Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 379

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
04.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir varamaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904026 - Umsagnir vegna umsókna um vínveitinga, tækifæris -og rekstrarleyfi.
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar Caffe Bristól ehf. Selvogsbraut 4 um rekstarleyfi í flokki III A - veitingahús.

Bæjarráð veitir jákvæða umsókn en ítrekar mikilvægi þess að ekki verði um ónæði fyrir íbúa í nágrenni staðarins að ræða.

Samþykkt samhljóða.
2. 1904026 - Umsagnir vegna umsókna um vínveitinga, tækifæris -og rekstrarleyfi.
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna umsóknar Hótels Kviku ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II Frístundahús.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn en ítrekar mikilvægi þess að ekki verði um ónæði fyrir íbúa í nágrenni staðarins að ræða.

Samþykkt samhljóða.
3. 2205026 - DSK Gljúfurárholt 25 og 26
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðirnar Gljúfurárholt 25 og 26. Þar er fyrir skemma á lóðinni en markaðir eru tveir nýir byggingarreitir, einn á hvorri lóð fyrir íbúðarhús og bílskúr allt að 500 fermetrar hvort.

Bókun nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
4. 2207006 - DSK Hveradalir
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Hveradali sem Landmótun hefur unnið. Skipulagið var upphaflega unnið á árunum 2014-2016 en hefur nú verið uppfært miðað við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og álit Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2207005 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting
Efla hf., fyrir hönd landeiganda, leggur fram deiliskipulagsbreytingu fyrir þrjár lóðir við Sólbakka sem áður hét Hlíðartunga land. Um er að ræða aukningu á byggingarheimildum í samræmi við það sem er heimilað í nýju aðalskipulagi.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1
Lögð er fram deiliskipulagstillaga sem Teiknistofan Úti og inni hefur unnið fyrir lóðina Þrastarveg 1 sem er í Þórustaðalandi í Ölfusi. Markaður er byggingarreitur og settir skilmálar fyrir íbúðarhús og bílskúr í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2207019 - Fyrirspurn-bygging sólskála við Heinaberg 9
Lóðarhafi óskar eftir leyfi fyrir um 20 fermetra sólskála á baklóð við hús sitt við Heinaberg 9 í samræmi við framlögð gögn. Umsækjandi leggur fram áritaða lóðaruppdrætti sem nágrannar með samliggjandi lóðarmörk hafa undirritað samþykki sitt á.

Afgreiðsla nefndar: Þar sem samþykki nágranna liggur fyrir má lóðarhafi sækja um byggingarleyfi fyrir breytingunni.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt
8. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags
Nýtt aðalskipulag hefur verið auglýst og komu nokkrar ábendingar.
Umhverfisstofnun kom með ábendingar í nokkrum liðum, Vegagerðin kom með ábendingar varðandi vegi í náttúru íslands auk ábendinga um nokkur atriði. Vegagerðin bendir á fyrir misskilning að umfjöllun um námur og sjóvarnargarða vanti en fjallað er ítarlega um efnistökusvæði í greinargerð og þau sýnd á uppdráttum. Einnig er fjallað um sjóvarnargarða í greinargerð en ekki er talin ástæða til að sýna þá á uppdrætti.

Fjallað er sérstaklega um vegi í náttúru Íslands í öðrum dagskrárlið á fundinum.

Kópavogsbær benti á einn fláka á Bláfjallasvæðinu sem var ranglega merktur á uppdrætti og var það lagfært. Grindarvíkurbær benti á misræmi stíga á sveitarfélagsmörkum, m.a. á stíga í Selvogi sem stóðust ekki á og að þjóðleiðin Selvogsgata er gönguleið í aðalskipulagi Grindavíkur en reiðleið í nýju aðalskipulagi Ölfuss. Var stígunum í Selvogi breytt. Talið er eðlilegt að halda þjóðleiðinni Selvogsgötu sem reiðleið.

Greinargerð og uppdráttum hefur verið breytt í samræmi við þessar ábendingar eins og við á.

Í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar eru undirgöng við Suðurlandsveg öll sýnd og reiðleið meðfram Hvammsvegi austanverðum er sýnd skýrar. Fundað var tvisvar sinnum með Vegagerðinni um vegi í náttúru Íslands og barst í kjölfarið jákvæð umsögn þar sem Vegagerðin þakkar gott samstarf.

Öll gögn er að finna á slóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213ea27a872d76

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 32. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Ekki er talin ástæða til að auglýsa tillöguna aftur vegna þeirra breytinga sem gerðar eru á henni þar sem um óverulegar leiðréttingar er að ræða frekar en íþyngjandi breytingar.

