Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 97

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.07.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova .
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2506038 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Hólstaður
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Hólstaður. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Ekkert deiliskipulag er í gildi. Ein lóð er stofnuð til úr jörðinni Hlíðartungu (L171727). Ný landeign verður 23.660,5 m2. Engin stærð er skráð á upprunalandið, en stærð þess minnkar sem nemur stærð nýrrar landeingar. Ekkert mannvirki er á nýrri landeign.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt með fyrirvara um undirritun allra viðeigandi landeigenda.
2. 2506040 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Stóragerði lóð 1 og Stóragerði lóð 1B
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Stóragerði lóð 1 og Stóragerði lóð 1B. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Stóragerði lóð 1, dags. B.deild augl. 15.05.2025 og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofnuð er lóðin Stóragerði lóð 1B úr Stóragerði lóð 1 (L212987) í íbúðarbyggð í Sveitarfélaginu Ölfusi. Stóragerði lóð 1 er með skráða stærð 10175 m2 í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um 5087,5 m2 og verður 5087,5 m2. Einn matshluti er á Stóragerði lóð 1, enginn matshluti er á Stóragerði lóð 1B.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
3. 2506044 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Birkimói 1-16, Þorlákshöfn
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Birkimói 1-16. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Móa svæði II, dags. B.deild augl. 03.02.2025 og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofnaðar eru 8 nýjar lóðir úr jorðinni Þorlákshöfn (L171822). Þorlákshöfn (L171822) er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um 10675,8 m2, samtals stærð nýstofnaða lóða.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
4. 2503010 - Auðsholt DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Tillagan var auglýst frá 10. apríl til 22. maí 2025 og bárust umsagnir frá Veitum, RARIK, Náttúruverndarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni. Tveir síðastnefndu gerðu athugasemdir sem leiddu til eftirfarandi breytinga:

Fráveita var sýnd á uppdrætti í samræmi við umsögn HSL og skýringar um fráveitukerfi uppfærðar í greinargerð, þar á meðal tilvísun í leiðbeiningarit Umhverfisstofnunar og 15. gr. reglugerðar nr. 798/1999.

Málsetning á tengingu við Arnarbælisveg (vegur 375-01) var bætt við uppdrátt.

Að auki voru gerðar smávægilegar lagfæringar á texta greinargerðar í samræmi við athugasemdir.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Í ljós kom að athugasemd hafði borist um skipulagið sem ekki hafði skilað sér til skipulagsfulltrúa. Skipulagshöfundur þarf að taka athugasemdina til skoðunar áður en hægt er að taka skipulagið fyrir fund.
5. 2507004 - Merkjalýsing - Samsett aðgerð - Ljúfilundur (L230942) og Stóri-Saurbær 3 (L227193)
Lagt er fram merkjalýsing - samsett aðgerð - Ljúfilundur (L230942) og Stóri-Saurbær 3 (L227193). Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Stóra-Saurbæ 3 í Ölfusi, dags. B.deild augl. 07.10.2021 og gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Lóðarmörkum breytt, stærðir breytast ekki. Breytingar eru í 3 hnitum. Þetta mál var rætt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkt af skipulagsfulltrúa þann 28. júní 2022.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
6. 2409011 - Nýtingarhlutfall iðnaðar og athafnasvæða ASKBR
- Endurkoma eftir athugasemdir
Engar athugasemdir voru gerðar af umsagnaraðilum og því er skipulagsbreytingin lögð fram að nýju óbreytt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2411025 - Sögusteinn DSK
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Sögustein sem auglýst var skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma frá Heilbrigðiseftirliti og landeiganda Hraunkvía. Skipulagshöfundur hefur farið yfir framkomnar umsagnir og lagt fram uppfært deiliskipulag þar sem merkingin ?TILLAGA? hefur verið fjarlægð af uppdrætti. Breytingin nær ekki til veitumála eða vatnsverndar og felur ekki í sér breytingu á gildandi hæðartakmörkunum, sem eru 6 m samkvæmt samþykktu skipulagi.

