Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 26

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.11.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Björn Kjartansson varaformaður,
Þór Emilsson formaður,
Hrafnhildur Árnadóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson 1. varamaður,
Guðmundur Oddgeirsson aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að mál yrði tekð á dagskrá með afbrigðum. Það er mál nr. 2 á dagskrá sem fjallar úthlutun lóða við Hnjúkamóa 2 og 4 með sérstökum kvöðum. Var það samþykkt samhljóða


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2111026 - Kynning aðalskipulags í samræmi við 2. málsgr. 30 gr. skipulagslaga fyrir meðhöndlun í Bæjarstjórn
Nefnd um heildarendurskoðun aðalskipulags leggur til að tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir 2022-2036 sem verði samþykkt í kynningu í samræmi við 2. másgrein 30. greinar skipulagslaga. Tillagan verði kynnt fram að desemberfundi bæjarstjórnar og lagt til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna á þeim fundi til almennrar auglýsingar í samræmi við skipulagslög.

Að þessu sinni er einn rafrænn uppdráttur með öllum upplýsingum skipulagsins sem nálgast má á slóðinni:
https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=4bf90063f3134b7d84a2953c4a60b1f4

Samhliða vinnslu tillögunar hefur verið unnið að lögboðnu verkefni um skráningu á akfærum slóðum í náttúru Íslands. Slóðarnir eru flokkaðir i greiðfæra, seinfæra og torfæra og eru þeir færðir inn á loftmynd sem sjá má á slóðinni:
https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=ccaaf5075f8c4896a1165f91a541283b


Samþykkt að aðalskipulagstillagan verði kynnt í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 fram að desemberfundi bæjarstjórnar.
Skipulagsnefnd beinir því jafnframt til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum eftir desemberfund sinn.

Guðmundur Oddgeirsson fulltrúi O-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Nefndin hefur ekki fengið formlega kynningu á skipulaagstillögunni og því tel ég ekki tímabært að samþykkja hana til auglýsingar."
2. 2111037 - Hnjúkamói 2 og 4 - auglýsing og úthlutun lóða með sérstökum kvöðum
29. september sl. auglýsti Sveitarfélagið Ölfus lausar til umsóknar tvær lóðir fyrir fjölbýlishús við Hnjúkamóa, Þorlákshöfn. Lóðirnar eru á áberandi stað við aðkomu inn í bæjarfélagið meðfram Ölfusbraut, og var því tekin ákvörðun um sérstaklega skyldi vandað til við hönnun og útlit þeirra húsa sem standa munu á lóðunum.
Lóðirnar voru auglýstar á heimasíðu sveitarfélagsins þann 29. september 5 aðilar báðu um frekari gögn.

Til að fylgja slíkum kröfum eftir var tekin ákvörðun um að ekkert úthlutunargjald yrði greitt fyrir lóðirnar heldur einungis gatnagerðargjald. Því áskildi sveitarfélagið sér rétt til velja á milli umsókna útfrá hönnun, gæðum og tengdum áformum. Ekki var þörf á að fullnaðar hönnunargögn fylgi lóðaumsóknum heldur eingöngu að fyrirætlan um td. hönnun, stærðir íbúða, útlit húsa og frágangur lóða liggi fyrir. Umsóknarfrestur var til 13. október.

Tvær umsóknir bárust og lágu þær fyrir nefndinni til umfjöllunar.

Afgreiðsla: Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að stefnt verði að því að ganga til samninga við óstofnað félag í eigu Trípoli arkitekta, verktakafyrirtækisins Fjallborgar og jarðvegsverktakans ABL-TAK. Umsókn þeirra þótti bera af við mat á faglegri nálgun verkefnisins, umfang og frágang.
3. 2111018 - DSK breyting á deiliskipulagi Unu og Vesturbakki
Efla leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Athafnasvæði vestan Óseyrarbrautar Unu- og Vesturbakki". Deiliskipulagsvæðið er stækkað lítillega og hefur tveim lóðum verið bætt við Hraunbakka 3 og 5.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli
Haukur Benediktsson, skipulagshöfundur leggur fram nýtt deiliskipulag fyrir Skæruliðaskálann í Ólafsskarði við Jósepsdal. Tilgangurinn er að unnt verði að stofna lóð í Þjóðlendunni umhverfis skálann og skrá hann í fasteignaskrá.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
5. 2102075 - DSK Auðsholt - 4 lóðir
Deiliskipulagstillaga fyrir Auðsholt kemur nú aftur fyrir nefndina eftir auglýsingu. Athugasemd kom frá íbúum í nágrenninu vegna kvaðar í landskiptagjörð frá 1977 um aðkomu sem þau óskuðu eftir að skipulagið tæki tillit til. Því var breytt en nágrannarnir voru ekki sáttir við þá breytingu. Nú hefur því verið breytt aftur og kvöðin færð orðrétt inn í skipulagið eins og hún er í landskiptagjörðinni. Þetta má sjá í deiliskipulaginu í viðhengi ásamt svari sem nágrönunum var sent.

