Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 268

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.06.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Rakel Sveinsdóttir 1. varaforseti,
Steinar Lúðvíksson bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni Pétursson, 
Í upphafi fundar óskaði forseti heimildar fundarins til þess að taka á dagskrá með afbrigðum mál nr. 1506070. "Skipulagsmál á hafnarsvæði". og mál nr. 1808011 "Aðaslskipulag, lýsing aðalskipulagsbreytinga.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904044 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjarstjórn lágu til síðari umræðu breytingar á samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss.
Í samþykktinni er eins og lög gera ráð fyrir kveðið á um fjölda atriða er varða innra stjórnskipulag sveitarfélagsins svo sem þær nefndir sem kjósa skal, meginatriði um hlutverk þeirra o.fl.
Þá eru þar lagðar línur hvað varðar fundarsköp á fundum bæjarstjórnar og nefnda.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss og vísar henni til staðfestingar ráðherra.
2. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Lögð var fram eftirfarandi tillaga um kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. V. og VI. kafla samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss nr. 876/2013.

a. Til eins árs.

Bæjarráð.

Aðalmenn:Grétar Ingi Erlendsson formaður, Steinar Lúðvíksson varaformaður og Þrúður Sigurðardóttir
Varamenn: Gestur Þór Kristjánsson, Guðmundur Oddgeirsson, Rakel Sveinsdóttir.

Samþykkt samhljóða.


Kjörstjórn við sveitarstjórnar- og alþingiskosningar.

Aðalmenn: Guðlaugur Óskar Jónsson formaður, Kolbrún Skúladóttir varaformaður, Sigurður Jónsson.
Varamenn: Alda Björg Kristjánsdóttir, Guðný Björg Óskarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

Ráðgjafahópur bæjarráðs um menningarmál.

Kosinn af bæjarráði


Ráðgjafahópur bæjarráðs um markaðsmál.

Kosinn af bæjarráði


b. Til fjögurra ára.

Fjölskyldu- og fræðslunefnd.

Aðalmenn: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður, Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Halldóra Guðmundsdóttir, Ágústa Ragnarsdóttir og Hjörtur Ragnarsson

Varamenn: Írena Björk Gestsdóttir, Erla Sif Markúsdóttir, Steinar Lúðvíksson, Harpa Böðvarsdóttir og Sigurlaug Gröndal.

Samþykkt samhljóða.



Íþrótta- og tómstundanefnd.

Aðalmenn: Sesselía Dan Róbertsdóttir formaður, Írena Björk Gestsdóttir varaformaður,
Valur Rafn Halldórsson, Sigþrúður Harðardóttir, Axel Örn Sæmundsson
Varamenn: Hólmfríður Fjóla Smáradóttir, Ragnar Óskarsson, Hákon Svavarsson, Jón Páll Kristófersson og Ágústa Ragnarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.



Framkvæmda- og hafnarnefnd.

Aðalmenn: Eiríkur Vignir Pálsson formaður, Grétar Erlendsson varaformaður, Kristín Magnúsdóttir, Sveinn Steinarsson, Þrúður Sigurðardóttir.

Varamenn: Rakel Sveindóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Þorvaldur Garðarsson,
Guðmundur Oddgeirsson, Baldur Guðmundsson.

Samþykkt samhljóða.



Skipulags- og umhverfisnefnd.

Aðalmenn: Þór Emilsson formaður, Björn Kjartansson varaformaður, Hrafnhildur Árnadóttir, Jón Páll Kristófersson, Harpa Böðvarsdóttir.

Varamenn: Eiríkur Vignir Pálsson, Kristín Magnúsdóttir, Óskar Ragnarsson, Baldur Guðmundsson, Anna Björg Níelsdóttir.

Samþykkt samhljóða.


Almannavarnarnefnd Árnessýslu.

Aðalmaður: Bæjarstjóri.
Til vara: Gestur Þór Krisjánsson.

Samþykkt samhljóða.

Yfirstjórn skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. (NOS)

Aðalmaður: Bæjarstjóri.
Til vara: Gestur Þór Kristjánsson.

Samþykkt samhljóða.

Héraðsnefnd Árnesinga.

Aðalmenn: Gestur Þór Kristjánsson, Jón Páll Kristófersson, Rakel Sveinsdóttir.
Varamenn: Þrúður Sigurðardóttir, Steinar Lúðvíksson.

Samþykkt samhljóða.

Fjallskilanefnd.

