Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 107

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
24.09.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:  formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir varaformaður,
Björn Kjartansson aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Sigurður Jónsson embættismaður, Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Kristinn Pálsson, starfsmaður skipulags,- bygg og umhverfissviðs
Formaður óskar eftir í upphafi fundar að taka mál nr. 20 inn með afbrigðum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1909021 - Umsókn um stöðuleyfi
Reynir Þór Eyvindsson sækir um stöðuleyfi fyrir færanlegri kennslustofu til 6. mánaða á landareign sinni Hátúni í Ölfusi.
Afgreiðsla: SBU felur byggingarfulltrúa að ræða nánar við umsækjanda.
2. 1909022 - Stofnun lóðar úr Svöluvegi 14
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi ,Svöluvegur 14 landn. 172216. Stærð vegsvæðis 1.631 fm., landeigendur Halldóra Baldvinsdóttir og Sigrún Kristín Baldvinsdóttir.
Afgreiðsla: Samþykkt
3. 1909023 - Umsókn um stofnun lóðar Gljúfurárholti landnr. 171707
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi, Gljúfurárholti landn. 171707. Stærð vegsvæðis 19.683 fm., landeigandi Ingólfshof ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
4. 1909025 - Stofnun lóðar úr landi Gljúfurárholti lóð. landn. 173067
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi, Gljúfurárholti lóð, landn. 173067. Stærð vegsvæðis 493 fm., landeigandi Ingólfshof ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
5. 1909024 - Umsókn um stofnun lóðar Gljúfurárholt land 8
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi, Gljúfurárholti landn. 199502. Stærð vegsvæðis 4.386 fm., landeigandi Ingólfshof ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
6. 1909026 - Umsókn um stofnun lóðar úr Gljúfurárholti land 4
Vegagerðin sækir um stofnun lóðar vegna stækkunar Suðurlandsvegar. Lóðin er stofnuð úr landi, Gljúfurárholti land 4 landn. 199498. Stærð vegsvæðis 14.409 fm., landeigandi Ingólfshof ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
8. 1909012 - Skálholtsbraut tjalds 215068 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir endurnýjun á salernisaðstöðuhúsi á tjaldsvæði. Eldra hús sem skemmdist í bruna verður fjarlægt og nýtt sett í staðinn.
Afgreiðsla: Samþykkt
9. 1808006 - Framkvæmdaleyfi, borholur á plani 3, Hellisheiðavirkjun
Orka náttúrunnar ohf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borholu á plani 3, 13. breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðavirkjun sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.
Breyting er gerð á borsvæði nr. 3, sunnan Stóra-Skarðsmýrarfjalls, við austurmörk skipulagssvæðisins, en borsvæðið stækkar frá 1,3 ha í 3,8 ha. Á borsvæðinu eru fyrir þrjár borholur og er áformað að bora tvær holur til viðbótar á borsvæðinu. Þessar tvær nýju holur eru í samræmi við heildarfjölda borholna virkjunarinnar, sem og hámarksfjölda borhola á hverju borsvæði í umhverfismati virkjunarinnar sem eru fimm borholur á borsvæði. Ekki er möguleiki að bora þessar tvær fyrirhuguðu borholur innan núverandi borsvæðis án þess að valda verulegu raski á hrauni sem er til suðurs og austurs frá núverandi borholum á borsvæði sem gildandi deiliskipulag sýnir. Til að komast hjá miklu raski á hrauninu er óskað eftir að borsvæðið stækki til vesturs frá núverandi borsvæði inn á svæði sem áður var nýtt sem lagersvæði þegar virkjunin var í uppbyggingu og er raskað svæði. Með þessari breytingu er hægt að minnka núverandi borsvæði, til að vernda hraunið, um helming þannig að það nær aðeins utan um það borsvæði sem þegar hefur verið framkvæmt á. Borsvæðið skv. deiliskipulagi var í upphafi 4,3 ha en var minnkað 2014 í 1,3 ha. Nú er svæðið stækkað að nýju en þó aðeins úr 1,3 ha í 3,8 ha. Fyrir utan breytingu þessa gildir áfram greinargerð og skipulags- og byggingarskilmálar sem samþykktir voru 24. júní 2004 ásamt síðari breytingum á deiliskipulagi.
Afgreiðsla: Samþykkt
10. 1903049 - Gljúfurárholt 13 og 14 deiliskipulag
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 13 og 14.

