Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 308

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
14.03.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Grétar Ingi Erlendsson 1. varamaður,
Þrúður Sigurðardóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2018.
Fyrir bæjarráði lá rekstraryfirlit janúarmánaðar. Þar kemur í ljós að 31.01. s.l. höfðu um 7% af útsvarstekjum skilað sér eða rúmlega 140 milljónir.
Er þar um nokkra aukningu að ræða á milli ára.
Tekjur af fasteignagjöldum hækka lítilega á milli ára og hið sama er að segja um jöfnunarsjóð og lóðarleigu.
Þá lá einnig fyrir yfirlit fjárfestinga fyrir sama tímabil.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
2. 1508023 - Reykjadalur Framkvæmdir í Dalnum
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem staðfest er tillaga stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2019.
Í erindinu er tilkynnt að umsókn Sveitarfélagsins Ölfuss um styrk til framkvæmda í Reykjadal hafi verið samþykkt.
Um er að ræða styrk að fjárhæð kr. 31.750.500 til framkvæmda við 7. áfanga í endurbótum á dalnum þar með talið endurbætur á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti.
Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á.
Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn.

Samningur um styrkveitinguna mun berast innan skamms.

Bæjarráð fagnar þessum áfanga í áframhaldandi uppbyggingu Reykjadals í Ölfusi og felur bæjarstjóra framgang erindisins.

Bæjarráð óskar ennfremur eftir því að skipulags- bygginga- og umhverfisnefnd hefji nú þegar undirbúning að því að deiliskipuleggja bílastæði og aðra þjónustu fyrir gesti Reykjadalsins.
3. 1805003 - Arnarker, stígur
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem staðfest er tillaga stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingar úr sjóðnum vorið 2019 um styrk að fjárhæð kr. 10.891.540.- til Arnarkers.
Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn.
Samningur um styrkveitinguna mun berast innan skamms.

Bæjarráð fagnar þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna og felur bæjarstjóra framgang erindisins.
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Til kynningar.
5. 1903002 - Erindi frá samgöngunefnd SASS.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá samgöngunefnd SASS þar sem kallað var eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

1. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í
sveitarfélaginu ykkar?

a. Uppbygging hafnarinnar í Þorlákshöfn gert getur mögulegt að þjónusta bæði farþega- og farmskip.
b. Tvöföldun Þrengslavegar og Þorlákshafnarvegar.
c. Nýtt vegstæði Arnabælisvegar.

2. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í
sveitarfélaginu ykkar?

a. Endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn til að mynda hvað varðar endurbætur á stálþili, dýpkun og fl.
b. Uppbygging nýrrar aðkomu að Reykjadal um Klambragil gegnum Ölkelduháls.
c. Endurbætur á Arnarbælisvegi.


3. Ef horft er á Suðurland sem heild hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarsjórn
ykkar setja fremst á blað aðrar en í ykkar sveitarfélagi?

a. Tvöföldun Suðurlandsvegar vestur fyrir Selfoss.
b. Ný brú yfir Ölfusá.
c. Uppbygging Kjalvegar sem heilsársvegar.

4. Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld?
Bæjarráð telur með öllu ótímabært og í raun markleysa að móta sér afstöðu til veggjalda á meðan útfærsla slíkrar gjaldheimtu liggur ekki fyrir.
Að því sögðu vill bæjarráð þó leggja þunga áherslu á að stórátak verði gert í samgöngum á landinu og þá ekki síst á vestasta hluta Suðurlands.
Ber þar að horfa sérstaklega til tvöföldunar Þrengslavegar og Suðurlandsvegar austur fyrir Selfoss.


5. Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi?
Sveitarstjórn Ölfuss beinir því til hlutaaðeigandi að tekinn verði upp beinn akstur milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og tryggt að ferðafjöldi og tímasetningar séu raunhæfur valkostur fyrir notendur þjónustunnar.
Þá telur Sveitarstjórn Ölfuss það afar mikilvægt að beinar samgöngur séu einnig milli Þorlákshafnar og Selfoss þannig að farþegar á þeirri leið þurfi ekki viðkomu í Hveragerði alla daga.

6. Annað sem sveitarstjórn vill koma á framfæri við samgöngunefnd SASS?

Samþykkt samhljóða.
6. 1902058 - Íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fyrir bæjaráði lá erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga.
Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017 "Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa".

Sveitarfélögin munu fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags.
Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.

Bæjarráð þakkar kynninguna.

7. 1903006 - Vatnsveita Hjarðarbóli.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá eigendum jarðarinnar Hjarðarbóls.
Í erindinu er því lýst að eigendum sé með öllu ómögulegt að standa við þau áform að tengja tilgreinda nýbyggingu við þá staðbundnu vatnsveitu sem fyrirhugað var og fram kom í forsendum deiliskipulags.
Því er óskað eftir heimild til að tengjast vatnsveitunni Berglind sem er í eigu sveitarfélagsins.
Í samræmi við 15. gr. vatnalaga frá 2006 heimilar bæjarráð bréfrita að leggja bráðabirgðalögn að vatnsveitu sveitarfélagsins og tengja sig við hana.
Kostnaður við lagningu hennar skal borinn af bréfritara eða framkvæmdin unnin af honum en þó ætíð undir forsjá sveitarfélagsins.
Í öllum tilvikum skal efnisval og frágangur lagningar ákveðin af sveitarfélaginu.
Fasteignaeigandi skal að auki greiða stofn- og tengigjald skv. gjaldskrá sveitarfélgsins.
Sveitarfélagið Ölfus verður eigandi að lögninni og fer með forræði hennar til jafns við aðra hluta af vatnsveitu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
8. 1903007 - Ráðning starfsmanna á Bergheima.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Leikskólanum Bergheimum þar sem óskað var eftir heimild til að ráða verkefnastjóra í 80% stöðu með áherslu á núvitund barna og fl.

Bæjarráð tekur undir afstöðu fræðslunefndar eins og hún kom fram á 29. fundi nefndarinnar.
Erindið er sannarlega jákvætt og getur komið að gagni í starfi skólanna en bæjaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan gildandi fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?