Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 271

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.09.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
 2. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Guðni H. Pétursson bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Guðni H. Pétursson, bæjarritari
Í upphafi fundar bauð forseti Eírík Vigni Pálsson sérstaklega velkominn til fundar en hann situr nú sinn fyrsta fund í bæjarstjórn Ölfuss.
Þá óskaði forseti heimildar fundarins til þess að setja fundargerð hafnarstjórnar frá 26. september inn á dagskrá fundarins undir lið nr. 17 svo og fundargerð öldungaráðs frá 13. september undir lið nr. 18.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1901025 - Jafnlaunavottun Sveitarfélagsins Ölfuss.
Lagðar fram tillögur að launastefna Sveitarfélagsins Ölfuss, starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2019-2023.
Stefnur þessar eru unnar sem liður í jafnlaunavottun sveitarfélagsins og lagðar fram til umfjöllunar og staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögurnar samhljóða með minniháttar breytingum.
2. 1907008 - Fasteignamat 2020.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Þjóðskrá Íslands sent á alla sveitar- og bæjarstjóra á landinu með upplýsingum um fasteignamat fyrir árið 2020.
Þar kemur fram að heildarmat fasteigna á Íslandi hækki um 6,1% milli 2019 og 2020 sem er mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar hækkunin nam 12,8%.
Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 6%.
Hækkunin á höfuðborgarsvæðinu er um 5% en um 9,1% á landsbyggðinni.
Breyting á fasteignamati í Sveitarfélaginu Ölfusi milli áranna 2019 og 2020 er hækkun upp á 10,3%.

Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar og vísar þeim til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
3. 1902035 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2019-2022. Viðauki.
Fyrir bæjarstjórn lá "Viðauki 1" vegna tillagna að breytingum á fjárhagsáætlun ársins 2019 frá því að hún var samþykkt í desember 2018.
Um er að ræða lækkun upp á 8.395.000 á áætlaðum rekstrarhagnaði sveitarfélagsins fyrir árið 2019 frá upphaflegri áætlun sem útskýrist fyrst og fremst af lækkun áætlunar tekna frá jöfnunarsjóði upp á 21.160.000.

Bæjarráð hefur áður fjallað um viðaukann og samþykkt hann fyrir sitt leyti.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Tekjur:
Skatttekjur 27.000.000.
Framlög jöfnunarsjóðs -21.160.000.
Aðrar tekjur 33.350.000.
Söluhagnaður eigna 28.500.000.

Nettó hækkun tekna 67.690.000.

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 40.495.000.
Annar rekstrarkostnaður 35.590.000.

Nettó hækkun gjalda 76.085.000.

Áætlun um hækkun launa umfram upprunalega áætlun stafar helst af auknum kostnaði á fjölskyldu-og fræðslusviði vegna aukins nemendafjölda í grunnskóla og leikskóla bæjarins sem og vegna nýráðninga á fjármála- og stjórnsýslusviði og umhverfis- og framkvæmdasviði.
Hækkun rekstarkostnaðar dreifist á ýmsar rekstareiningar sveitarfélagsins.
Fjárfestingaráætlun er hækkuð frá upphaflegri áætlun en þar voru áætlaðar 313.970.000. til framkvæmda en samkvæmt viðauka er áætlað að verja 344.750.000. til framkvæmda á árinu 2019 og eru helstu breytingar vegna aukinnar gatnagerðar, fráveitu og vatnsveituframkvæmda í sveitarfélaginu vegna mikils áhuga á lóðum í Þorlákshöfn og tilfærsla fjármagns milli áður ákveðinna verka.
Þá er áætlun um lántökur að upphæð 90.000.000. felld niður sem skýrist mest af betri rekstrarniðurstöðu ársins 2018 en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun svo og öðrum samverkandi þáttum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða "Viðauka 1" á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2019.
4. 1909008 - Ársþing SASS 2019
Lagt fram fundarboð á ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið verður 24. og 25. október nk. á Hótel Geysi í Bláskógabyggð.
Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, HSL og SOS.

