Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 451

Haldinn í fjarfundi,
01.10.2025 og hófst hann kl. 12:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2509065 - Breyting á leigusamningi
Erindi frá Trésmiðju Heimis vegna leigusamnings um lóðina Vesturbakka 2. Trésmiðja Heimis hefur áform um að byggja iðnaðarhúsnæði á lóðinni í samræmi við 8.gr. samningsins og óskar því eftir að núverandi leigusamningur haldi fullu gildi þar til hægt verður að gefa út lóðaleigusamning á öðrum ársfjórðungi 2026. Við það mun samkomulag um leigu lóðar falla úr gildi og við tekur almennur lóðaleigusamningur.


Bæjarráð samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða.
2. 2509009 - Fjallahjólastígar í Ölfusi - beiðni um styrk
Félag fjallahjólara í Ölfusi sækir um styrk til fjallahjólastígagerðar í sveitarfélaginu. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 til að vinna fyrsta áfanga í að byrja hreinsun og lagfæringar á 10 km tengileið í Hengil um Lönguhlíð.

Málið var tekið fyrir á 99.fundi skipulags- og umhverfisnefndar 17.09.2025 og var eftirfarandi bókað:
Nefndin gerir ekki athugasemdir við leiðina og tekur jákvætt í erindið. Ganga þarf úr skugga um að samþykki landeiganda liggi fyrir ef fara þarf yfir einkaland. Umfjöllun um fjárveitingu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

3. 2505049 - Áform um lagabreytingar á sviði sveitarstjórnarmála kynnt í samráðsgátt
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 180/2025 - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á almennum reglum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúalýðræði og samráð, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa, eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga, o.fl. Breytingar eru lagðar fram í takt við aðgerðaáætlun með stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038.

Umsagnarfrestur er til og með 13.10.2025. Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Lagt fram.
4. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
102.mál - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 2025-2029.

Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?