Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 309

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
11.04.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rakel Sveinsdóttir formaður,
Steinar Lúðvíksson varaformaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.
Fyrir bæjarráði lá afrit af rekstraryfirliti frá 01.01.2019 til 28.02. 2019.
Samanburður við sama tímabil 2018 sýnir að skatttekjur hækka á milli ára um 9% eða rétt tæpar 25 milljónir.
Gjöld vegna félagsþjónustu hækka um 15% og fara úr 38 milljónum í 44, fræðslu- og uppeldismál hækka um 5% og fara úr 148 milljónum í 156 milljónir og æskulýðs- og íþróttmál hækka um 23% og fara úr 34 milljónum í 42.
Fyrir bæjarráði lá einnig afrit af fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss og yfirlit yfir fjárfestingar það sem af er árs.
Þar kemur fram að kostnaður vegna verklegra framkvæmda sem verið hafa í undirbúningi hefur ekki nema að litlu leyti komið fram.
Hluti af gatnagerð sem fyrirhuguð er hefur verið boðin út og tilboð fengin og munu verklegar framkvæmdir hefjast von bráðar.
Undirbúningur og endurskoðun á framkvæmd við byggingu fimleikahúss er einnig á loka metrunum og ættu framkvæmdir að geta hafist á vordögum.

Til kynningar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar
2. 1904030 - Starfsmannamál. Ráðning sviðsstjóra fjármála- stjórnsýslu- og menningarsviðs.
Fyrir bæjarráði lágu gögn með upplýsingum um þá aðila er sóttu um stöðu sviðsstjóra fjármála- stjórnsýslu- og menningarsviðs.
Alls sóttu 13 aðilar um stöðuna en 4 þeirra drógu umsókn sína til baka áður en til birtingar kom. Eftir stóðu því 9 umsækjendur.
Hagvangur sem annaðist ráðningarferlið mælti með því að 4 umsækjendur yrðu boðaðir í viðtöl og var það gert.
Að afloknum viðtölum var það tillaga Hagvangs að Sandra Dís Hafþórsdóttir yrði ráðin í starfið.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að ráða Söndru Dís Hafþórsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- stjórnsýslu- og menningarsviðs.

Guðmundur lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ekki er gert ráð fyrir þessari stöðu í fjárhagsáætlun ársins og væntanlega þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins launakostnaður".

3. 1904013 - Viðbygging Egilsbraut 9.
Fyrir bæjarráði lágu afrit af gögnum vegna umsóknar sveitarfélagsins um stofnframlag til leiguíbúða sem fyrirhugað er að byggja við Egilsbraut 9.
Meðal gagna er sundurliðað stofnvirði við bygginguna.
Heildarkostnaður er áætlaður rúmlega 157 milljónir og sótt er um 24% stofnframlag ríkisins (tæplega 38 milljónir) gegn 12% framlagi sveitarfélagsins rúmlega 25 milljónir).

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"O-listinn sem fyrr fagnar að unnið sé að málum eldri borgara en harmar það að minnhlutinn hafi ekki fengið að koma að þessum tillögum.
Í fjárhags- og framkvæmdaráætlun er aðeins gert ráð fyrir 6 milljónum kr. í þennan málaflokk.
Mikil breyting er frá vinnubrögðum síðustu bæjarstjórnar sem kappkostaði að hafa þáverandi minnhluta með í ráðum.
Að öðru leyti er vísað til bóknunar O-listans á síðasta bæjarstjórnarfundi þann 28. mars 2019 og þá við dagskrárlið númer 12".

Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Núverandi meirihluti hefur ekki á neinum tíma litið sem svo á að málefni eldri borgara séu pólitísk i eðli sínu.
Tilkoma og undirbúningur þessa máls hefur verið leidd af öldungaráði en ekki pólitískri nefnd.
Öldungaráð sem kjörið var af bæjarstjórn án mótatkvæða er ætlað að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni aldraðra og er það áfram vilji meirihluta D-lista að þeim verði falið að fylgja þeim málum áfram frekar en pólitískir fulltrúar flokkanna".

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar O-listans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um kjör i öldungaráð þar sem listinn vildi að raddir kvenna myndu heyrast og gerði tillögu um það sem var felld af meirihlutanum og telur hann að nefndin sé pólitískt kjörin".

Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Á fundi bæjarstjórnar þar sem kjörið var í öldungaráð lagði Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi O-lista til að Rakel Sveinsdóttir fulltrúi D listans, tæki sæti í öldungaráði í stað þess fulltrúa sem nú á þar sæti.
D listinn hafnaði þessari tillögu á þeim forsendum sem hér hafa komið fram að í Öldungaráði sætu ekki pólitískt kjörnir fulltrúar".

