| |
1. 2302011 - Beiðni um styrk | |
Bæjarráð lýsir yfir einlægum vilja til að vinna með sjálfboðaliðum að hreinsun strandsvæða í sveitarfélaginu sem og annarra svæða innan þess. Eins og fram kemur í erindinu hefur Sveitarfélagið Ölfus stutt við strandhreinsun með margskonar aðföngum svo sem að leggja til starfsmenn, tæki og fleira. Hefur það verið gert þrátt fyrir að umrætt svæði sé að mjög litlu leyti í eigu sveitarfélagsins þótt það falli innan landamarka þess.
Bæjarráð hefur ríkan vilja til að halda samstarfi áfram með þeim hætti sem verið hefur en getur ekki orðið við styrkbeiðninni þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2211024 - Lóðaleigusamningur Laxabraut 35-41 | |
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. | | |
|
3. 2302028 - Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023 | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|
4. 2302025 - Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2023 | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|