Eftir að fundarboðið var sent út barst athugasemd við þessa lausn frá nárönnunum sem benda á sú leið sem þeir telja að kvöðin vísi til sé undir byggingarreit sem deiliskipulagið markar.

Afgreiðsla:
Nefndin beinir því til landeiganda að hann leitist við að ná sátt við nágranna sína um þessa gömlu kvöð sem tekist er á um og staðsetningu hennar.
6. 2111022 - DSK Þorlákshafnarvegur - endurbygging
Vegagerðin hefur kynnt hugmyndir um endurgerð Þorlákshafnarvegar frá Hveragerði að Þrengslavegi fyrir starfsmönnum. Hugmyndin er að fækka vegstútum sem eru fjölmargir um allt að helming. Þetta yrði gert til að auka öryggi vegfarenda. Kynntar voru hugmyndir um að sveitarfélagið inni deiliskipulag af vegstæðinu í samráði við Vegagerðina, það tæki á hugsamlegum göngu/hjólastíg meðfram veginum og safnvegum þar sem stútum yrði fækkað.
Afgreiðsla: Lagt fram.
7. 2111033 - Svæðisskipulag fyrir Selvog
Nokkuð hefur verið um fyrirspurnir til skipulagsfulltrúa varðandi deiliskipulagsgerð frá landeigendum í Selvogi. Í aðalskipulagi er svæðið hverfisverndað vegna fornminja og þar er eftirfarandi texti: "Í Selvogi er gert ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag af allri byggðinni áður en frekari uppbygging verður leyfð á svæðinu." Einnig kemur þar fram: "Á svæðinu eru miklar minjar um byggð." Einnig hefur komið uppá stunga um
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa að leita tilboða í svæðisskipulag fyrir Selvoginn og leggja erindi fyrir bæjarráð þar sem farið verður fram á fjárveitingu fyrir verkinu.
8. 2111034 - Stofnun lóðar umhverfis borholu vatnsveitu Þorlákshafnar á Hafnarsandi
Óskað er eftir að nefndin samþykki stofnun lóðar umhverfis borholu vatnsveitu Þorlákshafnar á Hafnarsandi.
Afgreiðsla: Samþykkt.
9. 2111030 - Fyrirspurn um Bílaborgir í Þrengslum
Jónas Ingi Ragnarsson fyrir hönd landeiganda spyr hvort heimilað verði að vinna deiliskipulag sem gerir ráð fyrir athafnasvæði sem innhaldi bílatengda starfsemi á allstóru svæði sunnan við Þrengslaveg austan Sandfells.
Til vara spyr hann hvort heimilað verði að gera gagnaver á þessum stað ef svarið við fyrri spurningu verður neikvætt.
Til þrautarvara spyr hann hvort skipulagsnefnd myndi heimila að skipulagi yrði breytt þannig að þarna mætti hafa ylrækt og framleiða krydd til útflutnings í stórum stíl.

Afgreiðsla: Synjað. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á svæðið er vatnsverndarsvæði II skv. aðalskipulagi og það er ekki að ástæðulausu. Vatn frá svæðinu rennur að mörgum mikilvægum vatnsbólum, þar á meðal vatnsbóli vatnsverksmiðjunar, vatnsbóli Þorlákshafnar og hinum ýmsu vatnsbólum fiskeldisstöðva við Þorlákshöfn. Mengunarslys á svæðinu hefði skelfilegar afleiðingar.

