Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 377

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.06.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206070 - Náttúruskólinn að Alviðru
Erindi frá stjórn Alviðrufélags og stjórnar Landverndar, dags. 29. maí, þar sem óskað var eftir að sveitarfélög taki í sameiningu að sér að fjármagna launakostnað starfsmanns Alviðru vegna fræðslustarfs fyrir grunnskólabörn.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar en lýsir sig reiðubúið til að skoða aðra útfærslu á þessu fyrirkomulagi.

Samþykkt samhljóða.
2. 2206072 - Mat á fjárhagslegum áhrifum framkvæmda við nýjan leikskóla-minnisblað
Í 66 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er m.a. fjallað um miklar fjárfestingar og skuldbindingar sveitarfélaga en þar kemur fram að áður en sveitarstjórn tekur ákvörðun um fjárfestingu, framkvæmd eða aðra skuldbindingu sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins viðkomandi reikningsár er skylt að mat sé framkvæmt af óháðum, sérfróðum aðila á áhrifum ákvörðunarinnar á fjárhag sveitarfélagsins.

Fyrir liggur að fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla í Þorlákshöfn við nýja deiliskipulagið Vesturberg, vestanmegin við núverandi byggð. Við hönnun skólans verði miðað við fjögurra til sex deilda leikskóla fyrir nemendur á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Skólinn gæti rúmað allt að 110 nemendur fullbyggður.

Á ofanreindum forsendum fól Sveitarfélagið Ölfus RR ráðgjöf (nú KPMG) að leggja mat á áhrif nýrrar leikskólabyggingar á fjárhag sveitarfélagsins í samræmi við 66. grein sveitarstjórnarlaga. Matið er byggt á fjárhagsáætlun.

Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlunum og framlögðum gögnum um fjárfestingar og rekstraráhrif virðist sveitarfélagið vera í stakk búið til að ráðast í framkvæmdir og rekstur nýs leikskóla.

Fjárfestingin stenst viðmið allra þriggja megin reglna um fjármálastjórn sveitarfélaga. Fjárfesting vegna leikskólans er veruleg á tímabilinu 2022 til 2023 og að miklu leyti fjármögnuð með lántökum þannig að skuldsetning eykst sem og greiðslubyrði lána. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum sveitarfélagsins mun handbært fé frá rekstri standa undir afborgunum lána á árunum 2022 til 2025.

Útlit er fyrir að fjárhagur sveitarfélagsins muni veikjast til skemmri tíma vegna framkvæmda nýs leikskóla og aukinnar skuldsetningar. Svigrúm til annarra fjárfestingarverkefna mun því minnka.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur starfsmönnum áframhaldandi undirbúning vegna byggingar nýs leikskóla.
3. 2206074 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð samþykkir erindið.
4. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgegngisslóða
Nefndinni hefur borist bréf frá landeigendum Auðsholtshjáleigu sem vekja athygli á því að landamerki sem sýnd eru á nýsamþykktu deiliskipulagi Auðsholts eru ekki rétt. Þau krefjast þess að skipulagið verði fellt úr gildi. Landeigendurnir setja sig ekki á móti því að nýtt skipulag verði gert þar sem landamerkin verði sýnd rétt og aðgengisslóðar sem tekist hefur verið á um verði sýndir og þess gætt að byggingarreitir og slóðinn skarist ekki. Athugun skipulagsfulltrúa hefur leitt í ljós að landamerkin voru ranglega færð inn á kort í gagnagrunni Þjóðskrár sem skipulagshöfundur lagði til grundvallar fyrir vinnu sinni.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda sem fellir deiliskipulag Auðsholts úr gildi. Í ljósi þess að Þjóðskrá hefur lagfært sín gögn og að landamerki eru röng í deiliskipulaginu er ekki annar kostur í stöðunni en að fella deiliskipulagið úr gildi og vinna nýtt skipulag með réttum landamerkjum þar sem aðkoma að landareignum beggja aðila er sýnd og kvöð um hana.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar austan við Keflavík
VSÓ ráðgjöf leggur fram skipulags- og matslýsingu fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo ehf. í Básum vestan Keflavíkur. Markmið framkvæmdarinnar er að framleiða 20.000 tonn af laxi á ári með möguleika á að auka framleiðsluna um 24.000 tonn.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2205028 - Breyting mænisstefnu Skál Árbæ 3
Landeigandi óskar eftir að breyta mænisstefnu um 90° í nýlega samþykktu deiliskipulagi við Árbæjarveg.

Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að grenndarkynna breytinguna. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Árbær 3 land lnr. 171652, Árbær 3 lnr. 171656, Seylar,og Gilhagi lóð 2.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2206071 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar
Landslag fyrir hönd ON leggur fram breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Heildarfjöldi lóða í jarðhitagarði var 46 en verður 14 við breytinguna.
Borteigur vestan tengivirkis og austan lóða við Bolavelli stækkar úr 2,8 ha í 4,3 ha þar sem lóðir næst borteignum falla út úr deiliskipulagi. Eftir stækkun borteigsins er afmörkun hans sú sama og hún var áður en borteigurinn var minnkaður í breytingu á deiliskipulagi vegna nýrra lóða í Jarðhitagarðinum, sem nú falla út úr deiliskipulaginu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að kanna hvort í skipulaginu felist nægilega skýr stefna til lengri tíma á fyrirætlunum ON varðandi uppbyggingu á svæðinu.

Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við tillögu nefndarinnar og samþykkir jafnframt að óska eftir frekari upplýsingum frá ON um framtíðarsýn þeirra vegna svæðisins.
8. 2206052 - Reykjabraut 5 - umsókn um grenndarkynningu viðbyggingar
Eydís Fara M. Gabon húseigandi óskar eftir því að viðbygging við hús hennar verði grenndarkynnt í samræmi við framlagða teikningu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Reykjabraut 3, 6, 7 og 8 og Oddabraut 6.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2102020 - DSK Akurholt II
Hermann Ólafsson leggur fram endurskoðaða tillögu að deiliskipulagi Akurholts II. Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst í fyrra. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við lokayfirferð þeirrar tillögu þar sem fjarlægð íbúðarhúsa frá fyrrverandi Suðurlandsvegi náði ekki tilskildum 100 metrum. Þetta hefur nú verið lagfært en auglýsa þarf tillöguna aftur þar sem ár er liðið síðan athugasemdafrestur fyrri auglýsingar rann út.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi
Skipulagsbreytingin hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi, öðrum hagsmunaaðilum eða lögboðnum umsagnaraðilum, nema hvað Umhverfisstofnun kom með tvíþætta ábendingu. Stofnunin benti á mikilvægi þess að áhrif tillögunnar á jarðmyndanir yrðu skoðaðar. Hverfið er að mestu uppbyggt og einungis verið að breyta nýtingarhlutfalli og draga úr vægi bindandi byggingarlína sem voru illa staðsettar. Nefndin ályktaði um hraunið á svæðinu þegar upprunalega skipulagið var samþykkt. Umhverfisstofnun benti einnig á að taka bæri tillit til reglugerðar nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun á lóð þar sem byggja má bensínstöð skv. skilmálum. Eftirfarandi kafla hefur verið bætt við skilmála um lóðina: Fara skal eftir ákvæðum reglugerðar nr. 884/2017. Staðsetning olíumannvirkja verði skv. 6. grein reglugerðarinnar, hönnun og gerð geyma skal uppfylla IV. kafla hennar, sem og lekavarnir, lagnir og annar búnaður. Við hönnun mannvirkja á lóðinni skal koma fram hver viðbrögð við mengunaróhöppum verða í samræmi við VI. kafla reglugerðarinnar. Í kjölfarið barst tölvupóstur frá Umhverfisstofnun um að komið hefði verið til móts við athugasemdir/ábendingar þeirra.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Þar sem einungis er verið að breyta greinargerð lítillega og benda á reglugerð sem þegar er í gildi, varðandi skilmála einnar lóðar í breytingu á þeirri tillögu sem var auglýst, er ekki ástæða til að auglýsa aftur.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
11. 2206035 - Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags
Samkvæmt stjórnsýslulögum á nýkjörin bæjarstjórn að taka ákvörðun um það hvort endurskoða eigi aðalskipulag eftir hverjar kosningar. Þetta var ákveðið á síðasta kjörtímabili en af ýmsum ástæðum er þeirri vinnu ekki lokið. Meðal annars kom heimsfaraldur í veg fyrir fundahöld á tímabili og ýmis ný verkefni bættust við meðan á vinnunni stóð eins og lög sem sett voru um kortlagningu vega í náttúru Íslands. Mikil vinna hefur þannig farið í þá tillögu sem nýverið var auglýst. Núgildandi aðalskipulag gildir út árið 2022. All nokkrar deiliskipulagstillögur voru auglýstar samhliða tillögunni sem er í vinnslu. Hlekkur á þau gögn sem voru auglýst er á lóðinni: https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/webappviewer/index.html?id=4bf90063f3134b7d84a2953c4a60b1f4

