Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 272

Haldinn í fundarherbergi bæjarráðs,
31.10.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá skipan varamanns í Framkvæmda- og hafnarnefnd.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning varamanns í Framkvæmda- og hafnarnefnd.
Lagt er til að Gestur Þór Kristjánsson verði 1.varamaður í Framkvæmda-og hafnarnefnd og að Sigríður Vilhjálmsdóttir verði 2.varamaður.

Samþykkt samhljóða.
2. 1910050 - Viljayfirlýsingar um samstarf við vistvæna matvælaframleiðslu í Ölfusi
Fyrir bæjarstjórn lágu tvær viljayfirlýsingar sem óskað er eftir að staðfestar verði af bæjarstjórn og undirritaðar af fulltrúa sveitarfélagsins.
a. Paradise Farms óskar eftir því að Sveitarfélagið Ölfus skrifi undir viljayfirlýsingu þess efnis að félagið fái leigða allt að 50 hektara sem ætlaðir verði undir vistvæna matvælaframleiðslu og þá sérstaklega stór gróðurhús. Félagið hyggst fyrst um sinn framleiða tómata, kál, paprikur og annað hefðbundið grænmeti og bæta síðan við framleiðslu á mangó, avocado, bönunum, papaya o.fl. Paradise Farms stefnir að 5000 tonna framleiðslu fyrsta árið sem vaxi síðan samhliða aukinni reynslu. Sérstaklega er þar horft til útflutnings. Viljayfirlýsingin er ekki lagalega bindandi heldur stefnumarkandi skjal með yfirlýsingu um að aðilar séu tilbúnir til að láta reyna á frekari viðræður hvað hugmyndina varðar. Forsvarsmenn verkefnisins fyrir hönd Paradise Farms eru Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Ajay Rajnath Vempati, Kerry Babb, Nicolás Di Tada og Michael Fagan.

b. Iceland Circular óskar eftir því að Sveitarfélagið Ölfus skrifi undir viljayfirlýsingu þess efnis að skoðaðir verði möguleikar þess að félagið fái úthlutað lóð (allt að 50 hekturum) innan Ölfuss, samkvæmt lóðarleigusamningi á eðlilegum og sanngjörnum markaðskjörum. Þá óskar Icelandic Circular eftir aðstoð við leiðir til að kaupa orku og aðgengi að annarri innri gerð. Á lóðinni stefnir Iceland Circular að því að byggja upp umhverfisvæna iðngarða til matvælaframleiðslu þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Forsvarsmenn verkefnisins eru þau Kjartan Sigurðsson og Sara Karlsdóttir.

Afgreiðsla:
Bæjarstjórn er jákvæð fyrir erindunum og telur þau falla vel að framtíðarsýn sveitarfélagsins um Ölfus sem kjörsvæði umhverfissvænnar matvælaframleiðslu með áherslu á nýtingu vatns, orku og lands í þágu slíkrar starfsemi. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingar en þó með þeim skýra fyrirvara að þær gildi báðar eigi lengur en til 1. nóvember 2020. Bæjarstjórn óskar einnig eftir því að forsvarsmenn verkefnisins kynni það fyrir öllum bæjarfulltrúum sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.
3. 1910060 - Auðlindastefna Ölfuss
Drög að auðlindastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss lögð fram.

Fyrir bæjarstjórn lágu ófullgerð drög að auðlindastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss sem nú er unnið að.

Í stefnunni er höfuð áhersla lögð á:

* Að sveitarfélagið stjórni sjálft sem stærstum hluta af auðlindanotkun.
* Að sveitarfélagið og íbúar þess njóti góðs af þeim auðlindum sem eru í sveitarfélaginu.
* Að nýting auðlinda sé sjálfbær.
* Að nýting orku sé meðal forgangsatriða í auðlindastýringu.

Bæjarstjórn þakkar upplýsingarnar og beinir því til starfshópsins sem vinnur að gerð auðlindastefnunnar að fyrir liggi fullgerð stefna á fundi bæjarstjórnar í desember.
4. 1910046 - Erindi um sameiningarviðræður.
Fyrir fundinum lá erindi frá Sveitarfélaginu Árborg um sameiningarviðræður sveitarfélaga í Árnessýslu.
Bæjarstjórn Ölfuss fagnar því að bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar skuli nú stíga fram og lýsa vilja til að nálgast nágranna sína og samstarfsaðila á jafningjagrunni til að kanna forsendur sameiningar sveitafélaganna. Á sama tíma hefur framganga bæjarfulltrúa Árborgar hinsvegar ekki verið með þeim sama hætti líkt og kom fram á haustfundi Héraðsnefndar Árnesinga nú í október, en á þeim fundi var m.a. rædd og tekin ákvörðun um framtíðarstaðsetningu á Héraðsskjalasafni Árnessýslu innan sýslunnar.
Einnig ber að nefna að sveitarfélögin voru síðast í viðræðum um sameiningu á árunum 2016 til 2017 en þeim viðræðum lauk án niðurstöðu.