Varðandi "varaspurningarnar" telur skipulagsnefnd ekki heppilegt að byggja á svæðum sem í aðalskipulagi eru skilgreind sem óbyggð svæði enda er sú skilgreining ekki að ástæðulausu, byggð á heima í byggð en ekki í óbyggðum. Sama gildir um ylræktarver á þessum stað. Heppilegur staður fyrir slíkt er á lóðum sem þegar hafa verið skipulagðar í iðngörðunum við Helliheiðarvirkjun, þar sem svona starfsemi smellpassar inn í "hringrásarhagkerfið."
10. 2104016 - Auðsholt - stofnun fjögurra lóða
Landeigandi óskar eftir að stofna 4 lóðir úr landi sínu Auðsholti í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu.
Afgreiðsla: Frestað, þangað til gengið hefur verið frá deiliskipulagi.
11. 2111008 - Umsögn um matsskyldu - Arnarlax Laxabraut 5
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um fyrirspurn um matsskyldu varðandi eldi sem Arnarlax er með á laxaseiðum að Laxabraut 5 í Þorlákshöfn og laxeldi þar í stað bleikjueldis, með 900 tonna hámarks lífmassa á hverjum tíma. Hugmyndir eru að breyta framleiðslu í eldisstöð fyrirtækisins úr bleikjueldi í laxeldi. Þó er gert ráð fyrir að áfram verði unnt að ala bleikju í stöðinni.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Ölfus telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Sveitarfélagið Ölfus telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Í viðhengi er tillaga að bókun/umsögn

Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Þó vill sveitarfélagið benda á mikilvægt þess er að hreinsisíur í frárennsli sem framkvæmdaraðili lýsir stuttlega í skýrslu virki sem skyldi og að eftirlit sé haft með virkni, m.a. með sýnatöku í frárennsli. Frárennsli stöðvarinnar er stutt frá ósum Ölfusár og þar fara um þúsundir laxfiska (lax, sjóbirtingur, sjóbleikja) á hverju ári. Því er mikilvægt að ristar og sleppigildrur séu ávallt í lagi til að koma í veg fyrir blöndun eldisfiska við villta fiska. Sveitarfélagið telur að ristar/sleppigildrur skulu vera við hvert ker sem og í sameiginlegu frárennsli stöðvarinnar. Einnig telur sveitarfélagið að lífrænan úrgang frá stöðinni (dauð seiði, fóðurafgangar, seyra úr tromlusíu o.s.frv.) skuli ekki geyma undir beru lofti heldur ávallt í lokuðum gámum/ílátum.
Þá leggur sveitarfélagið áherslu á að gönguleið við strandlengju neðan stöðvarinnar sem fram kemur í aðalskipulagi sé haldið opinni og bendir á mikilvægi þess að ljósmengun frá stöðinni verði haldið í lámarki með viðeigandi aðgerðum, skermun og ljósabúnaði.
Sveitarfélagið Ölfus telur ekki að umsögnin geri að öðru leiti ágætlega grein fyrir framkvæmdin og ekki sé þörf á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvaldið á lóðinni.
12. 2110015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landtöku sæstrengs Farice frá Írlandi
Lagnaleið landstrengs frá landtökustað að tengihúsi. Í viðhengi er loftmynd sem sýnir lagnaleið frá landtökustað sæstrengs frá Írlandi og að tengihúsi við Þorlákshöfn.
Afgreiðsla: Lagnaleið samþykkt.
13. 2110055 - Umsögn um sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
Verkfræðistofan Mannvit ehf óskar eftir umsögn sveitarfélasins um Sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi. Í kafla 2.4.3 þar sem fjallað er um Ölfus, segir:
"Ölfus
Verktaki annast sorphirðu fyrir Ölfus. Notað er þriggja tunnu kerfi. Grátunna er fyrir almennt sorp og í henni er brúnt hólf fyrir lífrænan úrgang, blá tunna er fyrir pappír og pappa og græn tunna fyrir plast og málma. Sorphirða fyrir almennan úrgang og lífrænan úrgang er á tveggja vikna fresti, en fyrir blá og græntunnu á þriggja vikna fresti.
Ölfus rekur gámasvæði/endurvinnslustöð í Þorlákshöfn.
Sveitarfélagið innheimtir sorphirðugjald og gjald fyrir meðhöndlun úrgangs af öllum eigendum fasteigna í sveitarfélaginu. Gjaldið skal standa undir þeim kostnaði sem sveitarfélagið verður fyrirvegna þessa málaflokks."
Í fylgiskjali er tillaga að umsögn sveitarfélagsins

Afgreiðsla: Skipulags og umhverfisnefnd Ölfuss telur áætlunin gefi góða mynd af stöðu mála og grerir ekki athugasemd við áætlunina eins og hún er sett fram og samþykkir umsögnina sem skipulagsfulltrúi leggur fram.
14. 2111002 - Umsögn um aukna jarðhitanýtingu við Bakka
Verkfræðistofan Mannvit fyrir hönd Veitna biður um umsögn sveitarfélagsins um matsspurningu vegna eftirtaldra framkvæmda:
- Borun vinnsluholu á Bakka í Ölfusi.
- Hreinsiborun á eldri holu eða borun nýrrar vinnsluholu að Fiskalóni.
- Tengingu Þorlákshafnar- og Ölfusveitu.

