem staðsett eru austan fyrirhugaðra alifuglahúsa.
Matfugl ehf. sækir um að skipulagður verði byggingareitur vestan við mhl 06 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö hænsnahús ásamt þjónustu- og eggjahúsi fyrir þau og tengigangi við alifuglahúsin (mhl 06 og mhl 07) sem staðsett eru austan fyrirhugaðra alifuglahúsa. Varphúsin tvö munu rúma allt að 7000 stofnhænur hvort og verða allt að 1500 m2 hvort. Þjónustu- og eggjahúsið mun verða allt að 350 m2Þegar nýju alifuglahúsin verða komin í fulla starfssemi er fyrirhugað að hætta notkun á mhl 04 undir alifugla ásamt breyttri notkun á mhl 09 en þar fer nú fram varp stofnfugla en því verður breytt í uppeldi fyrir allt að 3000 unghænur. Eftir stækkun verða því samtals á búinu 10.500 uppeldisstæði fyrir unghænur fyrst um sinn sem minnkar niður í um 5000 uppeldisstæði þegar mhl 04 verður Iagður af og allt að 25.000 varpstæði fyrir stofnhænur. Eftir stækkun verður samanlögð stærð alifuglahúsa á jörðinni allt að 7350 m2
Afgreiðsla: Samþykkt að deiliskipulagið fari í lögboðin feril.
9. 1803007 - Umhverfismál: Jarðgerð í Þorláksskógum á Hafnarsandi
Skipulagsstofnun bendir á eftirfarandi: Fyrirhuguð starfsemi og landnotkun er skipulagsskyld. Að mati stofnunarinnar á við að skilgreina svæðið sem efnislosun/efnistaka (E), sjá lið c.lið gr. 4.3.1 í skipulagsreglugerð. Gera þarf grein fyrir ef starfsemin kallar á mannvirkjagerð, svo starfsmannaaðstöðu. Ekki á við að heimila losun efnis á óbyggðu svæði. Í meðfylgjandi greinargerð um jarðgerð í Þorláksskógum kemur fram að ÍGF geri nú ráð fyrir að jarðgera rúmlega 2000 t á ári en að magnið geti orðið allt að 8000 t á næstu 10 árum á suðvesturlandi. Skipulagsstofnun bendir á tl. 11. 15 í 1. viðauka við lögin um jarðgerð þ.e. þar sem endurnýting úrgangs þar sem meðhöndluð eru meira en 500 tonn á af úrgangi á ári. Slík framkvæmd fellur undir B-flokk tl. 11.15. Ef fyrirhuguð jarðgerð er ráðgerð 500 t eða meira er hún tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar áður en til útgáfu framkvæmdaleyfis getur komið. Bent er á að samtvinna á málsmeðferð vegna skipulagslaga og laga um mat á umhverfisáhrifum og samnýta gögn. Ekki er ljóst af upplýsingum í gögnum hvort umfang fyrirhugaðrar starfsemi kalli á gerð deiliskipulags. Bent er á að ef ítarlega er gerð grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í aðalskipulagsbreytingunni getur komið til álita að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags. Leita þarf umsagnar Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits og annarra umsagnaraðila eftir því sem við á um lýsing og skipulagstillögu.
Afgreiðsla: Samþykkt hefur verið að fara í deiliskipulagsgerð á svæðinu I14 upp með Gamlavegi. Skoðað verður að staðsetja jarðgerðina innan þess deiliskipulags.
10. 1810039 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9 og land 8
Deiliskipulagið tekur tvö lönd, Gljúfurárholt land 8 sem er um 4,7 ha og Gljúfurárholt land 9 sem er um 16,3 ha.
Deiliskipulagið tekur tvö lönd, Gljúfurárholt land 8 sem er um 4,7 ha og Gljúfurárholt land 9 sem er um 16,3 ha. Um er að ræða landbúnaðarland sem liggur neðan við F11 samkvæmt aðalskipulagi. Gljúfurárholt land 8 liggur að vegstæði nýs tengivegar sem Vegagerðin mun leggja vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi. Aðkoma að svæðinu er frá Hvammsvegi nr. 374, vegteningar sem Vegagerðin hefur samþykkt. Innan Gljúfurárholt land 8 eru byggingarreitir, F1 fyrir gistihús og smáhýsi allt að 4 stk sem hvert væri 60 m2 með mænishæð allt að 6 m. Byggingarreitur fyrir F1 er í 50 m fjarlægð frá miðlínu Hvammsvegar. Byggingarreitur A1 fyrir skemmu sem hýsi hesthús, veitingaaðstöðu og reiðsvæði, allt að 1800 m2. Á uppdrætti er minnsta fjarlægð frá A1 fyrir m.a. hesthús að lóðarmörkum á landi nr. 9, 11 m. Í gildandi aðalskipulagi eru kröfur um minnst 25 m frá hesthúsi að lóðarmörkum aðliggjandi lands. A1 liggur 40 m frá miðlínu Hvammsvegar.