Gljúfurárholt land 13 er 3,08 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildar byggingarmagn 1.540 m2, gólfflötur. Innan landsins eru þrír byggingarreitir, Í1 54x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús.

Gljúfurárholt land 14 er 3,06 ha, nýtingarhlutfall 0,05 og heildarbyggingarmagn 1.530 m2. Innan landsins eru tveir byggingarreitir, Í2 80x50 m fyrir eitt íbúðahús á 1-2 hæðum ásamt bílgeymslu og eitt frístundahús og U2, 60x70 m.

Umsagnir hafa borist.
Gögn eru unnin af Bölta ehf, dagsett 19.7.2019

Almennur auglýsingartími var frá 7. ágúst 2019 til 20. september 2019. Skipulagið liggur nú fyrir til samþykktar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Afgreiðsla: Deiliskipulagið samþykkt og sendist Skipulagsstofnun áritað með ósk um heimild til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda, að lokinni aðalskipulagsbreytingu.
11. 1810032 - Skipulag á landi úr Gljúfurárholti, land 10
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt land 10.

Gljúfurárholts land 10, sem er 11,26 ha, er skipt upp í þrjá hluta. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 5.630 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

Umsagnir hafa borist.
Gögn eru unnin af Bölta ehf, dagsett 26.7.2019

Almennur auglýsingartími var frá 7. ágúst 2019 til 20. september 2019. Skipulagið liggur nú fyrir til samþykktar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Afgreiðsla: Deiliskipulagið samþykkt og sendist Skipulagsstofnun áritað með ósk um heimild til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda, að lokinni aðalskipulagsbreytingu.
12. 1807013 - Óveruleg breyting á byggingarreit við stöðvarhús Hellisheiðavirkjunar
Orka náttúrunnar ohf. sækir um óveruleg breyting á byggingarreit við stöðvarhús Hellisheiðavirkjunar, vetnisstöð, 12. breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðavirkjun. Upphaflega var samþykkt deiliskipulag þann 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.
Óverulega breytingin tekur til lóðar Hellisheiðavirkjunar, stöðvarhús 1, þar sem byggingarreitur er stækkaður norðan tæknigarða og vestan við stöðvarhúsið. Byggingarreiturinn stækkar um 30 m til vesturs og mun að hluta til liggja innan í núverandi jarðvegsmön sem liggur um tæknigarðinn. Byggingarreitur stöðvarhúss stækkar um 1333 m2. Hann var áður 10,32 ha og stækkar í 10,45 ha. Stækkunin á byggingarreitnum er til að koma fyrir stöð fyrir framleiðslu á vetni innan lóðar Hellisheiðavirkjunar. Skipulags- og byggingarskilmálar innan lóðarinnar eru óbreyttir.
Afgreiðsla: Samþykkt.
13. 1806022 - Skipulagsmál: Deiliskipulag. Jarðhitagarður á Hellisheiði - beiðni um umsögn
Orka náttúrunnar ohf. sækir um óveruleg breyting á skilmálum fyrir Jarðhitagarð við Hellisheiðavirkjun, 14. breyting á deiliskipulagi sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.
Breytingar eru gerðar á skilmálum er varðar form bygginga í jarðhitagarðinum við Hellisheiðavirkjun, en í jarðhitagarðinum eru 46 misstórar lóðir fyrir fjölnýtingu. Skilmálum fyrir byggingar innan allra lóða í jarðhitagarðinum er breytt á þann hátt að séu byggingar með hallandi þökum skal þakhalli vera á bilinu 7-12 gráður, en í gildandi deiliskipulagi segir að þakhalli skuli að öllum jöfnu vera 10 gráður. Breytingin er gerð til að hafa meira svigrúm við hönnun bygginga. Þakgerð er frjáls en mannvirki með hallandi þökum, ekki sléttum þökum, skulu vera með þakhalla á bilinu 7-12 gráður. Þakhalli glerþaka er undanþegin þessu ákvæði um þakgerð. Aðrir skipulags- og byggingarskilmálar innan lóða eru óbreyttir, sjá breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var 27. apríl 2018.
Afgreiðsla: Samþykkt.
14. 1904001 - Gljúfurárholt 23 og 24
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 23 og 24.