Aðalmenn: Valdimar Jónasson formaður, Charlotte Clausen varaformaður, Halldór Guðmundsson, Baldur Guðmundsson, Ragna Helgadóttir.
Varamenn: Hjörleifur Brynjólfsson, Snorri Þórarinsson.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd Hveragerðis og Ölfuss.

Aðalmenn Hlín Guðnadóttir,Ída Lön.
Varamenn: Baldur Guðmundsson, Björn Kjartansson.

Samþykkt samhljóða.

Skóla- og velferðarnefnd Árnesþings.

Aðalmaður: Elsa Jóna Stefánsdóttir.
Varamaður: Harpa Þuríður Böðvarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

3. 1809031 - Endurnýjun starfsleyfis Fiskmark ehf.
Fyrir bæjarstjórn lá beiðni um umsögn á endurnýjun starfsleyfis fiskþurrkunarinnar Fiskmarks ehf.
Bæjarstjórn Ölfuss ítrekar þá umsögn sem ítrekað hefur komið fram og lýsir furðu og undrun á vangetu stjórnvaldsins Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til að tryggja íbúum sveitarfélagsins viðunandi vernd fyrir þeirri mengun sem stafar frá starfsemi fyrirtækisins.
Bent er á að í umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss um starfleyfisskilyrði fiskþurrkunarinnar Fiskmarks ehf. frá 2016 komu fram ítarlegar forsendur þess að sveitarfélagið lagðist gegn því að leyfið yrði veitt til fjögurra ára. Nú um þremur árum síðar eiga öll sömu rök við.
Bæjarstjórn vill vekja athygli heilbrigðiseftirlitsins á því að í tilgreindri umsögn frá 2016 (dagsettri 01.10.2016) sagði "Ekki skal koma til álita að framlengja starfsleyfið að tveimur árum liðnum."
Þá er einnig bent á að í útgefnu starfsleyfi fyrirtækisins er skýrt kveðið á um að gildistími þess skuli nýttur til að undirbúa flutning fyrirtækisins á nýtt skipulagssvæði sem sveitarfélagið hefur útbúið sérstaklega fyrir fyrirtæki í lyktmengandi starfsemi.
Skemmst er frá því að segja að frá útgáfu starfsleyfisins síðastliðið haust og til dagsins í dag hefur fyrirtækið ekki sent eitt einasta erindi þess efnis á sveitarfélagið.
Bæjarstjórn lýsir furðu og undrun á því skeytingarleysi sem íbúum er sýndur í máli þessu. Fyrir liggja gögn frá HSL sem sýna að í hundruði skipta, árum saman, hafa íbúar kvartað formlega undan lyktarmengun frá tilgreindri starfsemi.
Ætla má að þar sé einungis um toppinn á óánægjuísjakanum að ræða. Slíkar kvartanir tekur sveitarfélagið alvarlega enda um hollustuhætti og búsetugæði að ræða. Eðlilegt er að HSL geri slíkt hið sama.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:

"Bæjarstjórn leggst eindregið gegn endurnýjun starfsleyfis Fiskmarks"

Samþykkt samhljóða.
4. 1812029 - Lóðarleigusamningur Laxabraut 1
Fyrir bæjarráði lá leigusamningur við Landeldi ehf. um lóðina Laxabraut 21, 23 og 25 sem og samkomulag sem fellir úr gildi eldri leigusamning um lóðina Laxabraut 1.
Fyrirtækið hafði áður haft hug á framkvæmdum á lóðinni Laxabraut 1 en með hinu nýja samkomulagi stefnir það að því að koma upp aðstöðu á Laxabraut 21, 23 og 25.
Um er að ræða rúmlega 183 þúsund fermetra lóð og er áformað að verklegar framkvæmdir hefjist eigi síðar en vorið 2020.
Hinn nýi samningur gerir því ráð fyrir umtalsvert stærri lóð en áður var og er án efa til marks um trú fjárfesta á framtíð landeldis.
Í fyrsta áfanga hyggst Landeldi ehf. koma upp 2.500 tonna árs framleiðslu en í beinu framhaldi ætlar fyrirtækið að ná 5.000 tonna framleiðslu af fullvaxta laxi á ári hverju.
Fram hefur komið að 5.000 tonna landeldi geti skapað 50 bein störf og um 25 önnur í tengdum greinum.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn og samkomulagið samhljóða.
5. 1904052 - Eftirlit með breytingum fjárhagsáætlana.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir aukinni áherslu á öguð vinnubrögð við gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana sveitarfélaga.