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra áframhaldandi framgang umsóknarinnar og verkefnisins í heild.
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
Til kynningar.
5. 1903039 - Malbikunarframkvæmdir 2019.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Davíð Halldórssyni umhverfisstjóra Ölfuss þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi til að mæta þörf fyrir viðhaldi á bundnu slitlagi á Unubakka, Skálholtsbraut, Selvogsbraut og Setberg ásamt nýlögn í Búðahverfi.
Þegar hefur farið fram verðkönnun þar sem lægsta tilboð hljóðar upp á 20.769.700 kr. í yfirlagnir og 3.133.900 kr. í nýlögn í Búðahverfi ásamt m2 verði í malbiksviðgerðir.

Í gildandi fjárhagsáætlun eru til ráðstöfunar rúmlega 19 milljónir til þessara verka.
Óskað er eftir 5 milljóna auka fjárframlagi í viðhald gatna fyrir árið 2019.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að ganga frá viðauka við fjárhagsætlun þar sem framlag til tilgreindra malbikunarframkvæmda er hækkað um 5 milljónir frá gildandi fjárhagsáætlun.
6. 1904004 - Styrktarsjóður EBÍ 2019
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Styrktarsjóði EBÍ fyrir árið 2019.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
7. 1903044 - Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um vinnulag er varðar almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélagsins séu í samræmi við lög og reglur.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
8. 1903011 - Viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa.
Fyrir bæjarráði lá tillaga að viðmiðunarreglum um veitingu launalausra leyfa til starfsmanna Sveitarfélagsins Ölfuss.

Bæjarráð samþykkir reglurnar samhljóða og felur bæjarstjóra að kynna þær fyrir yfirmönnum stofnana.
Bæjarráð fagnar því sérstaklega að verið sé að samræma verklagsreglur í starfsmannamálum á milli stofnana sveitarfélagsins og hvetur til þess að sú vinna haldi áfram.
9. 1904023 - Uppbygging íbúðabyggðar Móar.
Fyrir bæjarráði lágu drög að samkomulagi milli Hamrakóra og Sveitarfélagsins Ölfuss þar sem kveðið er á um samstarf milli aðila um úthlutun á svo kölluðu Móalandi sem afmarkast af Þorlákshafnarvegi til vesturs, Selvogsbraut til suðurs, Ölfusbraut til norðurs (Hafnarvegur) og Unubakka og Vesturbakka til austurs (svonefndu Bakkahverfi).
Með samkomulaginu sem gildir til 10 ára hyggjast aðilar mæla fyrir um samstarf um skipulag svæðisins, gatnagerð, lagnakerfi og rétt Hamrakórs til að fá lóðunum á svæðinu úthlutað með þeim fyrirvara að nýtt aðal- og deiliskipulag taki gildi fyrir svæðið og að Hamrakór skuldbindi sig til að hraða uppbyggingu á grundvelli hins nýja deiliskipulags þannig að á svæðinu rísi eftirsóknarverð, hagkvæm og aðlaðandi byggð sem styrki Ölfus í sessi sem eftirsóknarverðan búsetukost.
Sérstaða samkomulagsins er sú að Hamrakór munu alfarið sjá um og bera kostnað af allri gatnagerð, lagningu frárennslislagna, götulýsingar og aðra innviðauppbyggingu í takt við uppbyggingu á svæðinu sem og fullnaðarfrágang opinna svæða og göngustíga verði þau skilgreind í skipulagi.
Sveitarfélagið mun að loknum framkvæmdum við hvern áfanga taka yfir eignarhald og þar með tilheyrandi ábyrgð svo sem við viðhald og rekstur gatna og almenningssvæða á svæðinu.
Þannig er mjög dregið úr áhættu og kostnaði sveitarfélagsins við uppbygginguna.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið samhljóða og felur bæjarstjóra að undirrita það og fylgja því eftir.

Bæjarráð leggur enn fremur áherslu á að í ljósi mikils og vaxandi áhuga á lóðum í sveitafélaginu verði tryggt að framboð á lóðum sé ávallt nægt fyrir hvern þann sem byggja vill íbúðar- eða atvinnuhúsnæði.
Sérstaklega þarf að huga að því að heimamenn geti byggt sér íbúðar- og atvinnuhúsnæði þegar vilji þeirra stendur til slíks.
Því felur bæjarráð bæjarstjóra að leggja drög að breytingu á gildandi úthlutunarreglum lóða þannig að umsækjendur og lögaðilar með lögheimili í sveitafélaginu hafi einhverskonar forgang í lóðaúthlutun sem og að lögaðilar sem skráðir eru með fasta starfsemi í sveitafélaginu fái víðari tíma til framkvæmda á lóðum heldur en nú er.

Samþykkt samhljóða.