Það sem áður var Gljúfurárholt land 11, áður 5,6 ha, hefur nú verið skipt upp í tvær nýjar lóðir Gljúfurárholt 23, 4,56 ha. landnr: 199505 og Gljúfurárholt 24, 1 ha. landnr: 225878. Um er að ræða deiliskipulag tveggja lóða, fyrir íbúðarhús, frístundarhús, gestahús og fjölnota skemmu. Engin mannvirki eru fyrir innan deiliskipulagsmarka. Nýtingarhlutfall er 0,05 og heildarbyggingarmagn, gólffletir, á landinu er 1.400 m2. Um landið liggur síma-/ljósleiðarastrengur sem gæta skal að við framkvæmdir.

Umsagnir hafa borist.
Gögn eru unnin af KRark, dagsett 15.4.2019

Almennur auglýsingartími var frá 7. ágúst 2019 til 20. september 2019. Skipulagið liggur nú fyrir til samþykktar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Afgreiðsla: Deiliskipulagið samþykkt og sendist Skipulagsstofnun áritað með ósk um heimild til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
15. 1903045 - Kynning á matsferli vegna stækkunar á Þórustaðanámu
Skipulagstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að matsáætlun vegna Þórustaðanámu.
Gögn eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dagsett 15. 8. 2019.

Afgreiðsla: Náman er í samræmi við gildandi aðalskipulag og þar hefur verið unnið efni í áratugi. Í gildandi aðalskipulagi er stærð svæðisins sögð vera 38ha og kveðið á um að gæta skuli sérstaklega að vatnsverndarsvæði. Landeigandi skal, í samvinnu við sveitarfélag og framkvæmdaaðila vinna deiliskipulag fyrir námuna. Í tillögu að matsáætlun kemur fram að fjallað verði sérstaklega um áhrif á landslag og ásýnd, útivist, neysluvatn og loftgæði. Tekið er undir þessar áherslur. Í aðalskipulagi kemur fram að gæta þurfi sérstaklega að vatnsverndar- og vatnsöflunarsvæðum og leggur sveitarfélagið Ölfus áherslu á að fjallað verði um þennan þátt í mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt er lögð áhersla á að ásýnd námunnar sé lýst vel í mati á umhverfisáhrifum.
17. 1807014 - Óveruleg breyting á 10. br. á deiliskipulagi Hellisheiðavirkjunar
Orka náttúrunnar ohf. sækir um óveruleg breyting á lóðinni Norðurvellir 7, 11. breyting á deiliskipulagi fyrir Hellisheiðavirkjun sem upphaflega var samþykkt 24. júní 2004 og öðlaðist gildi 20. júlí 2004. Gildandi deiliskipulag var samþykkt 27. apríl 2018.
Breytingin er gerð til að stækka byggingarreit innan lóðar við Norðurvelli 7 með að stækka reitinn til austurs, vesturs og suðurs. Fyrir breytinguna var byggingarreiturinn 25 m frá lóðarmörkum í allar áttir en eftir breytinguna er byggingarreiturinn 15 m frá lóðarmörkum til austurs og vesturs en 10 m frá lóðarmörkum til suðurs. Byggingarreiturinn er eftir sem áður 25 m frá lóðarmörkum til norðurs. Fjarlægð í byggingarreit aðliggjandi lóðar til vestur, Norðurvellir 9, var 50 m en verður eftir breytingu 40 m. Ákvæðum um helgunarsvæði að Sogslínu 2 sem er með 132 kv spennu og þá byggingarbann innan helgunarsvæðis er haldið. Skipulags- og byggingarskilmálar innan lóðarinnar eru óbreyttir, sjá breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var 27. apríl 2018.
Afgreiðsla: Samþykkt.
18. 1908034 - Deiliskipulag skíðasvæði Bláfjöllum
Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins leggur fram skipulags- og matslýsingu til kynningar.
Gögn eru unnin af Landslagi, dagsett 9. 9. 2019.