Í umsagnarbeiðninni kemur eftirfarandi fram:
"Veitur hafa sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu sem var móttekin 6. september 2021, um ofangreinda framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Í samræmi við 20. gr. laganna og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Sveitarfélagið Ölfus gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð umhverfismati að teknu tilliti til 2. viðauka í framangreindum lögum.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort sveitarfélagið telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila."

Afgreiðsla: Sveitarfélagið telur að telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Rétt er að fram komi að á síðu 5 í matsskýrslunni kemur fram að sveitarfélagið Ölfus geri ráð fyrir 8-10% fjölgun íbúa í Þorlákshöfn til ársins 2029. Það rétta er að sveitarfélagið gerir ráð fyrir 5-7% íbúaaukningu á ári til ársins 2029 samkv. nýsamþykktri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Að öðru leiti gerir sveitarfélagið ekki athugasemdir.
Sveitarfélagið Ölfus er leyfisveitandi þegar kemur að framkvæmdar leyfum vegna framkvæmdanna. Enn fremur fer sveitarfélagið með skipulagsvald á svæðinu.
15. 2111016 - Umsögn um matsskýrslu vegna 24000 tonna laxeldis Geo Salmo
Skipulagsstofnun biður um umsögn sveitarfélagsins vegna matsskýrslu sem fjallar um umhverfismat á 24.000 tonna fiskeldi vestan Þorlákshafnar. Í umsögninni skal, eftir því sem við á, að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Afgreiðsla: Sveitarfélagið Ölfus telur skýrsla geri ágætlega grein fyrir því hvernig framkvæmdaaðili hyggst vinna að umhverfismat. Sveitarfélagið bendir á mikilvægi þess að fjallað verði um hugsanlega ljósmengun frá stöðinni og hvernig komið verði í veg fyrir hana. Jafnframt mikilvægi þess að útrásir til sjávar hefti ekki gönguleiðir meðfram ströndinni neðan stöðvarinnar og að þær haldist opnar eftir sem áður.
Einnig hvernig eftirlit verði haft með virkni hreinsibunaðar útrásar, m.a. með sýnatöku í frárennsli. Frárennsli stöðvarinnar er stutt frá ósum Ölfusár og þar fara um þúsundir laxfiska (lax, sjóbirtingur, sjóbleikja) á hverju ári. Því er mikilvægt að ristar og sleppigildrur séu ávallt í lagi til að koma í veg fyrir blöndun eldisfiska við villta fiska. Sveitarfélagið telur að ristar/sleppigildrur skulu vera við hvert ker sem og í sameiginlegu frárennsli stöðvarinnar. Einnig telur sveitarfélagið að lífrænan úrgang frá stöðinni (dauð seiði, fóðurafgangar, seyra úr tromlusíu o.s.frv.) skuli ekki geyma undir beru lofti heldur ávallt í lokuðum gámum/ílátum.

Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvaldið á lóðinni.
16. 2111021 - Umsögn gufuaflsvirkjun - Krókur
Skipulagsfulltrúi Grímsness og Grafningshrepps óskar eftir umsögn um deiliskipulags vegna nýrrar gufuaflsvirkjunar í Króki, ekki langt frá landamerkjum Ölfuss. Sveitarfélagið gaf jákvæða umsögn í desember síðastlinum um aðalskipulagsbreytingu vegna virkjunarinnar.
Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins Ölfus gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið eins og það er sett fram en bendir á að stíga verði varlega til jarðar á viðkvæmu svæði í náttúru Íslands. Virkjunaráformum í nánd við þetta svæði hefur þegar verið hafnað.
17. 2110044 - Umsögn um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur
Grindavíkurbær óskar eftir umsögn um breytingu á aðalskipulagi. Ekki verður séð að breytingin snerti hagsmuni sveitarfélagsins Ölfuss eða íbúa þess. Eftirtaldar breytingar eru gerðar:

- Gert er ráð fyrir hreinsivirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu í Grindavík og frárennslislögn til suðurs á Hópsnes og út í sjó.
- Bætt er við göngu- og reiðhjólastígum frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík. Tengjast þeir núverandi leiðum meðfram Nesvegi.
- Gerð er ráð fyrir stækkun golfvallar Grindavíkur við Húsatóftir (ÍÞ2).

