Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 273

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
28.11.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Steinar Lúðvíksson 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Kristín Magnúsdóttir bæjarfulltrúi,
Jón Páll Kristófersson bæjarfulltrúi,
Þrúður Sigurðardóttir bæjarfulltrúi,
Guðmundur Oddgeirsson bæjarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri, Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1908040 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2020.
Fyrri umræða.
Fyrir bæjarstjórn lágu:

a. Gjaldskrá Þorlákshafnar fyrir árið 2020.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána á sama hátt og Framkvæmda- og hafnarstjórn hefur áður gert og vísar henni til annarar umræðu bæjarstjórnar.

b. Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árið 2020.
Þar kemur fram að útsvar verði óbreytt á komandi ári. Álagningarprósenta fasteignaskatts er lækkuð úr 0,35% í 0,34%, vatnsskattur er lækkaður úr 0,12% í 0,10% og holræsagjald er lækkað úr 0,25% í 0,20%. Að öðru leyti taka gjaldskrárbreytingar fyrst og fremst mið af lífskjarasamningunum sem undirritaðir voru fyrr á þessu ári.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrána og vísar henni til annarar umræðu í bæjarstjórn.
2. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023
Fyrri umræða.
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss fyrir árin 2020-2023 lögð fram til fyrri umræðu.

Farið var yfir helstu liði og áherslur í áætluninni.

Fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði jákvæð um kr. 216.405.000- fyrir samstæðuna og veltufé frá rekstri verði kr. 499.363.000.
Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði kr. 2.891.450.000.

Inn í áætlun vantar enn fjárfestingar og óreglulega liði og því ljóst að áætlunin mun taka breytingum á milli fyrri og seinni umræðu.

Álagningarprósenta útsvars á árinu 2019 verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Fjárhagsáætlun til fyrri umræðu samþykkt samhljóða.

Síðan samþykkt samhljóða að vísa "Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2023" til seinni umræðu sem haldin verður 12. desember n.k.
3. 1910046 - Erindi um sameiningarviðræður.
Beiðni frá Hveragerðisbæ um sameiningarviðræður við Ölfus.
Fyrir bæjarstjórn lá erindi frá bæjarstjórn Hveragerðis þar sem lýst er áhuga til viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn Ölfuss vill lýsa einlægri ánægju með farsælt samstarf sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðis. Í því samhengi má nefna árangursríkt samstarf um rekstur grunnskóla í Hveragerði, samstarf um rekstur leikskóla í Hveragerði, nýtingu orku úr Ölfusi í Hveragerði, rekstur sameiginlegrar skóla- og velferðarþjónustu með höfuðstöðvar í Hveragerði og ýmislegt fleira.

Bæjarfulltrúar O-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar O-lista lýsa yfir vilja til að eiga samtal við kjörna fulltrúa Hveragerðisbæjar um kosti og galla þess að sameina stjórnsýslu héraðsins Ölfuss á ný. Sameinað sveitarfélag gæti haft gríðarmikil tækifæri til vaxtar og orðið eitt öflugasta sveitarfélagið á Suðurlandi, hvort sem horft er til íbúafjölgunar, atvinnusköpunar, auðlinda, félagslegrar þjónustu við íbúana eða menningar. Slagkraftur sameinaðs sveitarfélags við nýtingu auðlinda þess til atvinnusköpunar í héraði yrði án efa meiri en hún er í dag sem og í baráttunni fyrir stækkun Þorlákshafnar og afleiddrar starfssemi. Fjöldi íbúa í dreifbýli Ölfuss sækir samfélagsþjónustu í töluverðu mæli til Hveragerðisbæjar og okkur sem sitjum í bæjarstjórn ber að horfa til þarfa íbúa sveitarfélagsins alls.

Bæjarfulltrúar O-lista leggja því fram tillögu um að bæjarstjórn Ölfuss þiggi boð bæjarstjórnar Hveragerðis um óformlegar viðræður.