Niðurstaða skipulags- og umhverfisnefndar staðfest.
9. 2110031 - Vegir í náttúru Íslands
Sveitarfélaginu var gert að skrá "vegi í náttúru Íslands" við gerð aðalskipulags í náttúruverndarlögum sem tóku gildi árið 2015 og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra árið 2018. Þessir vegir eru í raun allir slóðar í sveitarfélaginu og bar að flokka þá í greiðfæra, seinfæra, lakfæra og torfæra. Lögin fjalla m.a. um hvaða slóða skuli telja upp og eru ýmsar undantekningar eins og heimreiðar.

Vegagerðin þurfti að samþykkja tengingar slóðanna við þjóðvegi til að gefa jákvæða umsögn um þá. Vegagerðin hefur einnig samþykkt flesta slóða en á nokkrum stöðum er það þó gert með fyrirvara og kemur það fram í skránni.
Umhverfisstofnun gerði að lokum athugasemdir í 11 liðum og eru tillögur að viðbrögðum við þeim í fylgiskjali.

Slóð á vefsjá er þar sem vegirnir koma fram er: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=ccaaf5075f8c4896a1165f91a541283b

Afgreiðsla nefndar: Vegaskráin samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til í minnisblaði um tillögur að viðbrögðum við ábendingum Umhverfisstofnunnar.

Niðurstaða nefndarinnar og vegaskráin samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2207001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 36
Fundargerð 36.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 21.07.2022 til staðfestingar.

1. 2205026 - DSK Gljúfurárholt 25 og 26. Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2207006 - DSK Hveradalir. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2207005 - DSK Sólbakki - fyrrum Hlíðartunga land - deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2110031 - Vegir í náttúru Íslands. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2207019 - Fyrirspurn-bygging sólskála við Heinaberg 9. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2207033 - Jarðstrengur Rarik frá spennistöð við Mánabraut að Nesbraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2206075 - Torfabær lóð 1 Breyting á skráningu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2207029 - Umsögn um vetnisstöð á Hellisheiði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2207028 - Umsókn um lóð iðnaðarsvæði við Þorlákshafnarhöfn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Það er fyrirséð að fyrirhugaðar framkvæmdir Heidelberg munu hafa gríðarlega áhrif í Sveitarfélaginu Ölfusi og ekki síst í Þorlákshöfn. Það mun myndast nýtt kennileiti með fyrirhugaðri framkvæmd sem felur meðal annars í sér byggingu 40-50 metra turns sem mun gnæfa yfir bænum um ókomna tíð. Til samanburðar má geta þess að Hallgrímskirkjuturn er tæplega 75 metra hár. Þessi bygging verður það fyrsta sem mætir fólki sem kemur í bæinn okkar. Þar fyrir utan er viðbúið að umferð þungra ökutækja með jarðefni mun margfaldast. Miðað við fyrirætlanir Heidelbergs má reikna með bíl á 2-3 mínútna fresti á dagvinnutíma frá árinu 2025 og ef fyrirætlanir ganga eftir þá mun árið 2030 verða bíll í tengslum við þetta fyrirtæki á 1 mínútu fresti á vegum sveitarfélagsins og til Þorlákshafnar. Þá er ótalin sú umferð sem myndast í kringum aðra vöruflutninga til og frá Þorlákshöfn.
Mikil ryk- og hávaðamengun verður óhjákvæmilega af fyrirhugaðri starfsemi sem fer illa saman við nálæga íbúabyggð Móans. Það getur varla verið söluvænt að markaðssetja Þorlákshöfn sem miðstöð matvælaútflutnings og vera með námuvinnslur á sitthvorum enda hafnarinnar.

Ég tel að það ætti að vera sjálfsagt mál að íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi fái greinargóða og raunhæfa kynningu á þessu verkefni, bæði á vef sveitarfélagsins og á íbúafundi þar sem þeim gefst kostur á að koma á framfæri spurningum og vangaveltum. Ef það þykir tilefni til að halda íbúafund og kynna hótelbyggingu sem er ekkert nema hugmynd á þeim tímapunkti sem hún er kynnt á opnum íbúafundi ætti það að vera eðlilegt og sjálfsagt að halda kynningarfund um þessa framkvæmd sem komin er á teikniborðið og mun hafa gríðarleg áhrif á íbúa, umhverfi, vegakerfi, umferðaröryggi og ásýnd þessa sveitarfélags.

12. 2207030 - Kveðjur frá Vegagerðinni. Til kynningar.
13. 2207034 - DSK Íbúðahverfi vestan Hrauna. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
14. 2207003F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 39. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?