Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 31

Haldinn í ráðhúsi,
13.05.2019 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Björk Guðmundsdóttir aðalmaður,
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir aðalmaður,
Hólmfríður F. Zoega Smáradóttir áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ágústa Ragnarsdóttir 2. varamaður,
Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurðardóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra.
Lögð fram skýrsla skólastjóra.

Nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 1905019 - Könnun á fyrirkomulagi sumarleyfa
Nefndin þakkar upplýsingarnar og vísar málinu áfram til frekari afgreiðslu hjá bæjarstjórn. Miðað við niðurstöður könnunarinnar er það mat nefndarinnar að ekki sé hægt að greina aðkallandi þörf á breytingum á sumarleyfisfyrirkomulagi, en rétt sé að leggja mat á hvort unnt sé að verða við einhverjum af þeim tillögum sem fram hafa komið hjá foreldrum.
3. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra.
Nefndin þakkar upplýsingarnar.
4. 1905020 - Foreldrakönnun Grunnskólinn
Skólastjóri kynnti helstu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsinn. Margir þættir skólastarfsins komu marktækt betur út en hjá sambærilegum skólum. Þeir veiku þættir sem helst mældust voru varðandi skólamáltíðir og þátttöku foreldra í námsáætlunargerð nemenda.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar niðurstöðunum og þeim upplýsingum sem fram komu hjá skólastjóra um að þegar sé farið að vinna að úrbótaáætlun.
5. 1905021 - Nemendakönnun
Skólastjóri kynnti helstu niðurstöður nemendakönnunar 6.-10. bekkjar. Þættir eins og ánægja af náttúrufræði, trú á eigin námsgetu, samband nemenda við kennara, virk þátttaka nemenda í tímum og mikilvægi heimavinnu í námi komu marktækt vel út miðað við sambærilega skóla. Þættir eins og hlutfall hreyfingar tvisvar í viku eða oftar, hollt mataræði komu út lakar en hjá sambærilegum skólum. Fjöldi annarra þátta var nokkurn veginn á pari við landsmeðaltal.

Nefndin þakkar upplýsingarnar og fagnar niðurstöðunum og fyrirhugaðri umbótaáætlun.
6. 1604040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skóladagatal.
Skólastjóri kynnti skóladagatal næsta skólaárs fyrir nefndarmönnum. Vakin er athygli nefndarmanna á breytingum á tímasetningum starfsdaga, þannig að fleiri starfsdagar eru teknir utan utan starfstíma nemenda. Skýrist þetta af því að námsferð starfsmanna féll niður á þessu skólaári vegna gjaldþrots WOW air og er þessi breyting gerð til að gera námsferð mögulega á næsta skólaári. Að öðru leyti er skóladagatalið í samræmi við fyrri skóladagatöl.

Nefndin samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?