Skipulagsnefnd beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2507005 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - tvær vinnsluborholur í Hverahlíð
Lögð er fram umsókn Orku náttúrunnar dags. 4. júlí 2025 um framkvæmdaleyfi fyrir borun tveggja vinnsluhola á borsvæði í Hverahlíð, Hellisheiði. Umsóknin er í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér stækkun núverandi borplana, lítils háttar aðlögun vegslóða, greftri þróar fyrir skolvatn, uppsetningu yfirborðsbúnaðar, tengingu við safnæðastofn og frágang raskaðra svæða. Borplönin eru innan iðnaðarsvæðis Hverahlíðarvirkjunar skv. aðalskipulagi Ölfuss 2020?2036 og gildandi deiliskipulagi frá 2007, sem heimilar allt að 8 borstæði á hverju borsvæði og heildarfjölda allt að 33 hola.

Fyrirhuguð framkvæmd var metin í umhverfismati vegna Hverahlíðarvirkjunar og liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé heimil með tilliti til umhverfisáhrifa skv. lögum nr. 111/2021.

Afgreiðsla: Framkvæmdaleyfi veitt.
10. 2507009 - Stjórnsýslukæra - Vindmælingarmastur við Dyraveg
Lögð er fram kæra Landverndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærðar eru ákvarðanir skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss frá 19. júní 2024 og 2. apríl 2025 um veitingu framkvæmdaleyfis og stöðuleyfis til Orkuveitu Reykjavíkur vegna reisingar 125 m hárrar vindmælingamasturs á sunnanverðri Mosfellsheiði og tengdra aðkomuslóða og rafgáms. Einnig er kærð ákvörðun forsætisráðuneytisins frá 3. maí 2024 um rannsóknarleyfi á svæðinu.

Í kærunni er þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar til bráðabirgða á meðan málið er til meðferðar, með vísan til 5. gr. laga nr. 130/2011, og að allar framangreindar ákvarðanir verði felldar úr gildi. Byggir krafan meðal annars á því að framkvæmdin hafi átt að sæta umhverfismati samkvæmt lögum nr. 111/2021, að rannsóknarskyldu sveitarfélagsins hafi ekki verið fullnægt og að ekki hafi verið leitað nauðsynlegra umsagna samkvæmt náttúruverndarlögum.

Sveitarfélagið hefur haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og kallað eftir sjónarmiðum og gögnum frá fyrirtækinu vegna kærunnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Lagt fram.
Mál til kynningar
9. 2507008 - Stjórnsýslukæra - Byggingarleyfi Gerðarkot
Lagður er fram til kynningar úrskurður í kærumáli fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála sem sveitarfélagið var aðili að.

Kæran sneri að ákvörðun byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss frá 27. nóvember 2023 um að samþykkja byggingaráform fyrir viðbyggingu íbúðarhúss á Gerðarkoti í Ölfusi. Kærandi taldi að samþykktin væri ólögmæt þar sem aðalteikning, sem hún hafði gert árið 2017, var notuð í nýju máli án hennar vitundar og samþykkis, þrátt fyrir að hún hefði sagt sig frá verkinu árið 2018. Hún krafðist þess að samþykktin yrði felld úr gildi, að leyfisveitingar byggðar á teikningunni yrðu ógiltar og að teikningin yrði fjarlægð af kortavef sveitarfélagsins.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði kærunni frá á þeim grundvelli að kærandi hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um lögmæti samþykktarinnar. Í úrskurðinum var áréttað að samþykkt byggingaráforma snerti fyrst og fremst réttindi og skyldur eiganda mannvirkisins og byggingarleyfishafa, en ekki hönnuðar teikninga. Ágreiningur um notkun á teikningum og höfundarétt fellur utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?