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að aðalskipulagið verði ekki tekið upp að nýju heldur verði haldið áfram með þá tillögu sem er í vinnslu og það staðfest eins fljótt og verða má.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
12. 2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við málið við lokayfirferð. Byggingarmagn tillögunnar var of mikið miðað við núgildandi aðalskipulag en það er nú innan þess ramma sem endurskoðað aðalskipulag markar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þegar nýtt aðalskipulag hefur tekið gildi. Ekki er talin ástæða til að auglýsa skipulagið aftur þar sem ekki er gerð nein íþyngjandi breyting á því.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2202015 - DSK Mói miðbæjarsvæði breyting 1 á deiliskipulagi
Inngangur: Lögð er fram deiliskipulagsbreyting fyrir Móa - miðbæjarkjarna í Þorlákshöfn, eftir auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðum og byggingarreitum verði breytt lítillega meðal annars til auðvelda íbúum að setja upp hleðslustæði við eignir sínar. Komnar eru inn jákvæðar umsagnir frá öllum lögbundnum umsagnaraðilum nema Umhverfisstofnun sem bendir á mikilvægi þess að fjalla um forsögulegt hraun og áhrif tillögunnar verði metin á vistgerðir gróðurhulu svæðisins eins og gert var þegar fjallað var um upprunalega skipulagið. Þá var stofnuninni bent á að verndargildi hrauns, gróðurhulu og hraunmyndana á svæðinu væri ekki hátt og jarðmyndanir væru ekki þess eðlis að halda bæri í þær. Ekki var talin ástæða til að breyta umhverfisskýrslu tillögunnar vegna þessarar ábendingar Umhverfisstofnunnar á þeim tíma og bent á að umrætt hraun væri undir allri Þorlákshöfn og því ekki um aðra valkosti að ræða.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að samþykkt verði að fela skipulagsfulltrúa að ljúka deiliskipulagsbreytingum í samræmi við 1. málsgr. 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Einnig er lagt til að bæjarstjórn lýsi sig sammála því mati sem fram kemur í minnisblaði að verndargildi hrauns, gróðurhulu og hraunmyndanna á svæðinu sé ekki hátt og jarðmyndanir séu ekki þess virði að halda skuli í þær. Ekki er talin ástæða til að breyta umhverfisskýrslu tillögunnar vegna þessarar ábendingar Umhverfisstofnunnar. Sú breyting sem nú er gerð á skipulaginu breytir engu þar um.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest. Bæjarráð tekur undir afstöðu nefndarinnar varðandi það að verndargildi hrauns, gróðurhulu og hraunmyndana á svæðinu sé ekki hátt og jarðmyndanir séu ekki þess virði að halda skuli í þær.

14. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Tillagan kemur nú fyrir nefndina eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust frá almenningi eða lögboðnum umsagnaraðilum nema hvað Vegagerðin og Umhverfisstofnun komu með ábendingar. Umhverfisstofnun benti á að lyngmóavist væri ríkjandi á svæðinu sem lóðin er á og eins benti stofnunin á mikilvægi þess að verndargildi hraunsvæða væru metin og m.a. tekið tillit til jarðmyndana og að byggingarreitir væru afmarkaðir með tilliti til þeirra. Vegagerðin benti á að vegurinn Selvogsvegur væri ranglega nefndur á uppdrætti, aðeins væri heimiluð ein tenging við lóðina en sýndar væru tvær og að of margar og of þéttar tengingar væru við Selvogsveg. Skipulagshöfundur hyggst lagfæra tillöguna. Sjá má á loftmynd að lóðin hefur verið grædd upp og gróðurfarið innan lóðar er annað en á svæðinu umhverfis hana. Því á það ekki við að lyngmóavist sé á lóðinni, þó hún sé á svæðinu umhverfis hana.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að því gefnu að Vegagerðin og Umhverfisstofnun séu sátt við tillöguna. Nefndin vill árétta að ekki eru hraunmyndanir eins og gervigígar, hraunslóðar, hraunlænur eða hraunbólstrar innan lóðarinnar og er hraunið innan lóðar ekki sérstakt eða þess eðlis að það beri að vernda. Sama gildir um gróðurinn innan lóðarinnar.


Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
15. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn
Borist hefur bréf frá Mörkinni lögmannsstofu fyrir hönd landeiganda að Sögusteini vegna meintra ólögmætra skilmála í deiliskipulagi. Tillagan hefur verið auglýst og gerðar á henni viðeigandi breytingar í samræmi við athugasemdir sem komu á auglýsingatíma frá Heilbrigðiseftirliti, sem gerði athugasemd við staðsetningu vatnsbóls og eins óskaði Vegagerðin eftir að veghelgunarsvæði Þorlákshafnarvegar væri sýnt á uppdráttum. Einnig hafa verið gerðar breytingar í texta þar sem fjallað er um kostnaðarþátttöku vegna beiðni landeiganda.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Ef þörf verður að auglýsa tillöguna aftur er skipulagsfulltrúa falið að auglýsa þá tillögu sem nú liggur fyrir fundinum í samræmi við 1. málsgrein 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í skilmálakafla þarf að lagæra landnúmer sem á aðkomu um lóð Sögusteins,
L172269 eða færa það inn á skipulagsuppdrátt ef þörf er á.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2206001F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 37
Fundargerð 37.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 09.06.2022 til staðfestingar.

1. 2205039 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmanna aðstöðu á lóð Landeldis við Laxabraut
2. 2206038 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 Mánabraut DRE
3. 2206037 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Ytri-Grímslækur lóð
4. 2205019 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Mýrarsel 16
5. 2206009 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Bláengi 5
6. 2206048 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Bláfjallaleið 3
7. 2206043 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Klettamói 7
8. 2206042 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Klettamói 9
9. 2206041 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Dimmustaðir 1
10. 2206040 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 3, Norðurvellir 7
11. 2206039 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 3, Suðurvellir 1


Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2206005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 38
Fundargerð 38.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 24.06.2022 til staðfestingar.

1. 2205022 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Lindarbæ
2. 2206047 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 13-15
3. 2206046 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 5-7
4. 2206045 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 , Vetrarbraut 23-27
5. 2206044 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 17-21

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2205002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 35
Fundargerð 35.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 23.06.2022 til staðfestingar.


1. 2206035 - Ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags.Tekið fyrir sérstaklega.
2. 2111026 - ASK Heildarendurskoðun aðalskipulags. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
3. 2206034 - Auðsholt - Krafa um endurköllun skipulags og merkingu aðgegngisslóða. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2102020 - DSK Akurholt II. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2203024 - DSK Hafnarskeið 6 - deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2001025 - DSK Grímslækjarheiði - Sögusteinn. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 1610015 - ASK og DSK Deili- og aðalskipulagsbreyting, Riftún neðan vegar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2105025 - Norðurhraun - breyting II á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2202015 - DSK Mói miðbæjarsvæði breyting 1 á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
11. 2206054 - DSK Geo Salmo Fiskeldi - Básar austan við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2206055 - Breyting á deiliskipulagi, sameining lóða Norðurbakki 1,3,5,7 og 9. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
14. 2206052 - Reykjabraut 5 - umsókn um grenndarkynningu viðbyggingar. Tekið fyrir sérstaklega.
15. 2205018 - Vesturbakki 1 hækkun. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
16. 2205037 - Innkeyrsla frá Hafnarskeiði inná lóð Kuldabola. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
17. 2205028 - Breyting mænisstefnu Skál Árbæ 3. Tekið fyrir sérstaklega.
18. 2205016 - Bárugata 13, fyrirspurn um breytingu skipulags Vesturbyggðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
19. 2205027 - Básahraun 29 - Umsókn um lóðavegg og kostnaðarþátttöku. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
20. 2205006 - Umsókn um breytingu á nafni lands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
21. 2204014 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknum og borun að Ytri-Þurá og Eystri-Þurá l. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
22. 2205032 - Athugasemd Vegagerðarinnar við útfærslu vegtengingar við Hvammsveg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
23. 2206051 - Stofnun vegsvæða fyrir Suðurlandsveg. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
24. 2206056 - Umsókn um vinnubúðir - Suðurvellir 1. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
25. 2206060 - DSK Mói svæði II. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
26. 2206062 - Námskeið um skipulagsmál fyrir nýkjörna fulltrúa. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
27. 2206063 - Umsögn deiliskipulag Snókalönd Hafnarfjörður. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
28. 2206069 - Umsókn um lagnir milli fiskeldisstöðva. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
29. 2206071 - DSK Breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Tekið fyrir sérstaklega.
30. 2205007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 36. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Mál til kynningar
16. 2206061 - Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2021
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?