Skv. samþykktum á Sveitarfélagið Ölfus 5 fulltrúa á aðalfund SASS, 5 fulltrúa hjá HSL og 1 á aðalfund SOS.

Samþykkt samhljóða að eftirtaldir verði fulltrúar sveitarfélagsins á ársþinginu:

Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga:

Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson, Steinar Lúðvíksson, Kristin Magnúsdóttir, Guðmundur Oddgeirsson og Þrúður Sigurðardóttir.
Varamenn: Eiríkur Vignir Pálsson, Sesselía Dan Róbertsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Jón Páll Kristófersson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson.

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands:

Aðalmenn: Grétar Ingi Erlendsson, Steinar Lúðvíksson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Oddgeirsson og Þrúður Sigurðardóttir.
Varamenn: Eiríkur Vignir Pálsson, Sesselía Dan Róbertsdóttir, Gestur Þór Kristjánsson, Jón Páll Kristófersson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson

Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands:

Aðalmaður: Ingibjörg Kjartansdóttir.
Varamaður: Steinar Lúðvíksson.

Samþykkt samhljóða.
5. 1804017 - Hafnarberg 41 byggingarleyfi viðbygging íþróttahús
Fyrir bæjarstjórn lá niðurstaða opnunar og yfirferðar tilboða í verkið "Hafnarberg 41 - Íþróttahús viðbygging" ásamt minnisblaði Eflu verkfræðistofu.
Í minnisblaðinu kemur fram að engar reikningsskekkjur hafi komið fram við yfirferð tilboða.

Niðurstaða opnunar og yfirferðar tilboða:

1. Pálmatré ehf 58.624.050
2. Vörðufell ehf. 68.206.500
3. Trésmíðar Sæmundar 80.999.999
4. Smíðandi ON ehf. 87.035.260

Kostnaðaráætlun: 61.090.475.
Allar tölur eru með vsk.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem ekkert óvænt komi í ljós við áframvinnslu málsins.
6. 1909030 - Héraðsskjalasafn-framtíðarhúsnæði
Í framhaldi af fyrri umræðu um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga ræddi bæjarstjórn stöðuna.
Fyrir liggur að Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur nú auglýst eftir samstarfsaðilum um stofnsetningu á framtíðahúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga til langtímaleigu eð kaups.
Fram hefur komið að leitað sé eftir 800 - 900 m2 húsnæði með möguleika á stækkun.
Vegna þess vill bæjarstjórn Ölfuss ítreka áherslu Sveitarfélagsins Ölfuss að fyrirhugaðri byggingu og þar með framtíðarhúsnæði Héraðsskjalasafns Árnesinga verði fundinn staður í Ölfusi.
Að frumkvæði sveitarfélagsins hefur boð þar um þegar verið komið til stjórnar Héraðsskjalasafnsins og frumhönnun að húsi verið lögð fram.
Þá hefur sveitarfélagið einnig lagt fram formlegt boð um lóð í miðbæ Þorlákshafnar endurgjaldsslaust.
Þá liggur einnig fyrir að í samstarfi við Sveitarfélagið Ölfus hafa einkaaðilar boðið Héraðsskjalasafni Árnesinga að byggja framtíðarhúsnæði í miðbæ Þorlákshafnar eftir kröfulýsingu Héraðsskjalasafnsins og leigja safninu það.
Þannig má draga úr áhættu Héraðsskjalasafnsins og stofnkostnaði sveitarfélaganna sem að því standa, auk þess sem ábyrgð á framkvæmd lægi þá ekki hjá safninu sjálfu heldur leigusalanum.

Eftirfarandi bókun síðan lögð fram:

"Með ofangreint í huga ítrekar bæjarstjórn Ölfuss þá ósk sína að Héraðsskjalsafn Árnesinga virði þann margítrekaða vilja sem Sveitarfélagið Ölfus hefur sýnt og leiti leiða til að finna safninu framtíðarhúsnæði í miðbæ Þorlákshafnar".

