Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 32

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
14.05.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
2. 2406023 - Útikennslustofa í Skrúðgarði
Lagt var fyrir skipulags og bygginganefnd minniháttar breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúðgarðinn þar sem búið er að gera svæði fyrir útikennslu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar:
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða nefndarinnar var staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 27. febrúar 2025.

Minnisblað frá sviðstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs lagt fram til umfjöllunar.

Nefndin þakkar kynninguna og samþykkir þær breytingar sem sviðsstjóri leggur til.
Mál til kynningar
1. 2109001 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Niðurstöður úr stöðumati Barna og fjölskyldustofu, BOFS, á innleiðingu farsældarlaganna í Ölfusi lagðar fram til kynningar.

Stöðumatið sýnir að innleiðing gengur vel og er flestum þáttum lokið þó að verkferlar séu ávallt í vinnslu bæði er varðar kynningu og samstarf til starfsfólks, barna, foreldra og samfélagsins. Einnig er breyting á verkferlum hjá BOFS sem þarf að bregðast við og innleiða jafnóðum. Verkefnastjóri situr mánaðarlega fundi um farsældarinnleiðingu hjá BOFS auk funda sem er samtal við tengiliði okkar í Ölfusi hjá BOFS.

Sviðsstjóri er verkefnastjóri innleiðingar farsældarlaganna í Ölfusi. Stýrihópur um innleiðinguna hittist mánaðarlega og fer yfir verkferla og innleiðingarskrefin okkar í Ölfusi. Í stýrihópnum sitja ásamt sviðsstjóra, stjórnendur í leik og grunnskóla, starfsmenn velferðarþjónustu og tengiliður frá heilsugæslu HSu. Reglulega eru fleiri aðilar í samstarfi eins og t.d. íþrótta og tómstundafulltrúi, forstöðumaður frístundaþjónustu og fulltrúar íþrótta og frístundafélaga sem starfa með börnum.

Nefndin þakkar kynninguna og er ánægjulegt hvað innleiðing farsældarlagana er vel á veg komin hjá okkur í Ölfusi.
3. 2505016 - Sumarnámskeið 2025
Sviðsstjóri lagði fram kynningu frá íþrótta og tómstundafulltrúa á þeim námskeiðum sem verða í boði sumarið 2025. Lagt var upp með að auka framboð af námskeiðum sem tengjast menningu og listum auk hinna hefðbundnu íþrótta og frístundanámskeið sem hafa verið. Þetta yfirlit er ekki tæmandi en fleiri námskeið eru í skoðun sem gaman væri að geta boðið uppá.

Sumarfrístund fyrir börn í 1.-4.bekk verður starfrækt eins og undanfarin sumar frá 10. júní - 8. júlí og síðan opnar vetrarfrístund 11. ágúst. Áhersla er á námskeið tengd útiveru, hreyfingu, listsköpun og frjálsum leik.

Nefndin þakkar kynninguna og lýsir ánægju með fjölbreytt framboð námskeiða sem íþrótta og tómstundafulltrúi hefur haft veg og vanda að sumarið 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?