Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 264

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
31.01.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901042 - Staða hitaveitu í Þorlákshöfn.
Á fundinn komu Inga Dóra Hrólfsdóttir framkvæmdarstjóri Veitna og Hafliði Jón Sigurðsson forstöðumaður, Guðmundur Óli Gunnarsson tæknistjóri og Einar Gunnarsson jarðfræðingur og gerðu grein fyrir stöðu mála hvað hitaveitu Þorlákshafnar varðar.
Í máli þeirra kom meðal annars fram að þegar hafi verið ráðist í miklar framkvæmdir við að treysta dreifikerfi hitaveitu í sveitarfélaginu. Slíkt er forsenda þess að hægt verði að afhenda aukið magn af heitu vatni. Þá kom fram að í vinnslu væru aðgerðir til að auka verulega vinnslugetu á Bakka. Þannig aukist afhending um allt að 20% á næstu mánuðum og allt að 40% á árinu. Gangi það eftir ætti orku afhending á þjónustusvæði Þorláksveitu að vera tryggð.

Bæjastjórn þakkar upplýsingarnar.

Bæjarstjórn lýsir enn fremur yfir áhyggjum af stöðu hitaveitumála eins og hún er núna. Vakin er athygli á því að í Sveitarfélaginu Ölfusi er framleitt gríðarlegt magn af orku á hverju ári. Þannig lætur nærri að á Hellisheiðinni einni séu framleidd rúmlega 300 MW af rafmagni og rúmlega 100 MW af heitu vatni. Þar við bætist sú mikla orka sem er niðri á láglendinu. Á engum tíma mun það því verða séð sem boðleg staða að íbúum og/eða fyrirtækjum skorti orku til áframhaldandi vaxtar.

Bæjarstjórn bendir enn fremur á að sveitarfélagið er í mikilli sókn. Þannig stefnir í umtalsverðan fjölgun íbúa og vaxtar í atvinnulífinu. Bæjarstjórn Ölfuss sér það sem forsendu áframhaldandi samvinnu að flöskuháls þessa vaxtar verði ekki skortur á afhendingu þeirrar orku sem gnægð er af í sveitarfélaginu.
Niðurstaða fundar:
Lagt fram
2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Guðmundur Oddgeirsson lagði til að Rakel Sveinsdóttir yrði kjörin formaður öldungaráðs.
Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar, Jón Páls og Þrúðar.

Bæjarstjórn samþykkti með fjórum atkvæðum að Öldungaráð sveitarfélagsins verði þannig skipað:

Fyrir hönd bæjarstjórnar:
Aðalmaður: Einar Sigurðsson.
Til vara: Guðni Pétursson.

Fyrir hönd Félags eldri borgara:
Aðalmaður: Sigurður Bjarnason.
Til vara: Hjörtur B. Jónsson.

Fyrir hönd Hollvinasamtakanna Höfn:
Aðalmaður: Þorvaldur Garðarsson.

Jón Páll, Guðmundur og Þrúður sátu hjá.
Niðurstaða fundar:
Samþykkt
3. 1901035 - Eyjahraun 8
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Ingibjörgu Þorleifsdóttur þar sem lagt er til að Eyjahraun 8 verði breytt í safn til minningar um viðlagasjóðshúsin og þá giftursamlegu björgun sem varð í Heimaeyjargosinu 1973.

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur fram tillögu um að erindinu verði vísað til Fagráðs Byggðasafns Árnesinga til umsagnar, til Markaðs og menningarnefndar Ölfuss til skoðunar og úrvinnslu.
Fagráðið og nefndin svari því hvort hér sem um að ræða sögu- og menningartækifæri fyrir Þorlákshöfn, vísi að safni um sögu Þorlákshafnar".Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn atkvæðum Þrúðar og Guðmundar. Jón Páll sat hjá.

Eftirfarandi bókun lögð fram:

"Bæjarstjórn þakkar bréfritara og telur hugmyndina allra góða gjalda virði.
Eftir sem áður er það mat bæjarstjórnar að rétt sé að selja húsið".