Bæjarstjórn Ölfuss lýsir sig því ekki reiðubúna að svo stöddu til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna.
5. 1909034 - Minningagarðar
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá Tré lífsins þar sem kannaður er áhugi á Minningagörðum og afstöðu til þess að opna slíkan garð.

Bæjarstjórn þakkar erindið og er jákvæð fyrir samstarfi við "Tré lífsins". Bæjarstjórn telur að hugmynd "Tré lífsins" falli að að hugmyndum um Þorláksskóga og beinir erindinu til verkefnastjórnar Þorláksskóga.
6. 1712001 - Deiliskipulag Fiskalón
Sveitarfélagið Ölfus hefur fjallað um og samþykkt deiliskipulag fyrir Fiskalón L171701. Umhverfisstofnun gaf þó umsögn fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir Fiskalón í Ölfusi með bréfi dagsettu 3. janúar 2019. Fram kemur í bréfi Umhverfisstofnunar m.a. að svara þurfi hvort deiliskipulagið hafi áhrif á Fjörumörk vestan Þurárhnúks, nr. 778 í náttúruminjaskrá. Skipulagsstofnun óskar nú eftir nánari viðbrögðum bæjaryfirvalda við þessari umsögn.
778. Fjörumörk vestan Þurárhnúks, Ölfushreppi, Árnessýslu. (1) Fjörukambar ofan við bæinn Þurá ofan við þjóðveg. (2) Fjörukambar, er sýna tvær til þrjár mismunandi sjávarstöður, m.a. um 6 m hæð yfir núverandi fjörumörkum. Hnullungafjöruborðin eru sýnileg vestur að Þóroddsstöðum og greinanleg austur fyrir Þurárhnúk þar sem sjá má lábarinn helli skammt frá hrauntröðinni næst hnúknum. Gleggstu minjar um sjávarstöðubreytingar í ísaldarlok á þessum slóðum.

Í greinargerðinni með aðalskipulagi Ölfus 2010-2022 er merkt inn svæði I8, Fiskalón. Þar segir að þar sé fiskeldisstöð með athafnasvæði beggja vegna Þorlákshafnarvegar. Stærð lóðarinnar um 5 ha.

Við gerð deiliskipulagsins er svæðið rýmkað til að taka utan um framkvæmdasvæðið og verður þá 9.3 ha. Það svæði sem bætt er við er innan landbúnaðarlands, eins og aðalskipulag Ölfus 2010-2022 skilgreinir það, sem heimilar m.a. uppbyggingu á fiskeldi.

Deiliskipulagið er fyrir mannvirki sem komin eru, komu á tímabilinu 1980-1987, og ný sem komu 2015-2017 og síðan verða bætt við innan byggingareita í deiliskipulaginu.

Land Fiskalóns sem deiliskipulagið tekur yfir, er í um 500 m fjarlægð frá Þurárhnúk og nær ekki inn á það svæði sem vitnað er til í náttúruminjaskrá um Fjörumörk vestan við Þurárhnúk.

Ekki er verið að breyta ásýnd frá því sem þegar er til staðar. Deiliskipulagið er til að taka fastar á uppbyggingu á svæðinu s.s. verndargildi lands, vatnstöku og fráveitumálum. Fornminjar sem Minjastofnun Íslands bendir á eru settar inn á deiliskipulagsuppdrátt og eru þær minjar utan við framkvæmdasvæðið sem deiliskipulagið tekur á.