Afgreiðsla: Erindið fjallar um uppbyggingu ferðaþjónustu með stórum byggingum. Í vinnugögnum á aðalskipulagsbreytingum sem teknar verða áður en heildarendurskoðun á aðalskipulaginu verður afgreidd.
11. 1810068 - Alifuglabú að Læk
Um eldi á alifuglum gildir reglugerð um eldishús, nr. 520/2015. Þar segir í 6. gr. um fjarlægðir að sveitarstjórn ákveður í skipulagsáætlun fjarlægðir milli eldishúsa. Þar segir einnig m.a. að við nýbyggingar eldishúsa sem geta valdið auknum óþægindum ver að ákveða í samræmi við 6. gr. fjarlægðir þeirra við m.a.mannabústaði. Sveitarstjórn skal ákveða fjarlægðina með hliðsjón af stærð búanna.
SBU leggur til að stefna sveitarfélagsins um fjarlægðir að mannabústöðum á næstu jörðum þar sem setja á niður alifuglabú, verði 50 m fyrir bú upp að 85.000 stæðum fyrir kjúklinga og 60.000 stæðum fyrir hænur. Bú sem eru þá með færri en 40.000 stæði alifugla skulu vera í minnst 50 m fjarlægð frá mannabústöðum á næstu jörðum.
Afgreiðsla: Fyrir liggur erindi frá Læk í Ölfusi að vera með alifuglaeldi fyrir hænur þar sem geta verið allt að 40.000 stæði.
Samkvæmt tillögu SBU um fjarlægðarmörk frá alifuglabúi að íbúðarhúsum að aðliggjandi jörðum er erindið samþykkt.
12. 1810066 - Aðalskipulag, landbúnaðarland
Fyrir liggur ósk um breytingar á greinargerð með Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 um stærðarákvarðanir á landbúnaðarlandi hvað megi byggja innan ákveðinnar stærðar.
Afgreiðsla: Samþykkt að tillaga að breytingu á greinargerðinni er varðar skipulag á landbúnaðarlandi fari í heildarendurskoðun á aðalskipulaginu
13. 1810032 - Skipulag á landi úr Gljúfurárholti, land 10
Fyrir liggur erindi um aðalskipulagsbreytingu á landi nr. 10 úr jörðinni Gljúfurárholti. Í vinnugögnum um mál sem taka á til skoðunar sérstaklega fyrir heildarendurskoðun á aðalskipulaginu er að innan lands nr. 10 verði skilgreind þar íbúðasvæði, stofnanalóð og verslunar- og þjónustulóð.
Samþykkt er að unnin verði skipulags- og matslýsing sem fer í almenna kynningu.
14. 1810046 - Aðal- og deiliskipulag Ingólfshvoll
Fyrir liggur óveruleg breyting á Aðalskipulagi Ölfuss, 2010-2022 að breyta reitum V12 þannig að heimilt sé að vera með gistingu innan reitsins.
Afgreiðsla: Samþykkt óveruleg breyting er heimili allt að 8 hús með gistingu fyrir 50 gesti.
15. 1605026 - Vatnsveita: Berglind forðaöflun
Fyrir liggur aðalskipulagsbreyting á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 að skilgreint verði vatnsverndarsvæði fyrir nýja borholu fyrir vatnstöku ofan við Ölfusborgir.
Afgreiðsla: Samþykkt að aðalskipulagsbreytingin fari í lögboðinn feril.
16. 1802019 - Aðalskipulag: Síld og fiskur ehf. - fyrirhuguð uppbygging á svínabúi
Breyting á iðnaðarsvæðinu I24. Um 10 ha verði breytt í landbúnaðarland.
Innan iðnaðarsvæðis I24 hefur fyrirtækið Síld og fiskur sótt um tvær lóðir. Einnig sækir fyrirtækið um að um 10 ha svæði innan I24, fyrir norðan núverandi deiliskipulag. Fyrirtækið sækir um að hluti af svæðinu verði breytt í landbúnaðarland. Fyrirtækið hefur nú þegar sótt um lóðir 8 og 9 innan deiliskipulagsins.
Afgreiðsla: Fyrir liggur greinargerð um aðalskipulagsbreytingu á iðnaðarsvæðinu I24. Breytingin fellst í því að skilgreina heimildir til þauleldis svína á iðnaðarsvæðinu norðan við samþykkt deiliskipulag. Hluti af iðnaðarsvæðinu sem fyrirtækið sækir um verði breytt í landbúnaðarland þar sem gert er ráð fyrir að stofna lögbýli og heimila búsetu, starfsmannahús.
Lýsingin fyrir breytingunum var kynnt í júní-júlí 2018.
17. 1709006 - Aðalskipulagsbreyting Saurbær, Tálkni ehf
Aðalskipulagsbreyting fyrir hluta úr landi Litla- og Stóra Saurbæjar. Sett inn nýtt verslunar- og þjónustusvæði
Fyrir liggur aðalskipulagsbreyting á hluta úr jörðunum Litla- og Stóra-Saurbæ. Lýsingin fyrir breytingunum var kynnt í ágúst-september 2018.
Afgreiðsla: Samþykkt að aðalskipulagsbreytingin fari í lögboðin feril.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?