Samþykkt samhljóða.
7. 1904044 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss.
Fyrir bæjarstjórn lá samþykkt um stjórn sveitarfélagsins sem tekið hefur fáeinum breytingum frá því að hún var seinast rædd í bæjarstjórn.
Þær efnislegu breytingar sem að kveður snúa að greinum 14. og 28. sem snúa að almennri heimild til að halda fundi í gegnum fjarfundabúnað en ráðuneyti sveitarstjórnarmála leggst gegn því nema í mjög takmörkuðum tilvikum.
Þá mæltist ráðuneytið einnig til þess að grein 33. og 38. um framsal á heimildum til fullnaðarafgreiðslu verði færð í viðauka í stað þess að hafa slíkt inni í sjálfri samþykktinni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi "Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss" sem og fyrirliggjandi viðauka.

8. 1903045 - Kynning á matsferli vegna stækkunar á Þórustaðanámu
Skipulagstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að matsáætlun vegna Þórustaðanámu.
Gögn eru unnin af verkfræðistofunni Eflu dagsett 15.8. 2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september s.l. um málið.

9. 1808006 - Framkvæmdaleyfi, borholur á plani 3, Hellisheiðavirkjun
Orka náttúrunnar ohf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borholu á plani 3.
13. breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðarvirkjun sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004.
Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september um málið.
10. 1807013 - Óveruleg breyting á byggingarreit við stöðvarhús Hellisheiðavirkjunar
Orka náttúrunnar ohf. sækir um óveruleg breyting á byggingarreit við stöðvarhús Hellisheiðavirkjunar, vetnisstöð, 12. breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðavirkjun. Upphaflega var samþykkt deiliskipulag þann 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september um málið.

11. 1807014 - Óveruleg breyting á 10. br. á deiliskipulagi Hellisheiðavirkjunar
Orka náttúrunnar ohf. sækir um óverulega breyting á lóðinni Norðurvellir 7, 11.
Breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðavirkjun sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004.
Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september um málið.
12. 1806022 - Skipulagsmál: Deiliskipulag. Jarðhitagarður á Hellisheiði - beiðni um umsögn
Orka náttúrunnar ohf. sækir um óveruleg breyting á skilmálum fyrir Jarðhitagarð við Hellisheiðavirkjun, 14. breyting á deiliskipulagi sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september um málið.
13. 1909033 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur.
Boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2. október n.k.

Til kynningar.
Fundargerð
14. 1909001F - Bæjarráð Ölfuss - 315
Fundargerð bæjarráðs frá 12. september s.l. lögð fram.

1. 1602017. Fjármál. Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019. - Til kynningar.
2. 1902035. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2019-2022. Viðauki. - Samþykkt samhljóða
3. 1908031. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi. - Til kynningar.
4. 1908029. Ráðningarbréf endurskoðanda. - Samþykkt samhljóða.
5. 1908041. Malarnámur í Bolaöldu. - Til kynningar.
6. 1905005. Akstur fatlaðra. - Samþykkt samhljóða.
7. 1909001. Kvíarhóll D-boð um kaup á landi. - Samþykkt samhljóða.
8. 1909002. Reglur Sveitarfélagsins Ölfuss um fjarvistir og endurhæfingu vegna
veikinda og slysa. - Samþykkt samhljóða.
9. 1806006. Endurnýjun samnings um talkennslu við leik- og grunnskóla. - Samþykkt samhljóða.
10. 1908035. Námsvist utan lögheimilissveitarfélags. - Samþykkt samhljóða.
11. 1909005. Samningur um aðgengi nemenda úr Ölfusi að leik- og grunnskólum Árborgar. - Samþykkt samhljóða.
12. 1909006. Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna. - Samþykkt samhljóða.
13. 1904042. Samningur um orkunýtingu á úrgangi. - Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
15. 1908004F - Fræðslunefnd - 32
Fundargerð fræðslunefndar frá 29. ágúst s.l. lögð fram.

1602030. Leikskólinn Bergheimar. Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
1901023. Leikskólinn Bergheimar. Jafnréttisáætlun. Til kynningar.
1901037. Sálfræðiþjónusta í leikskólanum Bergheimum. Til kynningar.
1602028. Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
16. 1909004F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 107
Fundargerð skipulags- bygginga- og umhverfisnefndar frá 24. september s.l. lögð fram.