Umræddar framkvæmdir munu ekki hafa áhrif á verndargildi náttúruminja og munu tryggja að ekki verði farið í framkvæmdir utan samþykktra byggingareita.
7. 1903025 - Deiliskipulag 9-an
Á 108. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar var samþykkt samhljóma að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Egilsbraut 9, Mána-, Sunnu- og Vetrarbraut skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir að senda tillöguna í auglýsingaferil.
8. 1901031 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9
Á 108. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar voru teknar fyrir athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 10. október 2019.
Skv. athugasemdum eru byggingar innan 100 m við tengiveg skv. d-lið 5.3.2.5. gr. Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Bæjarstjórn heimilar að sækja um undanþágu til ráðuneytisins ellegar breyta uppdráttum. Stækka þarf byggingarreiti eða minnka byggingarmagn. Lagfæra þarf uppdrætti og auglýsa skal skipulagið að nýju í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010.
9. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8
Á 108. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar voru teknar fyrir athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 10. október 2019.
Skv. athugasemdum eru byggingar innan 100 m við tengiveg skv. d-lið 5.3.2.5. gr. Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Bæjarstjórn heimilar að sækja um undanþágu til ráðuneytisins ellegar breyta uppdráttum. Stækka þarf byggingarreiti eða minnka byggingarmagn. Lagfæra þarf uppdrætti og auglýsa skal skipulagið að nýju í samræmi við Skipulagslög nr. 123/2010.
10. 1706001 - Skipulag - Árbær IV
Landeigandi af Árbæ IV (L171662) leggur fram deiliskipulag til samþykktar.
Þar sem lögfræðiálit liggur ekki fyrir er málinu frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
11. 1910004F - Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd - 108
Fundargerð Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar frá 24.10.19 lögð fram til samþykktar.
1. 1910036 - Sambyggð 10 umsókn um byggingarleyfi. Gestur Þór Kristjánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
2. 1909052 - Umsókn um stofnun lóðar Hjarðarból lóð 1. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1909053 - Umsókn um stofnun lóðar Hjarðarból lóð 2. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
4. 1910031 - Framkvæmdarleyfi fyrir nýjum háspennustreng meðfram Laxabraut. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
5. 1610015 - Aðalskipulagsbreyting, Riftún. Til kynningar.
6. 1910028 - Riftún - Framkvæmdaleyfi, borhola. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
7. 1910009 - ASK Mýrarsel. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
8. 1711030 - DSK - Selvogsbraut 41, stækkun húss. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
9. 1903025 - Deiliskipulag 9-an - tekið fyrir sérstaklega í 6.dagskrárlið bæjarstjórnar.
10. 1706001 - Skipulag - Árbær IV - Tekið fyrir sérstaklega í 9.dagskrárlið bæjarstjórnar.
11. 1510019 - Skipulag - Skíðaskálann í Hveradölum. Til kynningar.
12. 1909051 - DSK Kinn L212149. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
13. 1908026 - Vesturbakki 6. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
14. 1902043 - Kirkjugarður Þorlákskirkju. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
17. 1901031 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 9. - Tekið fyrir sérstaklega í 7.dagskrárlið bæjarstjórnar.
18. 1901030 - Deiliskipulag, Gljúfurárholt land 8. - Tekið fyrir sérstaklega í 8.dagskrárlið bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram í heild sinni og var hún samþykkt samhljóða.
12. 1910001F - Bæjarráð Ölfuss - 316
Fundargerð Bæjarráðs Ölfuss frá 10.10.19 til staðfestingar.
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus 2019.- Til kynningar.
2. 1810058 - Tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá.-Til kynningar.
3. 1910004 - Hamingjan við hafið uppgjör.-Ákvörðun bæjarráðs staðfest.
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.-Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og var hún samþykkt samhljóða.
13. 1910003F - Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 19
Fundargerð Íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 10.10.19 til staðfestingar.
1. 1910002 - Leikjanámskeið og smíðavöllur 2019.-Til kynningar.
2. 1910019 - Umsókn í afreks- og styrktarsjóð Ölfuss.- Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1810052 - Tillaga að ungmennaráði 2018-2019. - Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
4. 1910003 - Körfuknattleiksdeild Þórs. - Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
14. 1909005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 7
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 27.09.19 til staðfestingar.
1. 1908026 - Vesturbakki 6 umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
2. 1907025 - Vesturbakki 8 umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1909044 - Pálsbúð 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
4. 1909046 - Klængsbúð 17-19 17R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
15. 1910002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 8
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 10.10.19 til staðfestingar.
1. 1910007 - Klængsbúð 21-23 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
2. 1910024 - Klængsbúð 21-23 umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1909042 - Katlahraun 1-5 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
4. 1909039 - Katlahraun 1-5 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
5. 1909037 - Katlahraun 2-6 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
6. 1909040 - Katlahraun 2-6 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
7. 1910029 - Katlahraun 7-11 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
8. 1909041 - Katlahraun 8-12 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
9. 1909038 - Katlahraun 8-12 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
10. 1910015 - Núpahraun 19-25 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
11. 1910016 - Núpahraun 19-25 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
12. 1909047 - Núpahraun 20-26 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
13. 1909049 - Núpahraun 20-26 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
14. 1910017 - Núpahraun 27-33 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
15. 1910013 - Núpahraun 27-33 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
16. 1910012 - Núpahraun 35-41 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
17. 1910018 - Núpahraun 35-41 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
18. 1907023 - Unubakki 32 - Umsókn um lóð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
16. 1910007F - Íþrótta- og tómstundanefndar- 20
Fundargerð Íþrótta- og tómstundanefndar frá 24.10.19 til staðfestingar.
1. 1910047 - Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Lagt er til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
17. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 2.10.19 til kynningar
Fundargerð lögð fram.
18. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.19. til kynningar.
Fundargerð lögð fram.
19. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 7.10.19 til kynningar.
Fundargerð lögð fram.
20. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 27.09.19 til kynningar.
Fundargerð lögð fram.
21. 1812018 - Þorláksskógar fundargerðir til kynningar
Fundargerðir Þorláksskóga nr.5 og 6 til kynningar.
Fundargerðir lagðar fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?