Atkvæði voru greidd um tillögu bæjarfulltrúa O-lista. Tillagan var felld með 4 atkvæðum D-lista gegn 3 atkvæðum O-lista.

Bæjarfulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Í erindi bæjarstjórnar Hveragerðis segir að nýlega hafi verið kannaður hugur íbúa til sameiningar og þar hafi íbúar í Hveragerði lýst áhuga á að sameinast Ölfusi en „sú ást ekki verið endurgoldin“ af íbúum í Ölfusi þar sem kosning leiddi í ljós að minnihluti þátttakenda vildi taka upp viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja jákvætt að eiga viðræður um sameiginleg verkefni en telja að svo stöddu ekki þörf á annarri kosningu meðal íbúa enda gangi rekstur beggja sveitarfélaga vel, og jafnvel enn betur en seinast þegar afstaða var tekin til sameiningar. Íbúafjölgun er veruleg í báðum sveitarfélögum, mikil hreyfing er í atvinnumálum, þjónustustig hátt og mörg stór verkefni framundan.

Vegna orða bæjarstjórnar Hveragerðis um að ást Ölfuss á Hveragerði sé ekki endurgoldin vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að elska og umhyggja Ölfuss gagnvart Hveragerði er einlæg og rík, jafnvel þótt hugur standi ekki til hjónabands að svo stöddu. Með vinarþel í huga og ást í sinni minnia þeir vini sína í bæjarstjórn Hveragerðis á orð Einars H. Kvaran: „Það er ekki hjónabandið sem skiptir máli heldur ástin". Á þeim forsendum eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hér eftir sem hingað til tilbúnir til uppbyggjandi samtals með hagsmuni íbúa að leiðarljósi.
4. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning í ráðgjafahópa um menningarmál og atvinnumál.
Í ráðgjafahóp um menningarmál eru kosnir 5 aðalmenn og 3 til vara.
Í ráðgjafahóp um atvinnumál eru kosnir 5 aðalmenn og 3 til vara.

Lagt er til að vísa skipan í þessa hópa til fullnaðarafgreiðslu hjá bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.
5. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Kosning varamanna í nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags.

Lagt er til að Þór Emilsson verði 1.varamaður D lista og að Steinar Lúðvíksson verði 2.varamaður D lista.

Samþykkt samhljóða.
6. 1903025 - Deiliskipulag 9-an
Á 108. fundi Skipulags-, bygginga- og umhverfisnefndar var samþykkt samhljóða að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Egilsbraut 9, Mána-, Sunnu- og Vetrarbraut skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
16. 1611032 - Almannavarnir: Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu
Samþykktir Almannavarnanefndar Árnessýslu til staðfestingar.
Fyrir bæjarstjórn lágu drög að samþykktum fyrir Almannavarnarnefnd Árnessýslu.

Bæjarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti.
Fundargerðir til staðfestingar
7. 1910005F - Bæjarráð Ölfuss - 317
Fundargerð Bæjarráðs Ölfuss frá 7.11.2019.
1. 1908040 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2020. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
2. 1910073 - Niðurstaða úthlutnarnefndar stofnframlaga. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
3. 1910030 - Samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
4. 1911010 - Byggðakvóti 2019-2020. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
5. 1910076 - Smábátafélagið Árborg. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
6. 1911003 - Stækkun kirkjugarðs í Þorlákshöfn. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
7. 1901025 - Jafnlaunavottun Sveitarfélagsins Ölfuss. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
8. 1910061 - Sameiningar sveitarfélaga. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
9. 1812018 - Þorláksskógar. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
10. 1910045 - Skákhátíð styrkbeiðni. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
11. 1910062 - Umsókn um rekstrarstyrk 2020. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
12. 1910063 - Umsókn um fjárstuðning 2020. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
13. 1910033 - Tjaldsvæði Þorlákshafnar. Niðurstaða bæjarráðs staðfest.
14. 1910037 - Ágóðahlutagreiðsla 2019. Lagt fram til kynningar.
15. 1910072 - Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
16. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Lagt fram til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
8. 1910008F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 33
Fundargerð Fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 30.10.2019.
1. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 1901023 - Leikskólinn Bergheimar. Jafnréttisáætlun. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1910059 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Niðurstöður nemendakönnunar. Til kynningar.
4. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar
5. 1910056 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Pólskukennsla. Til kynningar.
6. 1711040 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn Starfsáætlun. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
7. 1910057 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn. Kennsluáætlun. Til kynningar.
8. 1910058 - Fastir fundartímar fjölskyldu- og fræðslunefndar. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og samþykkt samhljóða.
9. 1911001F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 1
Fundargerð Framkvæmda- og hafnarnefndar frá 14.11.19.
1. 1901020 - Dráttarbátur Þorlákshöfn. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
2. 1911007 - Framkvæmdir landtengingar á Mykines. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1910068 - Fjárhags og fjárfestingaráætlun 2020-2024. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
4. 1911005 - Árshlutauppgjör. Til kynningar.
5. 1905017 - Samgönguáætlun 2020-2024. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
6. 1911006 - Fundur Hafnasambands Íslands. Til kynningar.
7. 1704020 - Móttöku og flokkunarstöð. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
8. 1904013 - Viðbygging Egilsbraut 9. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
9. 1911008 - Verklegar framkvæmdir
10. 1907011 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ölfuss 2020-2023. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og samþykkt samhljóða.
10. 1911007F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 2
Fundargerð Framkvæmda- og hafnarnefndar frá 21.11.2019.
1. 1910068 - Fjárhags og fjárfestingaráætlun 2020-2024. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
2. 1908040 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2020. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1911033 - Kaup á salt og sand dreifara. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
11. 1911002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 9
Fundargerð afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 14.11.19.
1. 1911024 - Pálsbúð 24 - Umsókn um lóð
2. 1911025 - Pálsbúð 22 - Umsókn um lóð
3. 1911012 - Pálsbúð 22 - Umsókn um lóð
4. 1911018 - Unubakki 19 - Umsókn um lóð
5. 1910064 - Unubakki 19 - Umsókn um lóð
6. 1911019 - Unubakki 19 - Umsókn um lóð
7. 1911020 - Unubakki 19 - Umsókn um lóð
8. 1911017 - Unubakki 19 - Umsókn um lóð
9. 1910065 - Unubakki 19 - Umsókn um lóð
10. 1906019 - Sambyggð 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
12. 1911005F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 1
Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.11.19.
1. 1904023 - Mói - Uppbygging íbúðabyggðar. - til kynningar
2. 1910055 - Fiskalón - 80 tonna framleiðsluaukning. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
3. 1911021 - DSK Hellisheiðarvirkjun breyting 15. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
4. 1911030 - DSK Gata í Selvogi. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
5. 1907012 - DSK Bakkar. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
6. 1910048 - DSK Akurholt. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
7. 1706010 - DSK Norðurhraun. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
9. 1911032 - DSK Hjarðarból Lóð 176222. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
10. 1808009 - DSK Skyggnir úr Kirkjuferjuhjáleigu. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
11. 1911029 - Mæri land - Leiðrétting stærðar. Ákvörðun nefndarinnar staðfest.
12. 1904021 - Skipulag - Reykjabraut 2. Til kynningar.

Fundargerðin lögð fyrir í heild sinni og hún samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
13. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks: Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerð aðalfundar Bergrisans frá 23.10.19.
Fundargerðin lögð fram.
14. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.10.19.
Fundargerð lögð fram.
15. 1601020 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerðir SOS frá 23.10.19 og 13.11.19.
Fundagerð lögð fram.
17. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga: Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð stjórnar SASS frá 23.10.19.
Fundagerðin lögð fram.
Forseti lagði til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 12.desember kl.16:30.

Samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?