Afgreiðsla: Sveitafélagið Ölfus gerir ekki athugasemd við breytingartillöguna eins og hún er sett fram.
18. 2110046 - Umsögn um aukna vatnstöku úr Hlíðarendalindum
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um matsspurningu vegna aukinnar vatnstöku úr Hlíðarendalindum.
Um er að ræða aukningu úr 30 L/sek í 70 L/sek.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Ölfus telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Sveitarfélagið Ölfus telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Afgreiðsla: Skipulags- og umhverfisnefnd telur að greinargerð, sem fylgir með fyrirspurn um matsskyldu, geri vel grein fyrir framkvæmdinni. Hún sé ekki til þess fallin að valda varanlegum umhverfisáhrifum, ekki séu atriði sem skýra þurfi um frekari vöktun en fram kemur í greinargerð. Sveitarfélagið telur að framkvæmdin þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarfélagið Ölfus er leyfisveitandi þegar kemur að framkvæmdaleyfi og hugsanlegum byggingarleyfum vegna framkvæmda sem gætu fylgt aukinni vatnstöku.
19. 2111035 - Umsögn um breyting á aðalskipulagi Hveragerðis - Athafnasvæði AT3 breytt í íbúðarsvæði
Hveragerðisbær óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi í reit AT3 sem er rétt sunnan Varmár í Hveragerði. Breyting fellst í að reitnum er breytt úr athafnasvæði í íbúðarsvæði.
Afgreiðsla: Skipulags- og umverfisnefnd fyrir hönd sveitarfélagsins Ölfus, gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna eins og hún er sett fram en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á seinni stigum.
20. 2111031 - Næsti fundur nefndarinnar
Lagt er til að næsti fundur nefndarinnar verði þriðjudaginn 14. desember sem er tveim dögum fyrir desemberfund bæjarstjórnar.
Afgreiðsla: Næsti fundur ákveðinn þann 14. desember.
Fundargerðir til staðfestingar
21. 2111008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 32
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Afgreiðsla: Fundargerð lögð fram til staðfestingar. Nefndin vill benda á að eðlilegt sé að fundargerðir afgreiðslufundar séu ekki birtar á vefsíðu sveitarfélagsins fyrr en eftir að þær eru staðfestar af skipulagsnefnd.
21.1. 2111028 - Umsókn um lóð - Vesturbakka 8
Stefán Tordersen sækir um lóðina Vesturbakka 8 f/h S3-fasteignafélag.
Afgreiðsla: Samþykkt
21.2. 2110051 - Þurárhraun 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson f/h lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 21.10.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
21.3. 2111032 - Norðurvellir 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sverir Ágústsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 3600m2 iðnaðarhúsi mhl. 3. Um er að ræða stálgrindarhús klætt með samlokueiningum með PIR einangrun. samkv. teikningum frá T.ark dags. 11.11.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
21.4. 2111011 - Hjarðarbólsvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir íbúðarhúsi á einni hæð. Samkv. teikningum dags. 22.10.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
21.5. 2111009 - Laxabraut 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Gunnarsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir 8 hringlaga opnum eldiskerjum sem eru 14 m í þvermál. Útveggir kerjanna eru úr forsteyptum einingum og botn þeirra er staðsteyptur.Kerin eru niðurgrafin að hluta. Samkv. teikningum frá Urban arkitektar dags. 25.10.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
21.6. 2110052 - Hlíðartunga land 190896 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson sækir um byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir íbúðarhúsi með sambyggðri bílgeymslu samkv. teikningum frá Húsey teikni og verkfræðistofa dags. 28.09.2021
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
21.7. 2110043 - Unubakki 26-28 26R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon sækir um byggingarleyfi f/h lóðarhafa fyrir breytingum innanhúss. Þurrkklefar fjarlægðir ásamt tilheyrandi milliveggjum. Klæðningar að innan endurgerðar og hluti milliveggja fjarlægður sem tilheyrðu starfssemi sem í húsinu voru fiskþurrkun. Ytra útlit óbreytt - sem og lóð. Samkv. teikningum frá VGS. Verkfræðistofa dags. 07.10.21
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.4.4.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
21.8. 2110042 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Helgi Kjartansson sækir um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi f/h lóðareiganda fyrir byggingu á 35 m2 frístundarhúss. samkv. teikningum dags. 28.08.2020
Afgreiðsla: Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.
Hrafnhildur Árnadóttir vék af fundi við afgreiðslu liðs nr. 6 vegna veikinda.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?