Guðmundur Oddgeirsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég greiði þessu atkvæði mitt en er hugsi yfir því að afhenda einum aðila einkarétt á þessu byggingarsvæði til 10 ára.
Tek undir að það verður að vera tryggt að aðrar byggingarlóðir verði tiltækar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, íbúða- og atvinnulóðir.


10. 1903046 - Viðræður um breytt sveitarfélagamörk.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Hveragerðisbæ þar sem minnt var á að ósvarað væri innsendu erindi frá maí 2015 er varðar breytt sveitarfélagamörk.
Í því erindi óskaði Hveragerði eftir því að land sem hingað til hefur tilheyrt Sveitarfélaginu Ölfusi verði afhent Hveragerði.
Bæjarráð minnir á að það erindi sem Hveragerði vísar í var tekið til umfjöllunar á 222. fundi bæjarstjórnar Ölfuss í júní 2015.
Þar fékk málið þá afgreiðslu að miðað við þau gögn og forsendur sem fyrir lágu sæi bæjarstjórn ekki möguleika á því að verða við því.
Bæjarstjórn ítrekaði vilja til áframhaldandi góðs samstarfs og sá ekki að núverandi sveitarfélagamörk komi í veg fyrir það.
Erindinu var síðan hafnað samhljóða.

Bæjarráð telur að ekkert nýtt hafi komið fram sem kallar á endurskoðun þessarar afstöðu og hafnar því erindinu samhljóða á ný.

11. 1809023 - Innkaupareglur Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjarráði lágu drög að innkaupareglum fyrir sveitarfélagið.
Tilgangurinn með innkaupareglunum er að stuðla enn frekar að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Ölfuss og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem bærinn kaupir.
Ennfremur skulu reglurnar stuðla að því að litið sé til umhverfissjónarmiða og líftíma vöru við innkaup.
Reglunum er einnig ætlað að stuðla að því að Ölfus hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé vönduð.
Þá er reglunum ætlað að stuðla að stjórnfestu og fyrirsjáanleika í framkvæmd, gagnsæi, jafnræði og því að reglur um málsskotsrétt séu virtar við innkaup.

Bæjarráð samþykkir innkaupareglurnar samhljóða og felur bæjarstjóra að kynna þær fyrir forstöðumönnum.
12. 1904029 - Gatnagerð. Sambyggð 14-20
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða útboðs vegna gatnagerðar í Sambyggð 14 - 20.
Sex eftirfarandi tilboð bárust og voru þau opnuð 5. apríl kl. 11:00.

Bjóðandi Tilboðsfjárhæð Yfirfarin tilboðsfjárhæð Hlutfall af kostnaðaráætlun
Aðalleið ehf. 22.131.490 22.131.490 102,9 %
Borgarvirki ehf. 23.119.270 23.119.270 107,5 %
Gleipnir ehf. 25.000.000 25.000.000 116,2 %
HB Vélar ehf. 24.698.350 24.698.350 114,8 %
Smávélar ehf. 21.844.410 21.844.410 101,5 %
Stórverk ehf. 23.066.400 23.066.400 107,2 %

Kostnaðaráætlun verksins var 21.513.655 kr.
Öll verð eru með vsk.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Smávéla að upphæð 21.844.410 kr. í verkið.
13. 1904008 - Gatnagerð. Hraunshverfi
Fyrir bæjarráði lá niðurstaða verðkönnunar vegna heildar hönnun gatnagerðar á nýju hverfi "Hraunshverfi" og gerð útboðsgagna.
Þrjú eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Verkfræðistofan Efla 3.800.000.- vsk
Mannvit verkfræðistofa 6.990.000.- vsk
Tækniþjónusta SÁ ehf 3.564.540.- vsk

Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Tækniþjónustu SÁ ehf.að upphæð 3.564.540 kr. í verkið.


14. 1904028 - Gatnagerð. Vesturbakki, Ölfusbraut
Sjö tilboð bárust í gatnagerð Vesturbakki-Ölfusbraut.
Tilboðsfjárhæðir breytust ekki eftir yfirferð.
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda HB Vélar ehf.

Bjóðendur: Tilboðsfjárhæð ISK

Aðalleið ehf. 29.491.700 90,5 %
Borgarvirki ehf. 29.286.800 89,9 %
Fögrusteinar ehf. 31.401.850 96,3 %
Gleipnir ehf. 30.000.000 92,2 %
HB. Vélar ehf. 28.979.150 88,9 %
Smávélar ehf. 29.217.550 89,6 %
Stórverk ehf. 31.944.410 98,0 %

Kostnaðaráætlun. 32.595.000 100%
Öll verð eru með vsk.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði HB. véla að upphæð 28.979.150 kr. í verkið.
Fundargerðir til kynningar
15. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 27. mars. s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?