Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 267

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.04.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Kristín Magnúsdóttir 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1902015 - Fjármál. Ársreikningur Sveitarfélagins Ölfuss 2018
Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss A- og B-hluti fyrir árið 2018 tekinn til siðari umræðu.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Ölfuss A og B hluta námu alls um 2.539 milljónum króna þar af voru rekstrartekjur A hluta 2.226 milljónir króna.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt A og B hluta var jákvæð um 243 milljónir króna en rekstarniðurstaða A hluta var jákvæð um 151 milljón króna.
Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir A og B hluta um 5.002 milljónum króna.
Bókfært eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam um 2.676 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins 53,5%.

a)Ársreikningur sjóða í A-hluta 2018:
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 213.241
Rekstrarafkoma ársins kr. 150.567
Niðurstaða efnahagsreiknings. Eignir 3.761. Skuldir 1.917.
Eigið fé kr. 1.844.

b)Ársreikningur Félagslegra íbúða
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 3.803.
Rekstrarafkoma ársins kr. -4.680.
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 111.952. Skuldir 190.534.
Eigið fé kr -78.582.


c)Ársreikningur Fráveitu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 27.443.
Rekstrarafkoma ársins kr. 17.591
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 212.573. Skuldir 159.172
Eigið fé kr. 53.401.


d)Ársreikningur Hafnarsjóðs Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 89.367
Rekstrarafkoma ársins kr. 85.905.
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 692.805. Skuldir 88.235.
Eigið fé kr. 604.570.


e)Ársreikningur Íbúða eldri borgara
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 125.
Rekstrarafkoma ársins kr. -4.928.
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 186.469. Skuldir 89.857
Eigið fé kr. 96.612.


f)Ársreikningur Vatnsveitu Þorlákshafnar
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 6.345.
Rekstrarafkoma ársins kr. 6.345.
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 141.624. Skuldir 30.260.
Eigið fé kr. 111.364

g)Ársreikningur Uppgræðslusjóðs Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. -8.039.
Rekstrarafkoma ársins kr. -8.039.
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 44.494. Skuldir 300.
Eigið fé kr. 44.194.

h)Ársreikningur Samstæðu Ölfuss
Afkoma fyrir fjármagsliði kr. 332.285
Rekstrarafkoma ársins kr. 242.759
Niðurstaða efnahagsreiknings kr. Eignir 5.002. Skuldir 2.326.
Eigið fé kr. 2.676.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2018 síðan samþykktur samhljóða.
2. 1904042 - Samningur um afsetningu á sorpi.
Fyrir bæjarstjórn lá samningur við Íslenska gámafélagið (ÍG) um að lágmarka það magn sem fer til urðunar með því að senda efni sem annars færi til urðunar til orkunýtingar í Evrópu.
Sveitarfélagið Ölfus hefur undanfarin ár stefnt að því að flokka sem allra mest af þeim úrgangi sem fellur til frá heimilum og er án efa meðal framsæknustu sveitafélaga í þeim efnum þar sem íbúum er gert skylt að flokka úrgang frá heimilum í fjóra flokka.
Einn þeirra flokka er almennur úrgangur og hefur sá flokkur farið í urðun hingað til.
Með samningi þessum er verið að leita leiða til að nýta það hráefni til orkunýtingar í brennslustöð í Rotterdam og veður orkan sem fæst við brunann nýtt til framleiðslu á heitu vatni og rafmagni til notkunar í Rotterdam.
Verði framvindan sú sem sveitarfélagið bindur vonir við verður hægt að nýta yfir 95% af þeim úrgangi sem fellur til frá heimilum í Ölfusi til einhverskonar endurvinnslu.
Samningurinn er gerður til eins árs og gildir frá 01.05.2019 og verð fyrir hvert kg 29 kr án vsk og miðast það við gengi evru við undirritun og tekur breytingum á 3ja mánaða fresti til samræmis við breytingar á gengi.