Bæjarstjórn þakkar erindið og vísar því til úrvinnslu á fjármála- og stjórnsýslusviði.
6. 1905004 - Héraðsþing HSK 2019.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá HSK þar sem gerð var grein fyrir samþykktum 97. héraðsþings sem haldið var á Laugalandi 14. mars sl.og snúa að sveitarfélögum og héraðsnefndum á starfssvæði HSK.

Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar.
7. 1506070 - Þorlákshöfn Skipulagsmál á hafnarsvæði
Eftirfarandi bókun lögð fram:

"Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkir til auglýsingar breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gildandi aðalskipulag var samþykkt í bæjarstjórn 30. ágúst 2012 og staðfest af Skipulagsstofnun 21. september 2012.
Megin markmiðið með breytingu á aðalskipulagi er að setja skilmála utan um hafnarstarfsemina á svæðinu, vöxt hennar og viðhald. Einnig er áhersla lögð á að færa alla starfsemi sem getur haft í för með sér lyktarmengun, fjær þéttbýlinu.
Breytingin tekur til hafnarsvæðisins austan Þorlákshafnarvegar og Óseyrarbrautar og suður undir Stekkjarbót, Sporið. Breytingin gerð vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu sem hafa breyst með aukningu á vöruflutningum á sjó og þá tíðari komur vöruflutningaskipa til Þorlákshafnar. Aðlaga þarf höfnina og starfsemina svo hún verði skilvirk og örugg sem stærri vöruskipahöfn með meiri umferð um höfnina og samhliða vaxandi eftirspurn eftir lóðum. Norðan Hafnarvegar eru fyrirhugaðar nýjar lóðir sem skapa möguleika fyrir fyrirtæki að byggja upp fjölbreytta atvinnustarfsemi. Vegna framtíðarstækkunar hafnarinnar, nyrst á svæðinu, þarf að huga að umferðarflæði um höfnina og inn á Þorlákshafnarveg og önnur framtíðarsvæði vestan vegarins. Til að gera umferðina greiðfærari er gert ráð fyrir að í framtíðinni komi mislæg gatnamót á Þorlákshafnarvegi þar sem þjónustustig vegarins í framtíðinni er metið að falla undir sömu kröfur og gert er við 2 1 og 2 2. Með mislægum gatnamótum er verið að aðskilja umferð á vegi sem þverar þjóðveg sem liggur utan byggðar og er með umferð stórra þungra bíla sem eru á hægum akstri. Gert er ráð fyrir að vegurinn sem fer um gatnamótin inn á hafnarsvæðið verði megin aðkoma að hafnarsvæðinu í framtíðinni þegar höfnin er komin í fulla stærð. Til að byrja með er gert ráð fyrir að aðalaðkoman verði frá núverandi hringtorg á Þorlákshafnarvegi um Hafnarveg og Óseyrarbraut og skilgreind sem stofnvegur".

Samþykkt samhljóða.
8. 1808011 - Aðalskipulag, lýsing aðalskipulagsbreytinga
Aðalskipulagsbreyting fyrir F11. Reiturinn F11 verður feldur út og svæðið skilgreint sem landbúnaðarland og svæði fyrir þjónustustofnanir á allt að 2 ha landi. Svæðið tekur yfir þrjár skilgreindar landspildur, samtals 20 ha. Breytingin tekur til Gljúfurárholts lands 10, L199504, lands 13, L225761 og lands 14, L225762. Spildurnar verða að stærstum hluta skilgreindar sem landbúnaðarland þar sem m.a. veður heimilt að hafa fasta búsetu samanber ákvæði í gildandi aðalskipulagi.
Eftirfarandi bókun lögð fram:

"Bæjarstjórn Ölfuss samþykkir breytingu á aðalskipulagi á F11 í landbúnaðarland og þar innan stofnanalóðir.
Samhliða samþykkir bæjarstjórn auglýsingu á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 10, land 13 og land 14"

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
12. 1905001F - Bæjarráð Ölfuss - 310
Fundargerð bæjarráðs Ölfuss frá 09.05.2019 lögð fram.

1602017 - Fjármál. Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019. Lagt fram til kynningar
1905005 - Akstur fatlaðra. Samþykkt samhljóða.
1905006 - Umsókn um launalaust leyfi. Samþykkt samhljóða.
1905007 - Staða verkefnastjóra-sérfræðings við Umhverfis og framkvæmdasvið. Samþykkt samhljóða.
1901025 - Jafnlaunavottun Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar.
1704002 - Lagafrumvörp. Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
1905002 - Yfirlit innheimtumála Motus hf. Til kynningar.
1901019 - Verkefnisstjórn Þorláksskóga. Til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
13. 1905002F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 36
Fundargerð Hafnarstjórnar Þorlákshafnar frá 10.05.2019 lögð fram.