Afgreiðsla: Skipulag- og matslýsing lögð fram, SBU samþykkir að gögnin fari í lögboðið ferli.
19. 1705021 - Breyta aðalskipulagi Gljúfurárholt
Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti á fundi 268 þann 04.06.2019 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss. Breytingin felst í að breyta notkun á F11 úr frístundabyggð í landbúnaðarland og einnig svæði fyrir þjónustustofnanir á um 2 ha landi. Aðkoma að landinu er frá Hvammsvegi (374) í samræmi við samþykkt Vegagerðarinnar um aðkomu að svæðinu.

Svæðið tekur til lóða innan F11 sem eru Gljúfurárholt 23, landnr. 199505, 5,56 ha, Gljúfurárholt land 14, landnúmer 225762, 3,06 ha, Gljúfurárholt land 10, landnr. 199504, 11,26 ha, Gljúfurárholt land 13, landnúmer 225761, 3,08 ha.

Umsagnir hafa borist.
Gögn eru unnin af Eflu, dagsett 4.6.2019

Almennur auglýsingartími var frá 7. ágúst 2019 til 20. september 2019. Skipulagið liggur nú fyrir til samþykktar og auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

Afgreiðsla: Aðalskipulagið samþykkt og sendist Skipulagsstofnun áritað með ósk um heimild til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
20. 1901004 - Áform um friðlýsingu Reykjatorfunnar
Erindi frá Umhverfisstofnun barst bæjarstjórum í Ölfusi og Hveragerði um þörf þess að fastsetja friðlýsingarmörk Reykjatorunnar. Umhverfisstofnun hefur auglýst mörkin á UST.is. Óskað er um staðfestingu á mörkum skv. uppdrætti.
Afgreiðsla: SBU lýsir áhyggjum af umfangi friðlýsingar enda ekki í samræmi við fyrri samþykktir SBU eða bæjarstjórnar. Á fundi SBU nr. 101 (21.2.2019) var eftirfarandi bókun samþykkt og staðfest í bæjarstjórn: "Mörk friðlýsingar skv. erindi umhverfisstofnunar þarfnast endurskoðunar að mati SBU og leggur SBU fram hnitasett kort sem sýnir mörk æskilegs svæðis ásamt rökstuðningi." Svæðið er því stærra en bæjaryfirvöld hafa lýst áhuga á og því ekki hægt að staðfesta mörk skv. erindi Umhverfisstofnunar.
Nú liggur ekki fyrir samþykkt auðlindastefna í sveitarfélaginu Ölfus. SBU beinir því til bæjarstjórnar að gera hlé á friðlýsingaráformum þar til að fyrir liggur samþykkt auðlindastefna.
Mál til kynningar
7. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð
Á 104. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar lág fyrir ákvörðun að kynna íbúum nýja staðsetningu fyrir Móttöku og flokkunarstöð innan Þorlákshafnar. Nokkur svæði voru til umræðu. Verkfræðistofan Efla hefur nú unnið fyrstu drög af slíki svæði við Norðurbakk.
Uppdráttur liggur fyrir til umræðu í nefndinni.

Afgreiðsla: Lagt fram
SBU óskar eftir fullnaðargögnum skv. tillögu, ásamt kostnaðaráætlun í verkið.
16. 1909020 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 4. júlí 2019 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Aðalskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á deiliskipulagi Sjómannaskólareits. Tillagan er einnig auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar, dagsettar 19. ágúst 2019.

Aðalskipulagstillagan nær til tveggja svæða í Borgarhluta 3, Hlíðar, Holt, Norðurmýri. Annars vegar er lagt til að breyta landnotkun að hluta á svokölluðum Sjómannaskólareit, úr samfélagsþjónustu í opið svæði og íbúðarbyggð fyrir um 150 íbúðir. Hinsvegar er lagt til að Veðurstofuhæð, sem nú er skilgreind sem samfélagsþjónusta verði breytt í miðsvæði með áherslu á blöndun byggðar og 150-250 íbúðir.

Afgreiðsla: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?