Eftirfarandi tillaga síðan lögð fram:

"Bæjarstjórn er jákvæð fyrir því að gengið verði til samninga sem tryggt geta umhverfisvænni og hagkvæmari kosti en nú er.
Með vísan í innkaupareglur sveitarfélagsins felur bæjarstjórn bæjarstjóra að láta fara fram athugun á því hvort að fleiri aðilar bjóði upp á samsvarandi þjónustu og sé svo að fyrir liggi mögulegur kostnaður við slík þjónustukaup.
Að því gefnu að fjárhæðir og þjónusta eins og hún kemur fram í þeim samningi sem liggur fyrir sé sú hagstæðasta sem býðst samþykkir bæjarstjórn samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun hans".

Samþykkt samhljóða.
3. 1607003 - Málefni fatlaðra Bergrisinn, þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks
Fyrir bæjarstjórn lá þjónustusamningur um málefni fatlaðs fólks við byggðasamlagið Bergrisann bs.
Markmið samningsins eru einkum að tryggja fötluðum samþætta og heildstæða nærþjónustu og laga þjónustu við þá að þörfum og óskum þeirra með hliðsjón af aðstæðum þeirra og stuðla þannig að auknu sjálfstæði þeirra.
Þá er einnig lögð áhersla á að efla félagsþjónustu á svæðinu og stuðla að hagræðingu í rekstri með samþættingu þjónustu- og rekstrarþátta.
Samhliða lá fyrir samningur milli Bergrisans bs. og Sveitarfélagsins Árborgar um að félagsþjónusta Árborgar taki að sér að annast sérhæfða ráðgjöf og nokkra sértæka þætti fyrir félagsþjónustusvæðin þrjú.

Bæjarstjórn samþykkir samningana samhljóða fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun þeirra.
4. 1703001 - Starfsmannamál Trúnaðarlæknisþjónusta og fjarvistarskráning
Fyrir bæjarstjórn lá samningur sveitarfélagsins við Vinnuvernd ehf. um trúnaðarlæknaþjónustu og aðra þjónustu á sviði vinnu og heilsuverndar.
Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi sem tekur nokkrum breytingum.
Stærsta breytingin er sú að Vinnuvernd mun ekki lengur annast fjarvistaskráningu starfsmanna.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti.
5. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags EBÍ er skipað fulltrúum sveitarfélaganna í landinu eftir nánari ákvæðum laga.
Fyrir bæjarstjórn lágu lög um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
Þar er vísað til þess að innan árs eftir reglulegar sveitarstórnarkosningar skulu kaupstaðir og héraðsnefndir sem fulltrúa eiga í fulltrúaráði félagsins tilnefna einn mann og annan til vara í fulltrúaráðið.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Elliða Vignisson bæjarstjóra fulltrúa sinn í fulltrúaráði EBÍ og Guðna Pétursson bæjarritara sem hans varamann
6. 1904044 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjartjórn lágu til fyrri umræðu drög að breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Ölfuss.
Ákveðið hefur verið að seinni umræða um samþykktina fari fram á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu og felur starfshópi sem kosinn var til að leiða breytinguna að vinna áfram að gerð hennar.
7. 1904045 - Stofnframlög vegna fjölgunar leiguíbuða að Egilsbraut 9.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi sveitarfélagsins til Íbúðarlánasjóðs þar sem sótt er um framlög til að mæta þörfinni fyrir aukið framboð af leiguhúsnæði fyrir aldraða.
Þar kemur fram að áætlað heildarstofnvirði sé 157.383.955 kr.
Í erindinu kemur fram að sótt hafi verið um alls 28% framlag frá ríkinu eða 44.067.507 kr. gegn 20% framlagi sveitarfélagsins eða 25.181.433 kr.
Lánsfjármögnun næmi því 88.135.015 kr.

Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar og staðfestir samhljóða það sem þar kemur fram um að Sveitarfélagið Ölfus ábyrgist að fullu stofnframlag eins og það kemur fram í erindinu og felur bæjarstjóra að ganga frá viðauka við fjárhagáætlun.
Fundargerðir til staðfestingar
8. 1904003F - Bæjarráð Ölfuss - 309
Fundargerð bæjarráðs frá 11. apríl s.l. lögð fram.