1909021. Umsókn um stöðuleyfi. Til kynningar.
1909022. Stofnun lóðar úr Svöluvegi 14. - Samþykkt samhljóða.
1909023. Umsókn um stofnun lóðar Gljúfurárholti landnr. 171707. - Samþykkt samhljóða.
1909025. Stofnun lóðar úr landi Gljúfurárholts landnr. 173067. - Samþykkt samhljóða.
1909024. Umsókn um stofnun lóðar Gljúfurárholt land 8. - Samþykkt samhljóða.
1909026. Umsókn um stofnun lóðar úr Gljúfurárholti land 4.- Samþykkt samhljóða.
1909012. Skálholtsbraut tjalds.215068- Umsókn um byggingaráform og byggingaleyfi. - Samþykkt samhljóða.
1808006. Framkvæmdaleyfi, borholur á plani 3, Hellisheiðarvirkjun. - Samþykkt samhljóða.
1903049. Gljúfurárholt 13 og 14 deiliskipulag. - Samþykkt samhljóða.
1810032. Skipulag á landi úr Gljúfurárholti land 10. - Samþykkt samhljóða.
1807013. Óveruleg breyting á byggingareit við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar. - Samþykkt samhljóða.
1806022. Skipulagsmál: deiliskipulag. Jahitagarður á Hellisheiði- beiðni um umsögn. - Samþykkt samhljóða.
1904001. Gljúfurárholt 23 og 24. - Samþykkt samhljóða.
1903045. Kynning á matsferli vegna stækkunar á Þórustaðanámu. - Samþykkt samhljóða.
1807014. Óveruleg breyting á 10. br. á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. - Samþykkt samhljóða.
1908034. Deiliskipulag skíðasvæði Bláfjöllum. - Samþykkt samhljóða.
1705021. Breyta aðalskipulagi Gljúfurárholt. - Samþykkt samhljóða.
1901004. Áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar. - Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn fagnar afstöðu SBU og samþykkir að skipa stýrihóp um
gerð auðlindastefnu fyrir sveitarfélagið.
Í hópnum sitja: Steinar Lúðvíksson, Grétar Ingi Erlendsson og Jón Páll
Kristófersson.
Samþykkt samhljóða.
1704020. Móttöku- og flokkunarstöð. - Samþykkt samhljóða.
1909020. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð. - Til kynningar.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.
17. 1909002F - Hafnarstjórn Þorlákshafnar - 38
Fundargerð hafnarstjórnar frá 26. september s.l. lögð fram.

1601008. Þorlákshöfn: Fjármál og rekstur. Til kynningar.
1905017. Samgönguáætlun 2020-2024. Samþykkt samhljóða.
1901020. Dráttarbátur Þorlákshöfn. Til kynningar.
1808036. Þorlákshöfn: Samningur um hafnaraðstöðu Herjólfur. Samþykkt samhljóða.
1908027. Tankþró við Hafnarskeið. Samþykkt samhljóða.
1909007. Beiðni um efnistöku úr grjótnámu. Til kynningar.
1905053. Hafnarskipulag. Til kynningar.

Fundargerðin síðan staðfest samhljóða.

19. 1812018 - Þorláksskógar.
Fundargerðir verkefnastjórnar Þorláksskóga nr.3 og 4. lagðar fram.

Til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
18. 1903037 - Fundargerðir Öldungaráðs Ölfuss.
Fundargerð öldungaráðs frá 13. september s.l. lögð fram.

Til kynningar.

Forseti greindi frá þvi að Hollvinasamtökin Höfn hefðu skipt um fulltrúa sinn í ráðinu og tæki Sigrún Theódórsdóttir sæti þess í ráðinu í stað Þorvalds Þórs Garðarssonar.

20. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 4. september s.l. lögð fram.

Til kynningar.
21. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 26.ágúst sl.lögð fram.

Til kynningar.
21. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.ágúst sl. lögð fram.

Til kynningar.
22. 1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 20.september sl.lögð fram.

Til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00. 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?