1601008 - Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur. Til kynningar.
1808003 - Þorlákshöfn: Mannbjörg aðstaða til sjósetningar björgunarbáts. Samþykkt samhljóða.
1905011 - Körfuknattleiksdeild Þórs beiðni um styrk og samstarfssamnings.
1601009 - Hafnasamband Íslands. Fundargerðir. Til kynningar.
1905015 - Fundargerðir Siglingaráðs. Til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
14. 1905003F - Fræðslunefnd - 31
Fundargerð fræðslunefndar frá 13.05.2019 lögð fram.

1602030 - Leikskólinn Bergheimar. Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
1905019 - Könnun á fyrirkomulagi sumarleyfa. Í ljósi niðurstöðu skoðanakönnunar þar sem 84% foreldra barna á leikskólanum vilja hafa óbreytt fyrirkomulag tekur bæjarstjórn undir afstöðu fræðslunefndar um óbreytt fyrirkomulag.
1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
1905020 - Foreldrakönnun í grunnskólanum. Til kynningar.
1905021 - Nemendakönnun. Til kynningar.
1604040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn, skóladagatal. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
15. 1905004F - Bæjarráð Ölfuss - 311
Fundargerð bæjarráðs frá 16.05.2019 lögð fram.

1904028 - Gatnagerð. Vesturbakki, Ölfusbraut. Til kynningar.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
16. 1905005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 4
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá ... lögð fram

1905016 - Klængsbúð 17-19. Umsókn um lóð. Samþykkt samhljóða.
1812037 - Unubakki 50. Umsókn um lóð. Samþykkt samhljóða.
1902028 - Umsókn um lóð. Samþykkt samhljóða.
1902028 - Umsókn um lóð. Samþykkt samhljóða.
1902027 - Umsókn um lóð. Samþykkt samljóða.
1905028 - Klængsbúð 6-8 6R. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1904047 - Nesbraut 25. Umsókn um byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1904012 - Pálsbúð 18. Umsókn um byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1905033 - Sambyggð 14. Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1903048 - Klettagljúfur 19. Umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1803005 - Kléberg 3. Stöðuleyfi. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
17. 1905006F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 104
Fundargerð skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd frá 23.05.2019 lögð fram.

1905052 - Unubakki 21, stækkun á lóð. Samþykkt samhljóða.
1801001 - Byggingarleyfi mastur fyrir 112. Samþykkt samhljóða.
1711030 - Selvogsbraut 41, byggja við og ofan á húsið. Samþykkt samhljóða.
1905029 - Ísleifsbúð 11-19 11R, umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Samþykkt samhljóða.
1904041 - Stofnun lóðar úr landi Kross. Samþykkt samhljóða.
1905036 - Sambyggð, umferðaröryggi. Samþykkt samhljóða.
1704020 - Móttöku og flokkunarstöð Vesturbakka. Samþykkt samhljóða.
1905038 - Hreinsunarátak 2019. Samþykkt samhljóða.
1905040 - Ærslabelgur. Samþykkt samhljóða.
1905047 - Leiksvæði á opnum svæðum. Samþykkt samhljóða.
1901019 - Verkefnisstjórn Þorláksskóga. Samþykkt samhljópða.
1810068 - Alifuglabú að Læk 2. Samþykkt samhljóða.
1904036 - Ferjukot, deiliskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.
1903025 - 9-an, deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
1905030 - Lóð fyrir spennistöð, deiliskipulagsbreyting. Samhljóða.
1903032 - Landsskipulagsstefna, lýsing. Samþykkt samhljóða.
1605021 - Reykjadalur stígur, skipulag. Smþykkt samhljóða.
1905008 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Korpulína, skipulagsmál. Til kynningar.
1901030 - Gljúfurárholt land 8, deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
1901031 - Gljúfurárholt land 8, deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
1905049 - DSK, breyting á miðbæ. Samþykkt samhljóða.
1905050 - Deiliskipulag fyrir Kambastaði. Samþykkt samhljóða.
1905051 - Deiliskipulag Mánastaðir 1 og 2. Samþykkt samhljóða.
1904001 - Gljúfurárholt Land 23. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
9. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 14. maí s.l. lögð fram.

Til kynningar.
10. 1607014 - Skóla og velferðarmál Fundargerðir skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerð Skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings frá 30. apríl s.l. lögð fram.

Fundargerðin staðfest samhljóða.
11. 1701026 - Brunamál: Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 30. apríl s.l. lögð fram.
Einnig lagður fram ársreikningur fyrir 2018.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?