1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019. Lagt fram til kynningar.
1904030 - Starfsmannamál. Ráðning sviðsstjóra fjármála- stjórnsýslu- og menningarsviðs. Samþykkt samhljoða.
1904013 - Viðbygging Egilsbraut 9. Samþykkt samhljóða.
1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
1903039 - Malbikunarframkvæmdir 2019. Samþykkt samhljóða.
1904004 - Styrktarsjóður EBÍ 2019. Til kynningar
1903044 - Eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Til kynningar
1903011 - Viðmiðunarreglur um veitingu launalausra leyfa. Samþykkt samhljóða.
1904023 - Uppbygging íbúðabyggðar Móar. Samþykkt samhljóða. Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi undi þessum dagskrárlið.
1903046 - Viðræður um breytt sveitarfélagamörk. Samþykkt samhljóða.
1809023 - Innkaupareglur Sveitarfélagsins Ölfuss. Samþykkt samhljóða.
1904029 - Gatnagerð. Sambyggð 14-20. Samþykkt samhljóða.
1904008 - Gatnagerð. Hraunshverfi. Samþykkt samhljóða.
1904028 - Gatnagerð. Vesturbakki, Ölfusbraut. Samþykkt samhljóða.
1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings. Til kynningar.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
9. 1904004F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 17
Fundargerð íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 11. apríl. s.l. lögð fram.

1904022 - Umsókn í afreks- og styrktarsjóð. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
10. 1904005F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 103
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 17. apríl s.l. lögð fram.

1802055 - Kléberg 3, byggingarleyfi bílgeymsla. Samþykkt samhljóða.
1904039 - Reykjabraut 22. umsókn um byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1811032 - Byggingarleyfi Ísleifsbúð 2-8. Samþykkt samhljóða.
1904037 - Reykjadalur Framkvæmdir í Dalnum. Samþykkt samhljóða.
1903025 - Deiliskipulag 9-an. Samþykkt samhljóða.
1904032 - T-Bær Selvogi deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
1903042 - Hveragerði, deiliskipulagsbreytingar. Samþykkt samhljóða.
1903049 - Gljúfurárholt 13 og 14 deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
1904035 - Deiliskipulag. Gljúfurárholt land 10. Samþykkt samhljóða.
1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8. Samþykkt samhljóða.
1904021 - Reykjabraut 2, Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
1712001 - Deiliskipulag Fiskalón. Samþykkt samhljóða.
1808011 - Aðalskipulag, lýsing aðalskipulagsbreytinga. Samþykkt samhljóða.
1903040 - Aðalskipulagsbreyting. Kvíarhól D. Samþykkt samhljóða.
1904034 - Stofnun lóða Laxabraut. Samþykkt samhljóða.
1904038 - Umhverfisverðlaun Ölfuss 2019. Samþykkt samhljóða.
1711019 - Deiliskipulag: Gljúfurárholti. Samþykkt samhljóða.
1903022 - Deiliskipulagsbreyting Iðnaðarsvæði fjölgun lóða. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
11. 1904002F - Fræðslunefnd - 30
Fundargerð fræðslunefndar frá 11. apríl s.l lögð fram.

1602030 - Leikskólinn Bergheimar. Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
1805048 - Leikskólinn Bergheimar. Skóladagatal. Til kynningar.
1602031 - Leikskólinn Bergheimar. Starfsmannahald. Til kynningar.
1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
1904014 - Jafnréttisáætlun Grunnskólans. Til kynningar.
1904015 - Umbótaáætlun Grunnskólans. Til kynningar.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
12. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl. s.l. lögð fram.

Til kynningar.
13. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 9. apríl s.l. lögð fram.

Til kynningar.
14. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 4. apríl. s.l. lögð fram.

Til kynningar.
15. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 9. apríl s.l. lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?