Samþykkt með fimm atkvæðum. Guðmundur og Þrúður sátu hjá.
Niðurstaða fundar:
Synjað
4. 1810009 - Almannavarnir. Viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjarstjórn lágu drög að uppfærðri viðbragðsáætlun almannavarna í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn samþykkir drögin samhljóða fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að ganga frá lokaútgáfu viðbragðsáætlunar almannavarna.
Niðurstaða fundar:
Samþykkt
5. 1901011 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá Sveitarfélaginu Ölfusi 2019.
Fyrir bæjarstjórn lá tillaga aða reglum um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá elli- og örorkulífeyrisþegum fyrir árið 2019.
Um er að ræða efnislega sömu reglur og undanfarin ár með þeim breytingum að viðmiðunartölum hafa tekið breytingum með hliðsjón af launavísitölu.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Niðurstaða fundar:
Samþykkt
6. 1704028 - Skipulagsáform Hjarðarból
Fyrir bæjarstjórn lá beiðni um umsögn um undanþágu frá ákvæði um lágmarksfjarlægð bygginga frá vegum.
Bæjarstjórn veitir erindinu jákvæða umsögn enda hefur þegar verið samþykkt að óskað verði eftir tilgreindi undanþágu til ráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.
Niðurstaða fundar:
Samþykkt
Fundargerðir til staðfestingar
7. 1901001F - Bæjarráð Ölfuss - 306
Fyrir bæjarstjórn lá fundargerð 306. fundar bæjarráðs Ölfuss.

Liður 1 - Beiðni um styrk. Bændur græða landið. Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 2 - Dómsmál vegna lóðaúthlutnar Landstólpi ehf. Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 3 - Lagafrumvörp, beiðni alþingis um umsögn. Lá fyrir til kynningar.
Liður 4 - Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2018-2019 lá fyrir til staðfestingar.
Tillaga:
Bæjarstjórn samþykkir úthlutunarreglurnar eins og þær liggja fyrir í fundargerð bæjarráðs þó með þeim breytingum að fyrsta málsgreinin verði sem hér segir:
"Úthlutuðum byggðakvóta alls 300 þorskígildistonn verði þannig úthlutað að 35% verði skipt jafnt á milli allra skipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 665/2013 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 sem skráð voru í Þorlákshöfn 1. des 2018 og hafa almennt veiðileyfi".
Samþykkt samhljóða. Jón Páll Kristófersson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Liður 5 - Yfirlýsing um búsetu á jörðinni Kröggólfsstaðir. Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 6 - Beiðni um fjárhagslegan styrk frá Bjarkarhlíð. Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða
Liður 7 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá. Lá fyrir til kynningar.
Liður 8 - Samningur um gámastöðu Hrímsmýri. Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 9 - Aðalfundur Bergrisans. Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 10 - Umsögn um ívilnun til nýfjárfestingar. - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 11 - Útleiga á rými Hafnarbergi 1. - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 12 - Samningar við Umf. Þór og Knattspyrnuf. Ægi vegna barna og unglingastarf - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 13 - Drög að reglugerðum um veiðar á sæbjúgum og úthlutun aflamarks i sæbjúgum. - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
Liður 14 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu. - Lá fyrir til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Niðurstaða fundar:
Staðfest
8. 1812009F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 99
Fyrir bæjarstjórn lá fundargerð 99. fundar skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar.

1. 1811055 - Umsókn um lóð Hafnarskeið 20 - lá fyrir til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
2. 1812021 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun ferskvatnsholna við Engidalskvísl - lá fyrir til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
3. 1812022 - Framleiðsluaukning og stækkun Samherja fiskeldis á Núpum í Ölfusi - lá fyrir til kynningar.
4. 1812017 - Stofnun lóða Litli Saurbær - lá fyrir til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
5. 1810039 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9 og land 8 - lá fyrir til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
6. 1610029 - Deiliskipulag og Byggingarleyfi, Grásteinn - lá fyrir til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
7. 1711024 - Deiliskipulag Sambyggð fjölbýli - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
8. 1706010 - Deiliskipulag norðan Norðurbyggðar - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
9. 1302033 - Skipulagslýsing fyrir Borgargerði - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
10. 1506070 - Þorlákshöfn: Skipulagsmál á hafnarsvæði - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
11. 1810046 - Aðal- og deiliskipulag Ingólfshvoll - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
12. 1803034 - Aðalskipulagsbreyting Bláengi - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
13. 1812026 - Lóðarúthlutunarreglur breytingar - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða að fresta málinu og bæjaráði falin fullnaðarafgreiðsla málsins.
14. 1812025 - Gjaldskrá breytingar - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
15. 1812032 - Afnot af athafnasvæði - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
16. 1812029 - Lóðarleigusamningur Laxabraut 1 - lá fyrir til samþykktar
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Niðurstaða fundar:
Staðfest
9. 1901006F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 100
Fyrir bæjarstjórn lá fundargerð 100. fundar skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar.

