Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 1

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
21.11.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varamaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Jón Páll Kristófersson aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason skipulags- og byggingarfulltrúi, Kristinn Pálsson starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigmar B. Árnason, skipulags- og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 1910055 - Fiskalón - 80 tonna framleiðsluaukning
Sveitarfélaginu Ölfus barst þann 23. október 2019 bréf þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna áforma Laxa fiskeldis ehf. um framleiðsluaukningu á laxaseiðum úr 20 tonnum árlega í 100 tonn árlega í seiðaeldisstöð þeirra á Fiskalóni í Ölfusi skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Ölfus telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að nægjanlega sér gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun og leggur til við sveitarstjórn að hún taki undir álit nefndarinnar um að ofangreind framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Nefndin telur að umfang framkvæmda og tilgreindar mótvægisaðgerðir séu þess eðlis að umhverfisáhrif verði óveruleg sé þeim fylgt eftir. Ekki er verið að raska óröskuðu landi og í dag er starfandi samskonar starfsemi á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu með litlum umhverfisáhrifum. Að því sögðu vill nefndin leggja áherslu á eftirfarandi þætti:
- Mikilvægt er að tromlusían sem framkvæmdaraðili lýsir í framkvæmdartilkynningu sinni virki sem skyldi og að eftirlit sé haft með virkni hennar, m.a. með sýnatöku í frárennsli.
- Frárennsli stöðvarinnar deilir ós með Varmá/Þorleifslæk og Ölfusá og þar fara um þúsundir laxfiska (lax, sjóbirtingur, sjóbleikja) á hverju ári. Því er mikilvægt að ristar og sleppigildrur séu ávallt í lagi til að koma í veg fyrir blöndun eldisfiska við villta fiska. Ristar/sleppigildrur skulu vera við hvert ker sem og í sameiginlegu frárennsli stöðvarinnar.
- Lífrænn úrgangur frá stöðinni (dauð seiði, fóðurafgangar, seyra úr tromlusíu o.s.frv.) skal ekki geyma undir beru lofti heldur ávallt í lokuðum gámum/ílátum.
- Mikilvægt er að aukin vatnstaka á svæðinu hafi ekki áhrif á nærliggjandi jarðir.

Rekstur seiðaeldisstöðvarinnar er háður starfsleyfi og er það mat sveitarfélagsins að á þáttum sem snúa að mótvægisaðgerðum og vöktun (t.d. sýnataka og meðhöndlun lífræns úrgangs) verði tekið við veitingu starfsleyfisins og í skilmálum þess eftir því sem þörf krefur. Slíkt hið sama á við um nýtingarleyfi Orkustofnunar vegna aukinnar vatnstöku.

Skipulagsvald er í höndum Sveitarfélagsins Ölfuss sem einnig er leyfisveitandi vegna útgáfu á framkvæmda- og byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
3. 1911021 - DSK Hellisheiðarvirkjun breyting 15
Orka Náttúrunnar leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunnar, breyting númer 15.
Breytingin felst í skilmálum klæðningarefna, lita og útlits bygginga í jarðhitagarðinum. Markmiðið er að hönnun bygginga falli betur að landslagi og beri minna á sér í umhverfinu. Hliðar lengri en 30 m þarf að klæða með ólíkum efnum í jarðarlitum eða náttúrulegum tónum.
Landslag ehf vinnur gögnin, dagsett 11.11.2019.

Afgreiðsla: Samþykkt auglýsa tillöguna skv. málsmeðferð 2. mgr. 43. gr og 3. mrg. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 1911030 - DSK Gata í Selvogi
Landeigendur Götu Litlu og Stóru í Selvogi leggja fram deiliskipulag fyrir ferðaþjónustutengda starfsemi á svæðinu. Skipulagsvæðið er 4,4 ha, innan þess verða fjórir byggingarreitir og tjaldsvæði. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir þjónustuhúsi, salerni og sjoppu ásamt reit fyrir 10 smáhýsi.
Gögnin eru unnin af verkfræðistofunni Eflu, dagsett 15.11.2019.

Afgreiðsla: Samþykkt er að deiliskipulagið verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
5. 1907012 - DSK Bakkar
Verkfræðistofan Efla hefur unnið skipulagslýsingu fyrir sveitarfélagið vegna áforma um nýtt deiliskipulags fyrir athafnarsvæði í Þorlákshöfn sem liggur við Unu- og Vesturbakka.
Afgreiðsla: Skipulagslýsing var lögð fram í skipulagsnefnd skv. 1. mgr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að lýsingin verði auglýst, send Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum skv. 2. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 1910048 - DSK Akurholt
Kot eignarhaldsfélag ehf leggur fram deiliskipulagstillögu til skipulagsnefndar fyrir Akurholt í Ölfusi L211957. Meðfylgjandi er lýsing verks. Gögn eru unnin af Bölta ehf, dagsett 14.11.2019.
Afgreiðsla: Synjað. Skipulagsnefnd telur að skipulagið falli ekki að aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem að ekki er lögbýli á jörðinni. Erindi vísað í heildarendurskoðun aðalskipulagsins.
7. 1706010 - DSK Norðurhraun
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu fyrir íbúðahverfið Norðurhraun Í6. Breytingin er á samþykktum uppdráttum úr bæjarstjórn 8. nóvember 2018.
Óveruleg breytingin felur í sér hagræðingu lóða og húsa vegna tilfærslu á háspennustreng Rarik sem haft hafði áhrif á hönnun.
Húsum fjölgar úr 27 í 32.
Íbúðum fjölgar úr 68 í 75.
Skilgreind er lóð fyrir nýja spennistöð Rarik við Þurárhraun.

Afgreiðsla: Óveruleg breyting samþykkt.
Skipulagsnefnd telur að breytingarnar séu óverulegar skv. skipulagslögum. Breytingin víkur ekki frá notkun svæðis sem enn er íbúðabyggð. Nýtingarhlutfall eykst vegna tilfærslu rafstrengs og seinkar áætlunum nýrra hverfa á óröskuðu landsvæði. Innviðir nýtast betur við fjölgun íbúða, auk þess sem það er vel tengt helstu umferðaræðum. Heildaryfirbragð er allt hið sama og byggingarskilmálar óbreyttir. Röskun er engin fyrir íbúa þar sem hverfið er óbyggt og breytingar taka mest til seinni áfanga skv. áætlunum sveitarfélagsins.
Ekki er talin ástæða á meðferð skv. 30.-31. gr. skipulagslaga.
8. 1704028 - DSK Hjarðarból Austur
Í bréfi frá Skipulagsstofnun bárust athugasemdir við innsent deiliskipulag við Hjarðarból. Bréfið er dagsett 6. nóvember 2019.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Unnar verða lagfæringar skv. athugasemdum, breytingar eftir auglýsingu.
Skilgreiningar varðandi hljóðmön betur útlistaðar í greinargerð og á uppdrætti.
Skrif um aukahús (smáhýsi) fjarlægð enda fylgir slíkt reglugerð.
Útfærslu sorps breytt.
Deiliskipulagssvæði uppfært og mörk eldra deiliskipulags tilgreint.
Sveitarfélagið bendir á að stærðir lóða eru í samræmi við eldra deiliskipulag og fylgja forsendum hverfisins. Í aðalskipulagi segir að lóðir skuli að jafnaði vera amk um 0.5 ha. Innan skipulagsins er sameiginlegt ræktarsvæði sem deilist með lóðarhöfum. Lóðir eru því að jafnaði að vera um 0.5 ha. og er sveitarfélagið samþykkt þessari útfærslu.
9. 1911032 - DSK Hjarðarból Lóð 176222
Í bréfi frá Skipulagsstofnun bárust athugasemdir við innsent deiliskipulag við Hjarðarból. Bréfið er dagsett 6. nóvember 2019.
Athugasemd var gerð varðandi skörun skipulagsmarka í Hjarðarbóli. Lögð er fram óveruleg breyting á eldra skipulagi. Síðasta breyting þess skipulags var frá 2017.

Afgreiðsla: Óveruleg breyting á skipulaginu er samþykkt og skal kynnt Skipulagsstofnun. Breytingin byggir á að ýtreka með afgerandi hætti skipulagsmörk svæðisins sem ná eingöngu utan um Hjarðarból Lóð 176222.
Skipulagsmörk eldri uppdrátta þykja óljós.
Ekki er talin ástæða á meðferð skv. 30.-31. gr. skipulagslaga. Þar sem nýting svæðis og skipulagið í heild er óbreytt.
10. 1808009 - DSK Skyggnir úr Kirkjuferjuhjáleigu
Deiliskipulag fyrir Skyggni var auglýst skv. 1 mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Hægt var að senda inn athugasemdir til 25. október.
Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlitið og Vegagerðin sendu inn umsagnir.
Vegagerðin gerir athugasemdir við vegtengingar.

Afgreiðsla: Lagfæra þarf uppdrátt í samræmi við þær athugasemdir sem Vegagerðin gerir. Passa þarf tengingar og veghelgunarsvæði.
Skipulag samþykkt með fyrirvara um breytingar.
11. 1911029 - Mæri land - Leiðrétting stærðar
Fyrir hönd Vegagerðarinnar er óskað eftir annars vegar leiðréttingu á stærð vegsvæðis landn. 225294 vegna misræmis í mælingu og hins vegar breytingu á stærð vegsvæðis landn. 227340 (sem er enn í pípunum og hefur ekki verið stofnað lögformlega í fasteignaskrá). Forsaga málsins er sú að með tölvupósti 3. júlí 2018 var umsókn Vegagerðarinnar um stofnun 1.528 fm vegsvæðis úr landi Mæris, landn. 171776 send sveitarfélaginu Ölfus.
Mæliblað 1 leiðrétting á stærð vegsvæðis, landn. 225924 (breytt stærð lóðar)
Mæliblað 2 ný fasteign, Mæri vegsvæði 2, landn. 227340.
Gögn eru unnin af Verkfærðistofunni Eflu fyrir Vegagerðina, dagsett 19.12.2018.

Afgreiðsla: Samþykkt
Fundargerð
13. 1911002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 9
Afgreiðsla: Staðfest
Mál til kynningar
1. 1904023 - Mói - Uppbygging íbúðabyggðar
Til kynningar eru fyrstu drög og hugmyndir Hamrakórs af skipulagi fyrir Móa (byggð austan Ölfusbrautar). Uppdrættir voru fyrst kynntir á síðasta bæjarstjórnarfundi af hönnuðum frá PKdM arkitektum.
Kristinn Pálsson verkefnastjóri endurflytur kynninguna.

Afgreiðsla: Kynnt
12. 1904021 - Skipulag - Reykjabraut 2
Til kynningar breyttur uppdráttur vegna Reykjabrautar 2 þar sem brugðist er við athugasemdum. Einnig fylgja skuggavarpsmyndir.
Afgreiðsla: Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?