1. 1711030 - Selvogsbraut 41, byggja við og ofan á húsið - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
2. 1901034 - Umsókn um lóðir. Nesbraut 23 og 27 - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
3. 1802056 - Uppgræðslusjóður Ölfuss Umsóknir 2018. - - Lá fyrir til kynningar.
4. 1112012 - Deiliskipulag og matsáætlun efnistöku í Hvammsnámum - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
5. 1812021 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - borun ferskvatnsholna við Engidalskvísl - - Lá fyrir til staðfestingar.
Með hliðsjón af því að fyrir liggur að forsætisráðuneytið hefur þegar sent umsókn um stofnun þjóðlendunnar Ölfus- og Selvogsafréttur, ásamt fylgiskjölum (uppdráttur sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar) til Sveitarfélagsins Ölfuss veitir bæjarstjórn umbeðið framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða.
6. 1808029 - Kaldavatnstenging að Litla og Stóra Saurbæ, Tálkni ehf - Lá fyrir til kynningar.
7. 1806028 - Skipulagsmál Endurskoðun á aðalskipulagi Ölfuss 2018-2030. - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
8. 1901031 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9 - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
9. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8 - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
10. 1901032 - Undanþága frá 100 m frá tengivegi - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
11. 1706001 - Árbær IV Skipulag Aðalskipulag. Ósk um breytingu Aðalskipulags Ölfuss 2010-2022 í landi Árbæjar IV og heimild til deiliskipulagsgerðar á grundvelli hennar - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
12. 1812025 - Gjaldskrá breytingar - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

Niðurstaða fundar:
Staðfest
10. 1901005F - Fræðslunefnd - 27
1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra - Lá fyrir til kynningar.
2. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. - Lá fyrir til kynningar.
3. 1711035 - Leikskólinn Bergheimar: Verklagsreglur - Lá fyrir til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
4. 1901023 - Leikskólinn Bergheimar. Jafnréttisáætlun - Lá fyrir til kynningar.
5. 1901024 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins - Lá fyrir til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Niðurstaða fundar:
Staðfest
11. 1901004F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 34
1. 1810060 - Fjármál. Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2019. - Lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
2. 1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur.- Lagt fram til kynningar.
3. 1901021 - Tekjur af fiskeldisfyrirtækjum 2014-2018, - Lagt fram til kynningar.
4. 1804028 - Þorlákshöfn. Tilboð í innsiglingarljós - Lagt fram til kynningar.
5. 1810031 - Þorlákshöfn - viðhaldsdýpkun - Lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
6. 1506073 - Þorlákshöfn: Hafnarframkvæmdir, viðhald og endurbætur - Lagt fram til kynningar.
7. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn - Lagt fram til kynningar.
8. 1808003 - Þorlákshöfn: Mannbjörg aðstaða til sjósetningar björgunarbáts - Lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
9. 1812009 - Þorlákshöfn. Áhættumat hafna. - Lagt fram til kynningar.
10. 1812010 - Þorlákshöfn. Breytingar á svæði við Kuldabola. - Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.

Niðurstaða fundar:
Staðfest
12. 1812010F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 15
1. 1811020 - Umsókn Þórs í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss - lagt fram til samþykktar
Samþykkt samhljóða.
2. 1811024 - Umsókn Róberts Khorchai Angelusonar í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss - lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
3. 1811023 - Umsókn Ægis í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss - lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
4. 1811022 - Umsókn Körfuknattleiksdeildar Þórs í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss - lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
5. 1811025 - Umsókn Gyðu Daggar Hreiðarsdóttur í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss - lagt fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Niðurstaða fundar:
Staðfest
Fundargerðir til kynningar
13. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fyrir bæjarstjórn lágu eftirfarandi fundargerðir stjórnar SASS.

541. fundur stjórnar SASS.
542. fundur stjórnar SASS.

Lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða fundar:
Lagt fram
14. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Fyrir bæjarstjórn lá fundargerð Almannavarnarnefndar Árnessýslu dags. 18.12.2018.

Lögð fram til kynningar
Niðurstaða fundar:
Lagt fram
15. 1901019 - Fundargerðir verkefnahóps um Þorláksskóga.
Fyrir bæjarstjórn lá fundargerð verkefnahóps um Þorláksskóga frá 15. janúar 2019.

Lögð fram til kynningar
Niðurstaða fundar:
Lagt fram
16. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fyrir bæjarstjórn lá fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lögð fram til kynningar
Niðurstaða fundar:
Lagt fram
17. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fyrir bæjarstjórn lágu eftirfarandi fundargerðir:

fundargerð 402 stjórnarfundar Sorpu.
fundargerð 16. eignarfundar Sorpu.
fundargerð 274. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
fundargerð 275. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
fundargerð 276. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurland.

Lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða fundar:
Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?